Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 28

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 28
Tvöföld sigurganga hjá GR Golfklúbbur Reykjavíkur vann tvöfalt í Sveitakeppni GSÍ annað árið í röð - Leynir og GS upp í efstu deild á ný Sveitakeppni GSÍ fór fram um miðjan ágúst síðastliðinn og var leikið í fimm deildum í karlaflokki en tveimur hjá konunum. Golfklúbbur Reykjavíkur og Golf- klúbbur Kópavogs og Garðabæjar mættust í úrslitum í 1. deild karla en leikið var á Leirdalsvelli hjá GKG. Þessar tvær sveitir voru taldar sigurstranglegastar fyrir mótið en GR átti titil að verja. Úrslitaleikurinn var mjög spennandi og þegar fjórum leikjum af fimm var lokið var staðan 2-2. Bráðabana þurfti í fjórmenningi þar sem Stefán Már Stefánsson og Arnór Ingi Finnbjörnsson úr GR mættu þeim Ottó Sigurðssyni og Kjartani Dór Kjartanssyni úr GKG. Leikur þeirra fór alla leið á 19. holu þar sem GR hafði betur og tryggði sér þar með sigur í mótinu annað árið í röð. Golfklúbburinn Kjölur tryggði sér þriðja sætið í mótinu með að leggja Golfklúbb Vestmannaeyja í leik um þriðja sætið. Golfklúbbur Akureyrar og Golfklúbbur Kiðjabergs þurftu að sætta sig við það leiða hlutskipti að falla niður um deild en í þeirra stað koma Golfklúbburinn Leynir og Golfklúbbur Suðurnesja upp í efstu deild. 1. deild kvenna fór fram á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og mættust GR og Keilir í úr- slitum. Rétt eins og hjá körlunum var mikil spenna og dramatík á lokasprettinum. Keilir hafði yfirhöndina framan af leik og virtist vera að fara að sigla sigri í hús enda með góða forystu í þremur leikjum þegar skammt var eftir. Reynsluboltinn Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR reyndist hins vegar hetja GR þegar hún vann upp nánast tapaðan leik gegn Rögnu Björk Ólafsdóttur úr Keili og tryggði sér sigur á 18. holu. Hún var fjórum holum niður eftir tólf holur en náði að vinna sig aftur inn í leikinn og tryggði GR sigurinn annað árið í röð. Í hinum leikjunum vann Tinna Jóhannsdóttir viðureign sína við Íslandsmeistararann, Ólafíu Þ. Kristinsdóttur og Signý Arnórsdóttir vann Sunnu Víðisdóttur. Þá vann Guðrún Pétursdóttir nöfnu sína Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur örugglega 5/4. „Ég var fjórar holur niður eftir tólf holur en þá gerðist eitthvað. Ég sagði við kærastann minn, sem var á pokanum hjá mér, að ég mætti ekki tapa þessum leik því þá væri ég að svíkja litlu dúllurnar mínar. Ég vann svo allar holur eftir það nema 17. holu,“ sagði Ragnhildur kát í mótslok. Fyrsti titill Dalvíkur í sveitakeppninni Sveitakeppni unglinga fór fram á þremur völlum í ár en fjöldi keppnissveita var það mikill að jafnvel hefði þurft að leika á fleiri völlum í ár. Dalvíkingar eignuðust sína fyrstu Íslandsmeistara í sveitakeppni þegar sveit klúbbsins í telpnaflokki 15 ára og yngri fagnaði sigri á Hólmsvelli í Leiru. Dalvíkurstúlkur hlutu fjóra leiksigra og tíu vinninga, jafn marga og GR, en höfðu betur í innbyrðis viðureign liðanna og því var titillinn þeirra. Í stúlknaflokki 16-18 ára vann Keilir öruggan sigur en þær unnu alla sína leiki á leið sinni að Íslandsmeistaratitlinum. GR varð í öðru sæti og GKG í þriðja sæti. Metþátttaka var í drengjaflokki sem fram fór á Sels- velli á Flúðum en þar mættu alls 23 sveitir til keppni. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar fagnaði sigri í drengjaflokki 15 ára og yngri annað árið í röð. GKG vann Keilispilta í úrslitaleik 2/1. GR-A varð í 3. sæti eftir sigur á Akureyringum í leik um 3. sætið. A-lið Keilis í flokki 16-18 ára sigraði í sveitakeppninni sem fram fór í Þorlákshöfn. Keppni var mjög jöfn og spennandi. Keilispiltar unnu sameiginlegt lið GL/ GKj 2/1 í úrslitaleiknum en bæði lið unnu tvo leiki af þremur í riðlakeppninni og voru jafnir GKG og GR-A. Innbyrðis viðureignir réðu þar um að GK-A og GL/ GKj léku til úrslita. Í leik um 3. sætið vann GKG lið GR örugglega 3/0. Tvöfaldur GR sigur hjá eldri kylfingum í Eyjum GR varð tvöfaldur Íslandsmeistari í Sveitakeppni eldri kylfinga en keppnin fór fram á Vestmannaeyjarvelli. Til úrslita í karlaflokki léku GR og GA. Leikar fóru þannig að GR hafði betur með 3,5 vinningi á móti 1,5 hjá GA. Í kvennaflokki léku til úrslita GR og GS. Kvennasveit GR varð í fyrsta sinn í sögu GR Íslandsmeistari kvenna í Sveitakeppni eldri kylfinga. Leikar fóru þannig að GR fékk 2,5 vinninga á móti 0,5 vinningi GS. Liðsstjóri liðanna var Garðar Eyland. Íslandsmót í sveitakeppni Sigurlið GR í karla- og kvennaflokki 2011. Dalvíkurdömurnar sælar með sigurinn í Leirunni með Árna Jónssyni, sem hefur náð frábærum árangri með unglinga víða á landinu. 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.