Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 50
Vlastimil Hort hylltur og lýstur heimsmethafi og mesti fjöltefliskóngur allra tíma. (Ljósm. Sigurjón Jóhannsson)
stofur, því í upphafi skyldi að því stefnt að setja heims-
met í borðafjölda.
Tæplega 600 manns höfðu tilkynnt Dagblaðinu þátt-
töku í fjölteflinu við Hort þegar ekki voru liðnar fullar
þrjár klukkustundir frá því að fréttin var sögð í útvarp-
inu og Dagblaðið komið á götur borgarinnar. Allar
símalínur blaðsins voru rauðglóandi í margar klukku-
stundir, en hætt var að taka niður nöfn þegar 560 höfðu
verið bókaðir til að taka þátt í heimsmetstilrauninni.
Fjöltefli við yfir 500 manns var í raun ofurmannleg
þrekraun, enda hafði enginn maður lagt í slíka skákraun
í þúsund ára sögu skáklistarinnar fyrr en nú á íslandi.
Klukkan 9.25 árdegis laugardaginn 23. apríl 1977 hóf
Tékkinn Hort hið ævintýralega tafl og átti kappinn við
201 andstæðing í einu. „Hann er sko enginn gúmmítékki
þessi“ var haft á orði. Hort hafði hvítt á öllum borðum
og til að spara tíma og hlaup tilkynnti hann að hann léki
d4 á öllum borðum. Tók síðan á rás og fór mikinn. Var
hann að jafnaði aðeins 10 mín. að fara hringinn og leika
201 leiki. í þessari fyrstu lotu voru mótherjar Horts aðal-
lega ungmenni úr Taflfélagi Reykjavíkur og af Seltjarn-
arnesi og fólk sem DB hafði innritað til keppninnar.
Enda þótt ekki væru allir háir í lofti var liðið engu að síð-
ur harðsnúið, eins og dæmin sanna. Tveir piltar sneru á
Tékkann og knúðu hann til að gefast upp. Nokkrir náðu
jöfnu. Eftir rúmlega 6 tíma taflmennsku tókst meistar-
anum að ljúka tafiinu gegn þessum manngrúa um 4-leyt-
ið. Fyrsta heimsmetið var í höfn.
Að þessu afreki loknu var stillt upp til nýrrar 50 manna
atlögu í „gryfjunni". Umhverfis var ágætis áhorfenda-
pláss og var það allan tímann fullskipað áhorfendum.
Eftir að í gryfjuna var komið þurfti Hort ekki að sýna
aðra eins yfirferð og fyrr, en áreynslan var ægileg, bæði
andleg og líkamleg. Greinileg þreytumerki mátti sjá á
honum eftir að tefia við stóra hópinn, enda borðin nokk-
uð lág og mikil áreynsla fyrir bakið. Milli þess sem Hort
tefidi af ótrúlegu öryggi saup hann ávaxtasafa, alls 20
lítra á meðan á þessu einstæða fjöltefii stóð. Reiknings-
fróðir menn áætluðu að hann hefði gengið yfir 23 km,
enda léttist hann um 2 kíló.
Það kom fljótlega í ljós að Hort var mun sneggri að
leggja 50 manna hópinn „í ljónagryfjunni“ en hann og
skipuleggjendur höfðu reiknað með. Tók það hann að-
eins um tvo tíma enda þótt sterkir skákmenn, m.a. bæði
meistara- og landsliðsfiokksmenn væru meðal kepp-
enda. Fór stjórnun öll nokkuð úr skorðum við þetta.
Höfðu menn verið boðaðir við innritun með 3 klst. milli-
bili, en allt íeystist þetta farsællega, nema hvað margir
gripu i tómt á sunnudeginum, eins og siðar verður að vik-
ið.
Skákin hélt áfram. Hver maðurinn af öðrum gafst upp
fyrir snillingnum, sem virtist búinn tölvuheila. Kom fyrir
að hann taldi að stöðunni hefði verið hagrætt í fjarveru
sinni, menn færðir á borðinu. Var þetta sannprófað og
sjá, Hort hafði rétt fyrir sér. Stálminni hans og glögg-
skyggni virtist ofurmannleg.
Þegar leið á nóttu þóttust menn sjá líkamleg þreytu-
merki á Hort, þó alltaf væri hann snöggur að leika. Tyllti
hann sér gjarna á borðröndina gagnvart andstæðingn-
um. Fótaburðurinn orðinn nokkuð þunglamalegur
sögðu menn og spáðu honum ekki öllu fieiri skákum.
Fimm mínútna hlé milli skiptinga notaði meistarinn til
að skipta um skyrtu eða sokka og slaka örlítið á í litlu af-
drepi á ganginum.
50