Golf á Íslandi - 01.10.2011, Blaðsíða 66
U N G I R
og efnilegir
Væri ekki slæmt að vera
besti kylfingur heims
Birgir Björn Magnússon úr Keili er einn af
efnilegustu kylfingum landsins. Hann kemur
úr sannkallaðri golffjölskyldu en hann er
sonur Magnúsar Birgissonar golfkennara og
barnabarn Birgis Björnssonar heitins, fyrr-
verandi formanns Keilis. Birgir Björn lék mjög vel
í sumar og stóð meðal annars uppi sem sigur-
vegari á Íslandsmóti unglinga í höggleik, var
þar í algjörum sérflokki og vann með 18 högga
mun. Hann gerði sér lítið fyrir og setti vallarmet
á Grafarholtsvelli af rauðum teigum þegar
hann lék lokahringinn í Íslandsmóti unglinga
á 64 höggum eða sjö höggum undir pari.
Birgir er með 4,3 í forgjöf og verður spennandi
að fylgjast með þessum 14 ára dreng í fram-
tíðinni. Golf á Íslandi lagði fyrir hann nokkrar
spurningar.
Staðreyndir
Nafn: Birgir Björn Magnússon
Aldur: 14
Klúbbur: Keilir
Forgjöf: 4,3
Uppáhalds matur: Humar
Uppáhalds drykkur: Egils Appelsín
Uppáhalds kylfa: 3-járnið
Ég hlusta á: Tónlist
Besta skor: 64 högg á Grafarholtinu
Adam Scott eða Martin Kaymer? Martin
Kaymer
Evrópska mótaröðin eða PGA-mótaröðin?
PGA
Besta vefsíðan: Kylfingur.is og Facebook
Besta blaðið: Golf á Íslandi
Besta bókin: Á enga uppáhalds bók
Besta bíómyndin: Þær eru margar
Hvað óttastu mest í golfinu? Ég óttast
mest, að óttast eitthvað
golfpokINN:
Hver er ástæðan fyrir að þú hófst að leika golf?
Það er hægt að segja að ég hafi alist upp úti á golf-
velli með mömmu, pabba og bróður mínum. Svo
þegar ég var orðinn 9 ára ákváðum ég og bróðir
minn að byrja að æfa golf.
Hvað er það sem heillar þig við golf?
Það sem heillar mig við golf er að það er svo
gallalaust, maður veit aldrei hvað gerist næst.
Hverjir eru þínir framtíðardraumar í golfinu?
Að verða besti kylfingur í heimi væri ekki slæmt.
Hefur þú verið að bæta þig mikið í golfinu á undan-
förnum árum?
Haustið 2007 byrjaði ég að taka golfið alvarlega og
hef verið að bæta mig jafnt og þétt síðan þá.
Ertu sáttur við frammistöðu þína á
unglingamótaröðinni í sumar?
Ég er nokkuð sáttur með frammistöðu mína í
sumar fyrir utan fyrsta mótið á Hellu og þriðja á
Leirdalsvelli.
Hvert er eftirminnilegasta atvikið sem þú manst
eftir úr golfi?
Fyrsti örninn minn kom þegar ég var 10 ára í
meistaramótinu á Oddi þegar ég var að spila 17.
braut. Ég var búinn að slá gott teighögg en átti
slæmt innáhögg sem rétt náði yfir trén og allir í
hollinu fóru að leita að boltanum mínum í trjánum.
Ég ofan í holuna og þá var hann þar.
Hver er þinn helsti styrkleiki og veikleiki í golfinu?
Helsti styrkleikinn minn er teighögg, löng inn-
áhögg og spil í vondu veðri en ég á það til að pútta
mjög illa sem er líklega minn helst veikleiki.
Hvað er það vandræðalegasta sem þú hefur lent í á
golfvellinum?
Þegar ég skrifaði undir vitlaust skor í fyrsta
stigamóti sumarsins á Hellu og þurfti að hringja
inn og kæra sjálfan mig úr mótinu.
Hverjir eru uppáhalds kylfingarnir og af hverju?
Miguel Angel Jimenez því hann er svo mikill töff-
ari. Einnig Dustin Johnson því hann er með svo
skemmtilegt hugarfar og gaman að fylgjast með
honum.
Í hvaða skóla ertu og hvernig gengur í náminu?
Ég er í Hvaleyrarskóla og tel mig vera nokkuð
góðan námsmann.
Hvað æfir þú mikið í hverri viku?
Á sumrin er ég 7 daga í viku á golfvellinum frá því
að ég vakna þangað til ég fer að sofa en það er ekki
allt 100% æfingar. Á veturna fer ég fjórum sinnum í
viku kannski tvo klukkutíma í senn.
Hver er uppáhalds golfvöllurinn og hvers vegna?
Arcos Garden, Montecastillo og El Saler eru fal-
legustu og bestu vellir sem ég hef spilað og get
ekki gert upp á milli þeirra.
Hvaða þrjár golfholur á Íslandi eru í sérstöku upp-
áhaldi hjá þér?
17. hola á Urriðavelli, 11. hola á Hvaleyrarvelli, 15. á
Grafarholtsvelli.
Hvaða fjórir kylfingar skipa draumaráshópinn að
þér meðtöldum?
Miguel Angel Jiminez, Dustin Johnson og Tiger
Woods.
Hver eru helstu áhugamál fyrir utan golf?
Körfubolti og aðrar íþróttir.
Ef þú værir ekki í golfi, hvað værir þú að gera?
Ég væri að reyna að vera atvinnumaður í körfubolta
eða einhverri annarri íþrótt.
Dræver: Titleist 909 D3 9,5°Brautartré: Wilson Staff fybrid 15°Járn: 3-PW Wilson Staff fg59 tour bladeFleygjárn: Ben Hogan Apex tourPútter: Ping Zing en er að skipta í See-more sb2w mallet
Hanski: Allskonar
Skór: Adidas Adipure og Ecco Street
66