Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 38

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 38
Það var fátt sem benti til annars en að Ólafía Þórunn myndi fara með sigur af hólmi í Íslandsmótinu á Hólmsvelli þegar aðeins lokahringurinn var eftir í mótinu. Hún hafði leikið mjög vel í mótinu fram að lokahringnum og var á pari eftir 54 holur á meðan helstu keppinautar hennar höfðu lent í miklum vandræðum í erfiðum vindi á þriðja hring. Ólafía hafði þrettán högga forystu á Signýju Arnórsdóttur úr Keili og var fimmtán höggum á undan Íslandsmeistar- anum Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili sem hafði leitt mótið eftir fyrsta hring. Afar erfiðar aðstæður tóku á móti kylfingum á lokakeppnisdegi, mikill vindur og rigning. Svo slæmt var veðrið að keppni hófst ekki fyrr en um hádegi. Efstu kylfingar töpuðu höggum á fyrstu holunum. Ólafía tapaði þremur höggum á fyrstu fimm holunum og fékk svo tvöfaldan skolla á níundu holu og var þá komin fimm höggum yfir pari á hringnum. Þrátt fyrir það hafði hún á þeim tímapunkti fjórtán högga for- ystu á Tinnu. Ólafía vissi að hún mætti leyfa sér að tapa nokkrum höggum án þess að hleypa spennu í mótið. Það gerði hún og lék að lokum hringinn á 80 höggum eða átta höggum yfir pari. Ólafía lauk leik á átta höggum yfir pari í mótinu og varð níu höggum á undan Tinnu sem varð önnur. Tinna, sem meiddist á hendi á fyrsta keppnisdegi, vann sig upp í annað sætið með góðum lokahring sem hún lék á 74 höggum eða tveimur höggum yfir pari. Meiðslin komu á versta tíma enda hafði hún leikið mjög vel í aðdraganda mótsins og verið sigursæl á mótaröðinni í sumar. Ólafíu var vel fagnað af fjölmörgum áhorfendum þegar titillinn var í höfn og spá margir að þetta verði hennar fyrsti titill af mörgum. Hún varð í öðru sæti í Íslandsmótinu á Kiðjabergsvelli á síðasta ári og hefur stimplað sig inn sem ein af bestu kvenkylfingum landsins. 1. dagur Titilvörn Tinnu byrjaði vel Tinna Jóhannsdóttir úr Keili tók forystuna í kvennaflokki á Íslandsmótinu í höggleik með að slá vallarmetið á Hólmsvelli á fyrsta keppnisdegi. Hún lék á 69 höggum eða þremur höggum undir pari og bætti vallarmetið sem var í eigu Ragnhildar Sigurðardóttur og Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur úr GR um eitt högg. Tinna setti niður gott pútt á 18. holu til að tryggja sér vallarmetið. Hún fékk fimm fugla og tvo skolla á hringnum og náði eins höggs forystu á Eygló Myrru Óskarsdóttur úr Oddi sem þar með lék sinn besta hring í langan tíma. Signý Arnórsdóttir úr Keili og Val- dís Þóra Jónsdóttir úr Leyni voru jafnar í þriðja sæti eftir fyrsta hring, báðar á einu höggi undir pari. Eygló Myrra hafði ástæðu til að vera sátt enda náði hún að snúa mjög dapri byrjun upp í besta hring sinn í langan tíma. „Ég spýtti í lófana eftir þriðju holu. Ég var fjórum höggum yfir pari eftir þrjár holur en endaði hringinn mjög vel. Þetta er minn besti hringur í langan tíma. Ég hef ekki skemmt mér svona vel á golfhring lengi,“ sagði Eygló Myrra sátt eftir fyrsta hring. Tinna var einnig kát eftir að hafa slegið vallarmetið. „Það er aldrei leiðinlegt að slá vallarmet. Þetta er mjög fín byrjun hjá mér og gott að byrja strax á því að leika vel. Ég fékk fugla á allar par-5 holurnar þannig að stutta spilið er í lagi hjá mér,“ sagði Tinna eftir fyrsta hring. 2. dagur Ólafía tók forystuna - Tinna hrapaði niður töfluna Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR náði forystunni að loknum tveimur keppnisdögum í Íslandsmótinu í höggleik. Ólafía lék mjög vel á öðrum hring eða á 70 höggum sem er tveimur höggum undir pari vallarins. Hún var því samtals á tveimur höggum undir pari eftir tvo hringi og hafði tveggja högga forystu á Eygló Myrru Óskarsdóttur úr GR sem var önnur á samtals pari eftir að hafa leikið annan hringinn á 74 höggum. Signý Arnórsdóttir úr Keili var þriðja á samtals þremur höggum yfir pari eftir 36 holur. Staðan eftir 18 holur: 1. Tinna Jóhannsdóttir GK 69 -3 2. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 70 -2 3.-4. Signý Arnórsdóttir GK 71 -1 3.-4. Valdís Þóra Jónsdóttir GL 71 -1 5.-6. Ólafía Þ. Kristinsdóttir GR 72 par 5.-6. Berglind Björnsdóttir GR 72 par 7.-8. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 74 +2 7.-8. Þórdís Geirsdóttir GK 74 +2 9.-10. Ingunn Gunnarsdóttir GKG 77 +5 9.-10. Karen Guðnadóttir GS 77 +5 Lokastaðan í kvennaflokki: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir GR 72-70-74-80=296 +8 2. Tinna Jóhannsdóttir GK 69-81-81-74=305 +17 3. Signý Arnórsdóttir GK 71-76-82-81=310 +22 4. Ingunn Gunnarsdóttir GKG 77-72-85-77=311 +23 5. Valdís Þóra Jónsdóttir GL 71-78-85-78=312 +24 6.-7. Þórdís Geirsdóttir GK 74-76-82-82=314 +26 6.-7. Eygló Myrra Óskarsdóttir GO 70-74-89-81=314 +26 8. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK 74-76-85-81=316 +28 9.-10. Ragna Björk Ólafsdóttir GK 82-78-81-77=318 +30 9.-10. Berglind Björnsdóttir GR 72-76-88-82=318 +30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn þegar hún stóð uppi sem sigurvegari í Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru í júlí. Þessi 19 ára stúlka var í raun í algjörum sérflokki í kvennaflokki því hún hafði náð 13 högga forystu fyrir lokahringinn. Hún gat leyft sér að taka fáeinar áhættur á lokahringnum án þess að sigurinn væri í hættu og varð að lokum átta höggum á undan Tinnu Jóhannsdóttur úr Keili sem varð önnur. Signý Arnórsdóttir úr Keili varð í þriðja sæti. Ólafía Þórunn í sér- flokki á Hólmsvelli Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR fagnaði öruggum sigri í Íslandsmótinu í höggleik 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.