Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Page 37
þriðja borði þjóðverja og náði ágætum árangri: 10'/2 v.
úr 17 skákum.
Eftir heimsóknina til íslands hélt Engels áfram að
tefla á skákmótum, oft með góðum árangri. Hann tefldi
aftur á þriðja borði þjóðverja á ólympíumótinu í Buenos
Aires 1939 og stóð sig þar frábærlega vel. Hann lokaðist
inni í Suður-Ameríku eins og fleiri, fluttist til Brasilíu og
gerðist þar skákkennari og þjálfari í stórborginni Sao
Paulo en tefldi lítð á skákmótum.
Engels kom til íslands haustið 1936. Efnt var til mikils
skákmóts í Reykjavík í desember og það kallað Engels-
mótið. Úrslit urðu þessi:
1. L. Engels 12 vinn.; 2. Ásmundur Ásgeirsson 10%;
3.—4. Baldur Möller og Þráinn Sigurðsson 10;
5.—6. Einar Þorvaldsson og Steingrímur Guðmundsson
9; 7. Eggert Gilfer 8%; 8. Konráð Árnason 6%; 9. Sturla
Pétursson 6; 10. Gústaf Ágústsson 5%; 11. —12. Kristján
Kristjánsson og Magnús G. Jónsson 4%; 13. Benedikt
Jóhannsson 4; 14. —15. Ásgrímur Ágústsson og Jóhann
Jóhannsson 2‘/2.
Eins og sjá má af þessari skrá voru þarna saman
komnir flestallir bestu skákmenn íslendinga. Hún ber
einnig með sér að Engels sigraði með nokkrum yfirburð-
um. Hann tapaði einni skák á mótinu gegn Baldri
Möller, en var í annað sinn mjög hætt kominn. Það var
í frægri skák við Konráð Árnason. Konráð átti yfir-
burðatafl, reyndar rakinn vinnig að því er talið var. En
þegar þar var komið biluðu taugarnar og hann lék skák-
inni niður í tap.
Á Skákþingi Reykjavíkur tefldi Engels einnig, sem
gestur, og vann þar annan góðan sigur:
1. L. Engels 8; 2. Ásmundur Ásgeirsson 6; 3. Kristinn
Júliusson 5; 4.—7. Árni Snævarr, Baldur Möller,
Steingrímur Guðmundsson og Sturla Pétursson 3%;
8.—9. Benedikt Jóhannsson og Eggert Gilfer \Vi.
Skæöur innflúensufaraldur gekk í bænum meðan
Reykjavíkurmótið stóð yfir og truflaði gang þess. Meðal
annars tefldi Eggert Gilfer ekki allar skákir sínar.
Engels tefldi einnig utan Reykjavíkur. Meðal annars
brá hann sér til Akureyrar og tefldi þar á skákmóti. Þar
lagði íslendingur hann í kappskák: Guðbjartur Vigfús-
son frá Húsavík sem kom til Akureyrar til að taka hátt
í mótinu. Engels fór einnig til Vestmannaeyja. Hann
tefldi mikið af fjölteflum, m.a. klukkufjöltefli við tíu
snjalla skákmenn á svipaðan hátt og Aljekín, enda
dvaldist hann á íslandi fram á næsta vor.
Gera má ráð fyrir því að um þetta leyti hafi Engels
verið einn af þremur snjöllustu skákmeisturum Stór-
Þýskalands. (Á þessum árum var Austurríki talið hluti af
Þýskalandi). Af árangri hans hér má ráða að hann stóð
feti framar bestu mönnum okkar, enda hafði hann mun
meiri reynslu en þeir í keppni á erfiðum skákmótum.
Ekki er ólíklegt að með meiri og harðari þjálfun hefði
landinn unnið þann mun upp.
1946: Baruch H. Wood (1909—
Nú verður níu ára hlé á erlendum heimsóknum.
