Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 25

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 25
brenndi hins vegar af úr púttinu sem virtist vera formsatriði. Í kjölfarið kom reiðarslag á 14. holu þegar hann fékk skolla eftir að hafa slegið teighöggi sínu í brautarglompu. Í kjölfarið var hann nú einu höggi frá því að tryggja sig áfram í gegnum niðurskurðinn og aðeins fjórar holur eftir. 15. holan virtist vera hið fullkomna tækifæri til að vinna hið mikilvæga högg til baka en slæmt teighögg varð til þess að Ólafur þurfti þrjú högg til að komast inn á flöt og tvípúttaði svo fyrir pari. Nú var ljóst að Ólafur yrði að vinna eitt högg til baka á einni af þremur síðustu holunum til að tryggja sig áfram. Pressan var á Ólafi sem kom sér í fuglafæri á öllum þremur holunum en ekki vildi boltinn niður þrátt fyrir góðar tilraunir á 16. og 17. holu. Ólafur lék seinni hringinn á 70 höggum og samtals á tveimur höggum undir pari. Hann varð einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn. Í raun var það grátleg niðurstaða fyrir Ólaf að komast ekki áfram því hann sló gríðarlega vel í mótinu og á öðrum degi hefði hann líklega flogið í gegnum niður- skurðinn. Að venju er stutta spilið sterkasta hlið Ólafs en í Wyndham mótinu voru púttin hreinlega ekki að detta. Púttafjöldinn segir líka sína sögu enda var Ólafur með yfir 30 pútt á báðum hringjum. Það var hins vegar hrein unun að fylgjast með okkar manni í mótinu sem tók mótlætinu á 18. flöt að loknum öðrum hring með bros á vör. Frammistaða hans í mótinu fyllir von í brjósti íslenskra golfáhugamanna að nú styttist í að við eignumst kylfing í fremstu röð og að við séum sífellt að nálgast stærstu þjóðir heims í þessari vinsælu íþrótt. Ólafur stóð sig einnig frábærlega í viðtölum við bandarísku fjölmiðlapressuna í mótinu og líklega eru talsvert fleiri golfáhugamenn í Bandaríkjunum sem nú kannast við Ísland eftir frammistöðu Ólafs í Greensboro. „Þetta var ótrúleg upplifun og ég naut þess til hins ýtrasta að keppa í þessu móti. Það er frábær til- finning að leika á meðal bestu kylfinga heims og ég lærði mikið á þessari viku,“ segir Ólafur Björn Loftsson þegar hann er beðinn að líta til baka á þessa ótrúlegu viku þegar hann lék ásamt mörgum af bestu kylfingum heims. Þessi 24 ára kylfingur úr Nesklúbbnum vann sig inn í hug og hjörtu íslensku þjóðarinnar með frábærri frammistöðu í Wyndham mótinu á PGA-mótaröðinni og var grátlega nálægt því að komast í gegnum niðurskurðinn í mótinu. Í viðtali við Golf á Íslandi segist Ólafur ætla að leggja allt í sölurnar til að upplifa atvinnudrauminn að loknu háskólanámi. „Ég var mjög nálægt því að komast áfram en ég sé ekki eftir neinu. Ég spilaði mjög vel en stundum þá vilja púttin hreinlega ekki detta. Það er alltaf hægt að segja ‚ef og hefði‘ í golfi en að sjálfsögðu hefði verið mjög gaman að setja niður nokkur af þessum góðu fuglafærum á öðrum hring og jafnvel blanda sér í baráttuna um sigurinn í mótinu,“ segir Ólafur sem er mjög sáttur með frammistöðu sína í mótinu. „Ég var að spila yfirvegað og gott golf. Það vantaði aðeins herslumunninn að ég næði að klára dæmið aðeins betur. Ég var að pútta vel þótt að púttin væru ekki að detta, sérstaklega á seinni hringnum. Það voru margir jákvæðir þættir sem ég get tekið úr mótinu og mun byggja ofan á í fyrir framtíðina. „Á heima á meðal þeirra bestu“ Frammistaða Ólafs í mótinu var frábær. Hann sló boltann einkar vel og kom sér í fjölda fuglafæra. Hann segist vera með mikið sjálfstraust eftir mótið. „Sigurinn í Cardinal mótinu og frammistaða mín í Wyndham mótinu hefur gefið mér aukið sjálfs- traust. Ég hef mikla trú á því sem ég er að gera og er sannfærður um að ég eigi heima á meðal bestu kylfinga heims. Mér leið vel í kringum þessa kappa og þessi vika á bara eftir að styrkja trú mína og auka sjálfstraustið. Ég geri mér grein fyrir því að leiðin er löng og ströng en ég er tilbúinn að leggja allt í sölurnar til að upplifa drauminn,“ segir Ólafur sem fékk gríðarlega athyli erlendra golffjölmiðla í mótinu sem að eigin sögn kom honum á óvart. „Það kom mér svolítið á óvart hversu mikla athygli ég fékk á meðan á mótinu stóð. Ég er bara himin- lifandi með að geta hjálpað til við að koma landi og þjóð enn frekar á kortið í golfheiminum. Ég fékk meiri athygli í Charlotte háskólanum eftir mótið sem var mjög gaman þó ég gengi ekki svo langt að segja að ég væri eins og rokkstjarna í skólanum,“ segir Ólafur léttur í lund. „Þátttaka mín í þessu móti opnar margar dyr en dag- skráin mín er mjög þétt í vetur með Charlotte há- skólanum þannig að ég mun einbeita mér að þeim verkefnum. Ég skoða þó alla möguleika vel en strax þegar ég útskrifast í vor þá þarf ég að taka ákvarð- anir og ég hlakka mikið til þess. Ég geri miklar kröfur og er sannfærður um að ég muni halda áfram að bæta mig og ná góðum árangri. Ég hef mikla trú á liðinu okkar í háskólagolfinu og býst við mjög góðu lokaári.“ „Ætla að leggja allt í sölurnar fyrir atvinnudrauminn“ Fréttamaður Golf Channel tók viðtal við Ólaf Björn. Stöðin sýndi frá mótinu . 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.