Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 60

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 60
ARION banka mótaröðin Ragnhildur: Ætla mér stóra hluti í framtíðinni „Það var stærsta markmiðið fyrir sumarið að verða Íslandsmeistari og það gekk svo sannarlega eftir. Árangurinn í sumar kemur mér dálítið á óvart. Mér gekk vel í fyrra og ég ætlaði að reyna að bæta mig og það hef ég gert,“ segir Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR sem sigraði með miklum yfirburðum í Íslandsmóti unglinga í stelpuflokki. „Slátturinn hjá mér er orðinn talsvert betri og þá sérstaklega undir 100 metrum. Púttin eru einnig að koma til og ég notaði aðeins 13 pútt á seinni níu hol- unum á lokahringnum. Ég ætla mér stóra hluti í fram- tíðinni og ætla að komast í háskólagolfið í Banda- ríkjunum og vonast til að gerast svo atvinnumaður í golfi,“ segir þessi unga og efnilega stelpa úr GR sem vann öll mótin á mótaröðinni í sumar. Guðrún P.: Heimavöllurinn hjálpaði „Það er æðisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari. Það var mikil spenna á milli okkar Önnu allan tímann. Það hjálpaði mér að ég var á heimavelli, þar líður manni alltaf best,“ sagði Guðrún Pétursdóttir úr GR sem sigraði í telpnaflokki eftir harða baráttu við Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK. „Ég er búin að vera dugleg að æfa fleyghöggin í sumar og tel þau vera orðin betri. Ég set stefnuna á að fara út til Bandaríkjanna eftir tvö ár í góðan há- skóla þar og síðan sé ég til hvað gerist eftir það.“ Bjarki: Búinn að bæta hugarfarið mikið „Það er mjög fín tilfinning að vera orðinn tvöfaldur Ís- landsmeistari annað árið í röð,“ segir Bjarki Pétursson úr Golfklúbbi Borgarness sem varð tvöfaldur Íslands- meistari í piltaflokki eftir sigur sinn í Íslandsmóti unglinga í höggleik sem lauk nýverið á Grafarholts- velli. Bjarki, sem er 17 ára gamall, hefur leikið mjög vel í sumar og ætlaði sér stóra hluti í Íslandsmótinu. „Ég var búinn að leggja upp með því hugarfari að spila völlinn á tveimur höggum undir pari alla keppnisdagana. Völlurinn var frábær og gaf mjög góða möguleika á góðu skori,“ sagði Bjarki sem lék hringina þrjá í mótinu á samtals tveimur höggum undir pari og varð þremur höggum á undan Sigurði Ingva Þorvaldssyni úr Golfklúbbnum Hamar á Dalvík. Kemur þessi góði árangur í sumar Bjarka á óvart? „Þetta kemur mér svo sem ekki á óvart, ég set markið alltaf mjög hátt. Ég er búinn að bæta hugarfarið mikið og það er að koma mér langt. Ég hef líka passað mig á því að æfa ekki of mikið. Ég hef enga trú á því að það borgi sig að æfa endalaust. Ég æfi þess í stað markvisst og vel í hvert sinn. Ég legg einnig mikla áherslu á að ég sé í sem bestu líkamlegu ástandi fyrir hvert mót og stunda líkamsrækt af krafti, sérstaklega á veturna. Í framtíðinni vonast ég til að geta unnið við íþróttina, geta lifað af því að spila golf.“ Birgir Björn: Mjög góð tilfinning að eiga vallarmet á Grafarholtsvelli Birgir Björn Magnússon í Grafarholtinu. Ragnhildur slær á 15. braut . Bjarki Borgnesingur lék jafnt golf. Birgir Björn: Æfa enn meira og bæta mig Birgir Björn Magnússon, 14 ára strákur úr Golf- klúbbnum Keili, sló svo sannarlega í gegn á Íslands- móti unglinga sem lauk á Grafarholtsvelli á mánudag. Birgir Björn lék lokahringinn á 64 höggum eða sjö höggum sem er nýtt vallarmet af rauðum teigum. Samtals lék hann hringina þrjá á níu höggum undir pari og varð 18 höggum á undan næsta kylfingi í strákaflokki. „Ég byrjaði vel á lokahringnum og fékk nokkra góða fugla á fyrri níu holunum. Á 15. holu fékk ég góðan örn og missti svo stutt pútt fyrir pari á 17. holu. Þetta er minn besti hringur til þessa. Það er mjög góð tilfinn- ing að eiga vallarmet á jafn góðum og fallegum velli og Grafarholtsvelli.“ Birgir Björn hefur ekki langt að sækja hæfileikana í golfíþróttinni enda er hann sonur Magnúsar Birgis- sonar golfkennara. Þetta er annað vallarmetið sem Birgir setur í sumar því hann setti vallarmet á Hólms- velli í Leiru af rauðum teigum þegar hann lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari. „Ég setti mér markmið fyrir Íslandsmótið að leika alla hringi undir pari og ég vissi alltaf að ég gæti það. Ég er að pútta mun betur en áður enda búinn að æfa púttin vel í sumar,“ segir Birgir sem á sér háleita drauma fyrir framtíðina. „Ég ætla að reyna að vinna við að keppa í golfi því það er eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Ég ætla að einbeita mér að því að æfa mig og bæta mig eins mikið og ég get.“ 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.