Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 78

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 78
G O L F Clarke „ÞEGAR DARREN SLÓ MEÐ FLEYGJÁRNINU, ÞÁ VISSI ÉG AÐ HANN MYNDI SIGRA Á OPNA BRESKA“ EWEN MURRAY RÆÐIR UM SVEIFLUNA SEM FÆRÐI DARREN CLARKE SILFURKÖNNUNA Í SUMAR. Höggið sem Darren sló inn á aðra flöt á St. George á sunnudeginum færði mér sönnur á því að hann myndi sigra á mótinu. Hann vissi það líka. Hann sigraði ekki með því að setja niður löngu púttin, eða fá örn á sjöundu, heldur einmitt með þessu höggi. Það sagði mér allt um það hvernig Darren var að sveifla þennan daginn. Hann lagði boltann inn á flöt með ofurlitlu slævi upp í vindinn, og þegar boltinn lenti þá skoppaði hann beint áfram og stoppaði, án þess að spinna til vinstri. Ef það er eitthvað högg sem Darren líkar ekki við, þá er það að slæva boltann með fleygjárni. Slíkt högg er honum ekki eiginlegt, og hefðir þú horft á hann á æfingasvæðinu á Queenwood nokkrum vikum fyrir Opna breska, þá vissirðu um hvað ég er að tala. Darren var einn daginn búinn að slá um það bil tvö hundruð stutt högg, um það bil 25 metra löng. Hann spurði mig síðan hvernig mér litist á. Ég benti honum á að langflestir boltarnir hefðu endað hægra megin við flaggið. Darren sér öll högg fyrir sér sem dregin. Hann miðar hægra megin og í upphafsstöðunni eru hendurnar hans til baka í stöðunni. Boltaflugið er til hægri, og í stuttum höggum á hann erfitt með að láta boltann koma til baka. Ég man eftir móti á Bay Hill vellinum, þar sem Darren var í forystu, en spilaði síðustu níu holurnar á fjörutíu höggum. Ástæðan var að sex af síðustu níu flöggunum voru aftarlega og til hægri á flötunum, og hann einfaldlega komst ekki nálægt þeim. Á æfingunni neyddi ég hann til að slæva boltann. Allt í einu voru hendurnar komnar á réttan stað í upphafsstöðunni. Um kvöldið, eftir að hann hafði sigrað Opna breska, þá skildi hann eftir þvoglumælt skilaboð á símanum mínum. „Hér talar sigurvegari ársins...“ Ég ræddi við hann á mánudeginum og spurði hann hvernig hann hefði slegið inn á aðra flöt með fleygjárninu. „Ég hef ekki hugmynd um það,“ sagði hann þá. Þarna er Darren rétt lýst; hann spilar af tilfinningu. Ástæðan fyrir því að hann tók upp fleygjárnið var að hann var fullur sjálfstrausts og tilbúinn í slaginn. Annars hefði hann geymt þessa kylfu í pokanum. Eftir að hann spilaði á 81 höggi á móti í Marokkó í apríl, var Darren í slæmu ástandi. Hann sendir reglulega myndskeið af sveiflunni sinni í símann minn svo ég geti fylgst með. Á þessum tíma var sveiflan hans ekki góð. Vinstri hendin lá yfir brjóstkassann í aftursveiflunni og hann var kominn í undarlegar stellingar. Þegar við hittumst loksins, þá spurði ég hvað væri eiginlega í gangi. Darren sagði mér að hann væri búinn að fá nóg - hann gæti ekki hitt boltann lengur. „Ég er að gefast upp,“ sagði hann. Ég held að þá hafi hann virkilega meint það. Spilamennskan hjá Darren var slæm og stutta spilið hjá honum var í rúst. Darren sigraði óvænt á Majorku í maí. Hann segist hafa spilað vel þá vikuna, en í raun og veru gerði hann það ekki. Darren er bara svo hæfileikaríkur að stundum tekst honum að sigra, þótt hann sé alls ekki á boltanum. En hann leggur hart að sér, og eyðir mörgum klukkustundum á æfingasvæðinu. Ég á myndband sem hann sendi mér frá Portrush vellinum áður en Opna breska hófst. Hann er að æfa vippin og það er prik sett í jörðina hinum megin við boltann - prikið vísar upp að höku Darrens. Hann á það nefnilega til að beygja hrygginn í aftursveiflunni - en hefði hann gert það við þessar aðstæður, hefði hann fengið prikið í hálsinn! Myndirnar af honum á þessum blaðsíðum, að spila á St. George, sýna hverju hann fékk áorkað. Allir líkamshlutar eru á réttum stað í sveiflunni og hann er í fullkomnu jafnvægi. Þegar Darren er í þessu stuði, þá eru ekki margir sem slá honum við. Tiger Woods - sem heldur góðu sambandi við Darren og sendi honum nokkur skilaboð á meðan Opna breska stóð yfir - veit vel hvað hann getur. Ég tel að Woods beri mikla virðingu fyrir hæfileikum Darrens , kannski síðan Darren sigraði hann í Accenture holukeppninni árið 2000, þegar Tiger var á hátindi ferils síns. 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.