Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 35

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 35
skákmönnum að ekki kom til greina að láta hann tefla öðruvísi en við marga í senn. Fyrsta fjölteflið fór fram í KR-húsinu (Bárunni) þriðjudaginn 4. ágúst. Þar var teflt gegn honum eins öfl- ugri sveit og mögulegt var, 40 manns alls. Tvær skákanna tefldi Aljekín blindandi, við Brynjólf Stefánsson og Eggert Gilfer — og vann báðar. Úrslit urðu þau að Aljekín vann 32 skákir, gerði 4 jafntefli og tapaði 4 skák- um. Þeir sem unnu Aljekín voru: Árni B. Knudsen, Einar Þorvaldsson, Frímann Ólafsson og Kristínus Arndal. Jafntefli gerðu Erlendur Guðmundsson, Garðar Þor- steinsson, Guðmundur Bergsson og Hannes Hafstein. Erlendur Guðmundsson sem þarna er nefndur er Er- lendur í Unuhúsi, en hann hafði lengst af betur í viður- eigninni við Aljekín, og héldu flestir að hann mundi vinna, en Aljekín tókst að snúa sig út úr erfiðleikunum að lokum. Greinilegt er að Aljekín hefur þurft að hugsa sig vel um, þvi að taflið stóð frá því kl. 8 á þriðjudagskvöld til kl. langt gengin í 6 á miðvikudagsmorgun. Ein kona tók þátt í fjölteflinu, Guðrún Jónsdóttir kennari við Landa- kotsskólann. Guðrún tefldi í Taflfélaginu um langt skeið, eina konan sem þar kom á fundi á þeim árum, og var í góðu meðallagi að eg held. Hún var ein þeirra er lengst stóð í Aljekín í fjölteflinu. En sú skákin sem síðast lauk var blindskákin við Brynjólf Stefánsson. Sú skák þótti jafnteflisleg, en þegar enginn var eftir nema Brynjólfur, og Aljekín gat sest niður og einbeitt sér að skákinni, hall- aði á Brynjólf og hann tapaði skákinni. Ein skemmtilegasta skákin í fjölteflinu þótti vinnings- skák Einars Þorvaldssonar. En í þessu mikla fjöltefli tefldi Aljekín skák við þá Ásmund Ásgeirsson er hann birti síðar í úrvali skáka sinna. Sú skák er afar vel tefld og er með ólíkindum að hún skuli vera ein af 40 skákum í fjöltefli. Sunnudaginn 9. ágúst tefldi Aljekín svo klukku-fjöl- tefli við tíu bestu skákmenn íslendinga. Brynjólfur Stefánsson sem þá var formaður Taflfélags Reykjavíkur valdi liðið. Þess er getið í Morgunblaðinu, að til séu ein- hverjir jafngóðir eða jafnvel betri sumum þeirra er þarna tefldu, en ekki hafi allir verið jafnfúsir til að tefla. Þegar litið er á liðið saknar maður frekast Jóns Guðmunds- sonar, og svo Þráins Sigurðssonar, Sveins Þorvaldssonar og Ara Guðmundssonar, sem allir voru utanbæjarmenn og sennilega ekki staddir í Reykjavík um þetta leyti. En keppendur voru: Ásmundur Ásgeirsson, Einar Þorvaldsson, Eggert Gilfer, Brynjólfur Stefánsson, Sigurður Jónsson, Hannes Hafstein, Steingrímur Guðmundsson, Árni Knudsen, Garðar Þorsteinsson og Guðmundur Bergs- son. Hver teflandi átti að leika 40 leikjum á 2 stundum og síðan 20 leiki á klukkustund. Aljekín hefur sama um- hugsunartíma að nafninu til en þó í raun miklu minni, því að hann getur ekki verið nema á einum stað í senn og því líklegt að margar klukkur gangi á hann samtímis. Leikar fóru svo að Aljekin tapaði fyrir Hannesi Haf- stein, gerði jafntefli við Einar Þorvaldsson, en vann alla