Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 6

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Side 6
6 GOLF Á ÍSLANDI • www.golf.is Haustið SQUADRA Series. Njóttu þess að spila með hágæða gleraugum í golfið og sólina frá TAGHeuer. Sjón er sögu ríkari F O R S E TA pistill Það er komið haust og golftímabilinu er að ljúka alla vega hér á Íslandi. Sumarið okkar er stutt og okkur finnst að þegar golfvellirnir okkar eru hvað bestir, þá styttast dagarnir og næturkuldinn dregur úr sprettu og flatirnar verpast. Þetta er það náttúrufar sem við búum við og hvort sem okkur líkar það betur eða verr, þá er þetta staðreynd. Við gerum bara gott úr því og notum okkur hina löngu björtu daga til hins ýtrasta. Á þessum tímamótum er ekki úr vegi að líta til baka og meta hvað það var helst sem vakti athygli á nýliðnu sumri. Enn fjölgar í golfhreyfingunni og er ætlað að félögum í golfklúbbum hafi fjölgað um tvö prósent á þessu ári. Margir ungir kylfingar unnu sína fyrstu sigra á golfmótum svo við getum horft bjartsýn til framtíðar hvað efni- við snertir. Góður árangur ungra kylfinga hérlendis auðveldar þeim að komast að í háskólum vestanhafs þar sem aðstæður til golfiðkunar eru fyrsta flokks. Um miðjan ágúst fékk einn af okkar bestu kylfingum boð um að taka þátt í PGA móti í Greensboro í Norður-Karólínu. Boðið kom í kjölfar sigurs á mjög sterku há- skólamóti. Ólafur Björn Loftsson stundar háskólanám í Karólínu og upplifði það að taka þátt í golfmóti þar sem margir af bestu kylfingum heimsins voru meðal þátt- takenda. Algjör upplifun fyrir Ólaf Björn og vakti frammistaða hans mikla athygli. Umfangið á slíku móti er geysimikið og má nefna að starfsmenn við mótið voru um 2000 og 500 blaðamenn sendu frá sér fréttir af mótinu. Þarna var brotið blað í íslenskri golfsögu þar sem aldrei áður hefur íslendingur tekið þátt í golfmóti meðal þeirra bestu á PGA mótaröðinni. Ég vona að kylfingar hafi átt ánægjulegt golfsumar í ár og hér sunnanlands ber að þakka veðurguðunum fyrir veðrið í ágúst og september. Jón Ásgeir Eyjólfsson Forseti G.S.Í.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Golf á Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.