Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 68
U N G I R
og efnilegir
golfpokINN:Dræver: Mizuno JPX 800 regular skaft, 10,5°
Brautartré: Callaway Diablo Octane 3-tré og 5-tré
Járn: Callaway x22
Fleygjárn: 52° Titleist Vokey, 56° Mizuno MPTseries, 60° Titleist VokeyPútter: Odyssey Rossie DivineHanski: Nota ekki hanska
Skór: FootJoy
Bolti: Pro V1
Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf?
Pabbi minn var mikið í golfi og fannst það mjög
gaman þannig að ég prófaði það og fannst það líka
mjög skemmtilegt.
Hvað er það sem heillar þig við golf?
Það er mjög góður félagsskapur í golfinu og leikurinn
sjálfur er svo skemmtilegur af því að þótt þú klúðrir
kannski einu höggi þá geturðu alltaf bjargað þér.
Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu?
Það væri mjög gaman að komast í háskóla í Bandaríkj-
unum. Svo bara að bæta mig og ná sem lengst.
Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undan-
förnum árum?
Já, ég myndi segja það. Ég er búin að bæta sveifluna
mikið og stutta spilið er orðið mun stöðugra en það
var.
Ertu sátt við frammistöðu þína á
unglingamótaröðinni í sumar?
Já, ég var mjög ánægð með suma hringi en svo
komu líka alveg nokkrir lélegir hringir inn á milli. Yfir
heildina litið þá var þetta bara fínt.
Hver er þinn helsti styrkleiki og veikleiki í golfinu og
hvers vegna?
Minn helsti styrkleiki eru vippin og svo slæ ég oftast
vel með trékylfunum mínum. Mínir helstu veikleikar
Selsvöllur í
uppáhaldi
Staðreyndir
Nafn: Særós Eva Óskarsdóttir
Aldur: 16 ára
Klúbbur: Golfklúbbur Kópavogs og
Garðabæjar
Forgjöf: 7,5
Uppáhalds matur: Tacos, hreindýrakjöt og
rjúpur
Uppáhalds drykkur: Vatn
Uppáhalds kylfa: 52° fleygjárn
Ég hlusta á: Flest allt bara
Besta skor: 78 högg í Grafarholti
Adam Scott eða Martin Kaymer?
Adam Scott
Evrópska mótaröðin eða PGA-mótaröðin?
PGA-mótaröðin
Besta vefsíðan: Facebook
Besta blaðið: Mörg
Besta bókin: Allar Harry Potter bækurnar
Besta bíómyndin: Never Back Down er mjög
góð.
Hvað óttastu mest í golfinu?
Held það sé nú ekkert sérstakt
Særós Eva Óskarsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar er ung
og efnileg í golfíþróttinni. Hún varð í þriðja sæti í bæði Íslandsmótinu
í höggleik og holukeppni í sumar og lauk að lokum leik í þriðja sæti á
stigalista Arion banka mótaröð unglinga í telpnaflokki. Hún stundar
nám við Verzlunarskóla Íslands og býr í Kópavogi ásamt fjölskyldu
sinni. Særós er með 7,5 í forgjöf og stefnir að því að því að komast í há-
skólagolfið í Bandaríkjunum í framtíðinni og bæta sig í golfíþróttinni.
eru innáhöggin og líklegast vegna þess að ég æfi þau
ekki nógu mikið.
Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst eftir
úr golfi?
Það var þegar ég og stelpurnar í GKG sveitinni vorum
að taka æfingahring fyrir sveitakeppnina í fyrra í Leir-
unni. Einn strákur sló golfboltanum beint í hausinn
á vinkonu minni og hún hrundi bara niður, það var
svakalegt.
Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á
golfvellinum?
Í sveitakeppni kvenna í Keili núna í sumar þá vorum
við í GKG að spila á móti GKj. Ég var á 13. holu og var
í glompu við grínið og ég sló í bakkann og boltinn
fór beint upp í loft og lenti á hausnum á mér. Það var
frekar vandræðalegt.
Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju?
Rory McIlroy og Tiger Woods. Þeir eru báðir mjög
góðir kylfingar og mér finnst mjög gaman að horfa
á þá spila.
Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu?
Ég er í Verzlunarskóla Íslands og það gengur bara vel.
Hvað æfir þú mikið í hverri viku?
Yfir sumartímann æfi ég svona 3-6 tíma á dag, það
er alveg misjafnt. Á veturna eru það þrír klukkutímar
á viku.
Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna?
Selsvöllur á Flúðum, vegna þess að hann er mjög fjöl-
breyttur og það er gaman að spila hann.
Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku upp-
áhaldi hjá þér?
17. holan í Vestmannaeyjum, 16. holan í Leirdalnum og
15. holan í Grafarholti.
Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að þér
meðtaldri?
Rory McIlroy, Tiger Woods, Matteo Manessero og ég.
Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf?
Skíði og vera með vinum.
Ef þú værir ekki í golfi, hvað værir þú að gera?
Ég var að hætta að æfa skíði núna í vor þannig að ég
væri líklegast ennþá í því.
68