Ólypiumótið á Buenos Aires 1939 er síðasta alþjóða-
mótið um sex ára skeið (Reyndar voru haldin nokkur
„fjölþjóðleg" mót á yfirráðasvæði þjóðverja meðan á
styrjöldinni stóð). En árið 1946 kemur enski skákmaður-
inn Baruck H. Wood hingað. Wood var þá kunnastur
fyrir skáktímarit sitt Chess, sem hann hafði hafið útgáfu
á 1935, þá aðeins 26 ára að aldri. Þetta tímarit kemur út
enn, og Wood er enn ristjóri þess og munu ekki aðrir
hafa lengri ritsjórnaferil við skáktímarit. Það naut
mikilla vinsælda og var m.a. talsvert keypt hér á fslandi.
Wood tefldi ekki á skákmóti hér, en tefldi tveggja
skáka einvígi við Ásmund Ásgeirsson og skildu þeir
jafnir. Wood tefldi einnig talsvert af fjölteflum hér og
gekk honum misjafnlega í þeim. Hann var þó einn af
fremstu skákmönnum breta á þessum árum. Heimsókn
Woods hafði mikil áhrif. Hann ritaði ágætar greinar í
tímarit sitt um förina til íslands og um íslenskt skáklíf.
Þessar greinar urðu heilmikil landkynning og juku áhuga
skákmeistara erlendis á landi og þjóð, enda leið ekki
nema tæpt ár þangað til næstu gestir komu.
1947: Yanofsky og Wade
Snemma árs 1947 komu tveir ungir taflmeistarar
hingað í heimsókn og tefldu á skákmóti sem haldið var
í Mjólkurstöðinni við Laugaveg, en salur þar var um þær
mundir mikið notaður til samkomuhalds og skemmtana.
Þetta mót var kennt við Yanofsky.
íslenskir skákmenn þekktu Yanofsky vel frá ólympíu-
mótinu í Buenos Aires 1939. Þar tefldi hann á 2. borði
kanadamanna fjórtán ára gamall, stóð sig frábærlega vel
og vakti mikla athygli. Meðal þeirra sem lágu fyrir hon-
um var Ásmundur Ásgeirsson í lokaumferð mótsins,
þegar ísland sigraði Kanada með 2/2 gegn l'/i.
Daniel Abe Yanofsky er fæddur í Póllandi, en fjöl-
skyldan fluttist vestur um Atlantshaf þegar hann var
ellefu ára gamall, og hann ólst upp í Winnepeg. Þegar
Yanofsky kom til íslands var hann nýbúinn að tefla á
skákmótinu mikla í Groningen, en þar vann hann
Botvinnik. Yanofsky var og er mjög snjall skákmaður, en
hefur látið skákina víkja fyrir starfi sínu. Hann er lög-
fræðingur að mennt og stundaði framhaldsnám í
Oxford. Hann sigraði á Hastingsmótinu 1953 og varð
skákmeistari Bretlands sama ár. Stórmeistaranafnbót
hlaut hann 1964. Yanofsky hefur titað eins bók um skák:
„Chess the hard way“.
Robert G. Wade er fjórum árum eldri en Yanofsky.
Hann er fæddur á Nýja Sjálandi en fluttist til Englands
25 ára gamall og hefur búið þar síðan. Hann hefur tví-
vegis orðið Englandsmeistari í skák (1952 og 1970) og
oftsinnis í enska landsliðinu á ólympíumótum (reyndar
einnig einu sinni með Nýsjálendingum). Annars hefur
Wade unnið sér mest til ágætis sem skákkennari. Meðal
annas sá hann um þætti um skák í breska sjónvarpinu
1975 er hlutu ágæta dóma. Wade hefur skrifað nokkrar
bækur um skák. Hin eina þeirra sem ég hef séð, „Sovét
Chess“ (1968), er barmafull af fróðleik og er minna kunn
en hún ætti skilið.
Eins og áður er sagt tefldu þeir félagar á skákmóti hér
í febrúar—mars. Úrslit urðu þessi:
1. D.A. Yanofsky 6; 2. Ásmundur Ásgeirsson 5;
3. Guðmundur S. Guðmundsson 4; 4.—5. Baldur Möller
og Guðmundur Ágústsson 3; 6.—7. Eggert Gilfer og
R.G. Wade 2%; 8. Árni Snævarr 2.
Yanofsky og Wade tefldu víða fjöltefli og skrifuðu
greinar í tímaritið Skák, auk þess sem þeir skýrðu skákir
frá mótinu.
37