Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 74

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 74
Vítahringurinn Það er merkilegt að horfa til baka síðustu 50 árin og komast að því að meðal- kylfingurinn er ekkert að verða betri í golfi. Ekki er skortur á frábærum golfráðum úr tímaritum, sjónvarpi eða neti. Æfingasvæði spretta upp eins og gorkúlur og eru opin allt árið sem gefa mönnum tækifæri á að æfa golf allt árið. Golfkennarar eru orðnir hámenntaðir með allar nýjustu tölvu- greiningarforritin. Þrátt fyrir allt þetta er meðalkylfingurinn ekkert að verða betri Hver kannast ekki við að leika golf með vini og það er komið að þér að slá. Þú tekur þessar fínu æfingasveiflur sem líta út nákvæmlega eins og Tiger Woods væri að sveifla. Síðan er staðan tekin og boltinn sleginn með þeim afleiðingum að þú dúndrar kylfunni langt niður í jörðina og boltinn skondrast nokkra metra áfram. Vinurinn sem er náttúrulega búinn að lesa nýjustu golf- bókina segir í sama bragði „þú leist upp kæri vinur“. Þetta er elsta og lélegasta afsökun fyrir lélegu höggi í golfi. Ekki erum við að segja Anniku Sörenstam, einum fremsta kvenkylfingi allra tíma, að horfa lengur á boltann þar sem hún horfir mjög fljótlega af boltanum í fram- sveiflunni. Ástæðan fyrir því að við hittum boltann ekki nógu vel er sú að kylfingurinn hefur ekki næga stjórn á líkamanum til að framkvæma hreyfinguna af öryggi og verður útkoman sú að einn daginn getur kylfingurinn leikið ágætt golf og næsta dag gengur ekkert upp. Þetta er hinn algengi vítahringur þegar kylfingur reynir nýjasta og heitasta golfráðið í hverri viku og heldur ávallt að hann sé að nálgast sannleikann að þessu strikbeina og langa höggi. Þetta virkar ekki. Leiðin að árangri - Líkaminn Þegar haldið er af stað í breytingar á tækni, er algjörlega nauðsynlegt að kanna líkamsástandið fyrst. Getur kylfingurinn yfir höfuð framkvæmt fyrir- hugaðar hreyfingar. Fyrir nokkrum árum kom Titleist Performance Institute „TPI“ með brautryðjandi líkamsþjálfun fyrir kylfinga, þar sem kylfingar eru settir í hreyfigreiningu. Það eru ákveðnir líkamshlutar sem eiga að vera hreyfanlegir „mobile“ og aðrir stöðugir „stable“. Ef af einhverri líkamlegri ástæðu þessi keðja er brotin þá verður til villa í golfsveiflunni, þar sem útkoman er slæmt högg. Það eru nokkrir hér á landi búnir að tileinka sér þessi fræði og mæli ég eindregið með því að ef menn hafa þá fyrirætlun að ná góðum árangri að byrja á þessum enda. Hvernig við lærum Áður en lengra er haldið er mikilvægt að skoða hvernig við lærum nýja hluti og hvernig heilinn vinnur úr þeim. Heilinn er ekki þannig gerður að við getum lært hluti á 100 km hraða. Sem dæmi má nefna að þegar við fyrst lærðum að keyra bíl þá var ekki farið út í umferðina í fyrsta tíma, heldur var byrjað á bílaplani og farið hægt og rólega yfir stjórntækin. Nemandanum er kennt að sleppa kúplingunni varlega og á sama tíma gefa bensíngjöfinni aðeins inn. Smám saman nær nemandinn tökum á þessu og er þá bætt við nýju atriði. Ástráður Þ. Sigurðsson, golfkennari PGA á Íslandi skrifar G O L F kennsla Lélegur í golfi? 74
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.