Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 7

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 7
r' Avarp forseta Skáksambands íslands Á þessu ári eru liðin 60 ár frá stofnun Skáksam- bands íslands. Laugardaginn 23. júní árið 1925 var haldinn á Blönduósi fyrsti aðalfundur Skáksam- bands íslands í húsi Kristjáns Arinbjarnarsonar, héraðslæknis Húnvetninga. Á fundi þessum voru saman komnir fulltrúar frá Skákfélagi Blöndóss, Skákfélagi Sauðárkróks, Skákfélagi Hörgdæla og Skákfélagi Akureyrar. Lög sambandsins voru sam- þykkt og fyrsta stjórnin kosin. Hana skipuðu Ari Guðmundsson, forseti, Kristján Arinbjarnarson, ritari og Jóhann Havsteen, gjaldkeri. Stofnun Skáksambands íslands átti sér langan aðdraganda. Síðla árs 1923 skaut upp kollinum þeirri hugmynd á málfundi í Skákfélagi Akureyrar, að œskilegt væri að stofna samband starfandi skák- félaga í landinu og gæti samband þetta ef til vill staðið að útgáfu skákblaðs. Á næstu mánuðum fékk hugmynd þessi æ fastara form, og voru for- svarsmenn þessa máls sannfærðir um, að skáksam- band gæti haft bein áhrif á skákfélög í landinu, styrkt þau á margan hátt, leiðbeint þeim til þekk- ingar og örvað til samstarfs og þroska. Um sumarið 1924 var hafist handa í Skákfélagi Akureyrar til að undirbúa stofnfund Skáksam- bands íslands. Fremstir stóðu í undirbúningi Sig- urður E. Hlíðar, dýralæknir og síðar alþingismað- ur, Ari Guðmundsson, bankaritari, lengi formaður Skákfélags Akureyrar og síðar fyrsti forseti SÍ og Jón Sigurðsson, litunarmeistari í Gefjun á Akur- eyri. Frumvarp til laga var samið og nafnið Skák- samband íslands ákveðið. Skákfélögum öllum var sent frumvarpið til athugunar og umsagnar. Eitt félag, Taflfélag Reykjavíkur, hafði sitthvað við frumvarpið að athuga og það helst, að ekki kæmi til greina, að hið nýja skáksamband tæki Skákþing íslands af Taflfélagi Reykjavíkur. En mál þetta leystist, nokkru eftir að Skáksamband íslands var formlega stofnað á Blönduósi sem fyrr greinir. Mikið vatn hefur runnið til sjávarfrá því, er at- burðir þessir áttu sér stað. Hver skákviðburðurinn hefur rakið annan og má með sanni segja, að draumur brautryðjendanna hafi ræst. Þeir ólu þá von í brjósti, að fljótt risi sterk alda, er vekja mundi almennan skákáhuga í landinu öllu. Þegar nú er staldrað við á 60 ára afmæli Skák- sambands íslands, er margt að sjá og margs að minnast. Skáklistin hefur vaxið og dafnað enda margir orðnir liðsmennirnir, er lagt hafa hönd á plóginn. Fyrsta alþjóðlega skákmótið, sem Island tókpau í, var 3. Ólympíuskákmótið, sem haldið var í Ham- borg 1930. Síðan hafa íslendingar verið með í nær öllum Ólympíuskákmótunum og oft staðið sig mjög vel. Á 8. Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires 1939 varð íslenska sveitin efst í B-riðli keppninnar. Sú frægðarför var bæði löng og ströng, hún stóð í u.þ.b. fjóra mánuði. Islenskar skáksveitir hafa enn fremur marga hildi háð á öðrum vettvangi s.s. í Sex- landa keppni, Átta-Ianda keppni og Evrópukeppni landsliða. En athyglisverðast er, hversu góðum árangri einstakir skákmenn hafa náð hér heima og á alþjóðlegum vettvangi. Hæst ber árangur Frið- riks Ólafssonar. Hann vakti ungur athygli fyrir kröftuga skákmennsku, og glæsilegur árangur hans kom af stað skákbylgju á íslandi á árunum eftir 1950. Vonlaust er að telja upp alla sigra hans á löng- um skákferli, en mesta athygli vakti sigur hans á Hastingsmótinu 1955 og góður árangur hans í svæðamótinu í Wageningen 1957. Friðrik hreppti þar 2. sœti og komst því á millisvæðamótið í Porto- roz 1958 og hafnaði þar í 5—6. sæti. Þar með vann hann sér rétt tilþátttöku íÁskorendamótinu í Júgó- 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.