hina. Hann hlaut þannig 8 Zi vinning úr tíu skákum og var það sami árangur og hann hafði náð í sams konar keppni við tíu bestu skákmenn dana nokkru áður. Aljekín kom einnig á fund í Taflfélagi Reykjavíkur og tefldi þá hraðskákir við Eggert Gilfer. Eggert þótti þá einna bestur okkar manna í hraðskák, en Aljekín gaf honum riddara í forgjöf og var þá nokkurt jafnræði með þeim. íslenskir skákmenn kunnu vel að meta komu Aljekíns og voru afar hrifnir af honum, ekki síst af mála- kunnáttu hans og minni. Um það síðastnefnda skrifar Pétur Zóphóníasson í Morgunblaðið: „Mörgum þykir minni dr. Aljekíns mjög mikið, en það er síst um of af því látið. Á laugardaginn er við vorum á leiðinni til Gull- foss, barst talið að skákum hans hér, og þá las hann upp úr sér alla blindskákina milli hans og Eggerts Gilfers. í annað sinn bar skák Ásmundar á góma, og þá var ekki nóg með að hann gæti þulið upp skákina blaðalaust og án skákborðs og manna, svona svipað og einhver þaul- vanur þingmaður væri að halda kjósendaræðu, heldur útskýrði hann leikina og hvers vegna hann og Ásmundur urðu að leika eins og þeir gerðu“. Aljekín var að sjálfsögðu haldið veglegt samsæti á Hótel Borg áður en hann kvaddi, og ríkisstjórnin sæmdi hann riddarakrossi Fálkaorðunnar. Þegar Aljekín var að leggja af stað voru settar í gang tvær samráðskákir, þar sem sex íslendingar tefldu við hann. Fyrstu leikirnir voru leiknir í Reykjavík en skákun- um var svo haldið áfram með loftskeytum. Aðra skákina tefldu þeir Brynjólfur, Eggert og Hannes Hafstein, hina Ásmundur, Einar og Sigurður Jónsson. Aljekín vann báðar skákirnar. Hann gerði skýringar við aðra skákina og birtist hún víða. Heimsókn Aljekíns var mikill merkisviðburður í ís- lensku skáklífi og vakti gífurlega athygli. Sem dæmi um það hve almennur áhuginn var má nefna það að Alþingi frestaði fundi til þess að þingmenn gætu verið viðstaddir fjölteflið og er slíkt sjálfsagt einsdæmi í þingsögunni. Eftir þetta liðu fimm ár áður en nýr gestur kæmi í heimsókn. Ekki var þó sökum skorts á áhuga. Mönnum var það ljósara en nokkru sinni fyrr eftir heimsókn Aljekíns, hve mikilvægt það er fyrir almennan áhuga og eflingu skák- listar að fá afreksmenn til að koma, sýna og kenna. En fjárráðin voru knöpp og sambönd við erlenda skáksnill- inga stopul. Þegar íslendingar sendu sveit á ólympíumótið í Munchen 1936 þótti tilvalið að nota tækifærið til að klófesta einhvern heppilegan mann. Fyrir valinu varð Ludvig Engels. 1936: Ludwig Engels (1905—1967) Þessi þýski taflmeistari hafði þá nýlega kvatt sér hljóðs í skákheiminum. Hann tefldi hressilegan sóknar- stíl, var djarfur og hafði næmt auga fyrir leikfléttum. Ýmsar af skákum hans voru vinsælir gestir í skáktímarit- um og skákþáttum blaða. Sem dæmi um árangur hans á skákmótum áður en hann kom til íslands má nefna: Swinemúnde 1933: 1.—2. Engels og Koch. Nauheim 1935: 1. Bogoljubow 6, 2.—3. Eliskases og Engels 5Vi. Síðan komu Opocensky, Ahues, Stoltz, Richter, Andersen, Rödl og Grob. Á ólympíumótinu í Munchen 1936 tefldi Engels á 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.