Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 24

Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 24
G O L F Óli Lofts á PGA Það voru mikil gleðitíðindi fyrir íslenskt golf þegar Ólafur Björn sigraði með glæsibrag í Cardinal áhugamannamótinu sem gaf honum keppnis- rétt í Wyndham mótið. Ólafur lék samtals á ellefu höggum undir pari eftir að hafa leikið lokahring- inn á 65 höggum. Í kjölfarið upphófst heilmikið öskubuskuævintýri hjá Ólafi. Framundan var keppni við þá allra bestu í íþróttinni. Þátttaka Ólafs í mótinu vakti mikla athygli fjölmiðla. Slíkur var áhuginn að Ólafur var fenginn til að halda blaðamannafund af PGA-mótaröðinni sem var sjónvarpað beint á heimasíðu mótaraðarinnar. Að auki fylgdu fjöl- miðlamenn frá RÚV og Golf á Íslandi Ólafi eftir til Bandaríkjanna. Frábær endurkoma eftir slæma byrjun Ólafur lék með Ástralanum Cameron Percy og bandaríska kylfingnum Billy Horschel í mótinu. Þeir hófu leik snemma morguns á 10. holu á fimmtudegi og verður seint sagt að Ólafur hafi fengið draumabyrjun. Hann lenti í talsverðum vandræðum á fyrstu holu og fékk tvöfaldan skolla sem vafalaust hefur verið honum nokkuð reiðarslag. Greinilegt var að Ólafur var taugastrekktur á fyrstu holu og skyldi engan undra, hann var jú að hefja leik á sterkustu mótaröð í heimi. Ólafur fékk gott par á næstu tveimur holum áður en hann datt í gírinn og fékk tvo fugla í röð á 13. og 14. holu. Ólafur var sjóðandi heitur á þessum kafla og fékk einnig fugl á 16. holu. Hann hefði getað fengið fjóra fugla í röð ef ekki hefði verið fyrir þrípútt á 15. holu þar sem hann fékk par eftir að hafa slegið öðru höggi sínu á þessari par-5 holu inn á flöt. Ólafur sló gríðarlega vel á fyrsta hring og hitti 71% brauta úr teighöggum sínum. Hann hitti einnig 78% flata á hringnum. Ólafur lék sínar fyrri níu holur á einu höggi undir pari og bætti svo öðrum auðveldum fugli á 5. holu sem er par-5 hola. Ólafur sýndi frábæran eldmóð eftir að hafa byrjað hringinn illa og lék fyrsta hringinn á 68 höggum eða tveimur höggum undir pari. Fyrir vikið var Ólafur í 40. sæti eftir fyrsta hring og í frábærri stöðu til að komast í gegnum niðurskurðinn. Endalaus fuglafæri á öðrum hring Ólafur hóf annan hring líkt og hann lauk þeim síðari. Hann lék af miklu öryggi og hélt sér frá vandræðum. Að þessu sinni hóf hann leik á 1. teig en fyrri níu holurnar eru taldar vera auðveldari en þær síðari níu. Ólafur fékk par á fyrstu fjórar brautirnar þrátt fyrir að hafa verið í góðum fuglafærum á öllum brautunum. Líkt og á fyrsta hring fékk hann fugl á 5. braut eftir gott pútt. Í kjölfarið var Ólafur kominn þremur höggum undir par og var réttu megin við niðurskurðarlínuna. Greinilegt var að slátturinn hjá Ólafi á öðrum hring var mjög góður því hann kom sér sífellt í fuglafæri. Íslenski fjölmiðlahópurinn var þess fullviss að fuglastíflan væri loksins að bresta á ný þegar Ólafur átti frábært högg á 12. holu sem er erfið par-3 braut. Ólafur sló bolta sínum af um 200 metra færi innan við 1,5 metra frá holunni. Ólafur Ólafur horfir á eftir einu af mörgum púttum fara framhjá á öðrum keppnisdegi. Ólafur með dræverinn á teig. Fjöldi áhorfenda mætti á mótið. 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Golf á Íslandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Golf á Íslandi
https://timarit.is/publication/2012

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.