Afmælismót Skáksambands Íslands

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Qupperneq 21

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Qupperneq 21
helgarmótunum þar sem hann hefur sigrað langoftast af öllum islenskum skákmönnum. Sem dæmi má nefna að eftir hver fimm mót eru veitt há aukaverðlaun fyrir bestan heildar- árangur og hefur Helgi hreppt þau í öll fjögur skiptin sem þau hafa verið veitt. Síóan 1976 hefur Helgi ávallt verið með á Ólympíumótum og í átta Ianda keppninni í október 1983 náði hann bestum árangri allra keppenda í landsliðsflokki, hlaut 5‘A vinning af 7 mögulegum gegn þekktustu skákmönnum Norðurlandanna og V-Þýskalands. í skáköldu alþjóðlegra skákmóta sem gekk yfir landið sl. vetur stóð Helgi vel fyrir sínu. Eftir að hafa verið í 3.—4. sæti í Búnaðarbanka- mótinu var 11. Reykjavíkurskák- mótið næst á dagskrá. Þar varð Helgi í 1.—3. sæti og náði sér þar í fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Síðan lá leiðin á Alþjóðlega skák- mótið á Neskaupstað og þar varð Helgi efstur og krækti sér um leið í annan áfangann. Á nýafstöðnu íslandsþinginu 1984 hlaut Helgi 9 vinninga og varð í 4. Á Ólympíumótinu í Saloniki í Grikklandi tefldi Helgi á 1. borði og gerói m.a. jafntefli við Timman og Miles og sigraði Hort, sem einmitt er þátttakandi í þessu afmælismóti SÍ. Nú í janúar 1985 tók Helgi þátt í svæðismótinu í Gausdal í Noregi. Þar hlaut hann 6 vinninga og lenti í 5.—6. sæti. Jón L. Árnason Fæddur 13.1F60 Alþjóðleg ELO-stig: 2505 Jón L. Árnason, 23 ára viðskipta- fræðinemi, fékk óskabyrjun á sínum skákferli með því að setja tvö aldurs- met sem enn standa. Árið 1976 varð hann skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur aðeins 15 ára gamall og árið eftir varð hann síðan íslands- meistari. Frægasta sigurinn vann Jón þó 1977 er hann sigraði á heimsmeist- aramóti unglinga 16 ára og yngri í Cagnes Sur Mer í Frakklandi. Þar skaut hann sjálfum Garry Kasparov ref fyrir rass og er eini íslendingur- inn sem nokkru sinni hefur verið sæmdur heimsmeistaratitli í sínum flokki af Alþjóðaskáksambandinu. Siðan þá hefur Jóni að vísu ekki tekist að halda í við Kasparov en þó oft náð góðum árangri á skákmótum hér heima og erlendis. Hann varð al- þjóðlegur meistari árið 1979 eftir góðan árangur á mótum í New York 1978 og í Póllandi árið eftir. Hann varð síðan íslandsmeistari í annað sinn árið 1982 og Reykjavíkurmeist- ari 1981. Jón sigraði á alþjóðlegum skák- mótum í New York 1980 og í Zug i Sviss haustið 1983 en þar var um að ræða mót æskumanna, 26 ára og yngri. Frá Sviss hélt Jón til Júgó- slavíu þar sem hann tók þátt í tveim- ur alþjóðlegum skákmótum með mjög góðum árangri. Jón hefur verið í Ólympíusveit Is- lands frá 1978 og einnig verið með á öllum Reykjavikurskákmótum frá sama tíma. Þrátt fyrir mikla tafl- mennsku síðustu tvö árin ætlar stórmeistaraáfanginn að láta bíða eftir sér. Bestum árangri á alþjóð- legu mótunum á fyrra náði hann á Alþjóðlega skákmótinu í Grindavík, en þar var Jón í 2.—3. sæti með 7 vinninga. Á íslandsþinginu 1984 lenti Jón i 2.—3. sæti ásamt Margeiri Péturs- syni. Jón tók þátt í tveim alþjóðlegum mótum erlendis 1984. Fyrst á mjög sterku móti í Osló, þar sem hann gerði meðal annars jafntefli við sjálfan heimsmeistarann A. Karpov og síðan á Norðursjávarmótinu í Esbjerg þar sem hann, eftir að hafa tapað fyrir stigalægsta manni móts- ins, hefndi sín á stórmeistaranum A. Miles í einni af sérviskulegu byrjun- unum sem Jón teflir gjarnan. A Ólympíuskákmótinu í Saloniki í Grikklandi 1984 hlaut Jón langbest vinningshlutfall íslensku keppend- anna, eða 7 Vi vinning af 10 og tapaði þar engri skák. Fræg varð skák hans við skák- meistara Sovétríkjanna, stórmeist- arann Sokolov. Þar tefldi Jón stíft til sigurs og hafði yfirspilað Sovét- manninn og stóð til vinnings er heift- arlegt timahrak neyddi báða til að þráleika. Curt Hansen Fæddur 18.9!64 Alþjóðleg ELO-stig: 2505 Heimsmeistari unglinga, Curt Han- sen, teflir í fyrsta skipti hér á landi á afmælismóti Skáksambands ís- lands. Hansen er tvítugur að aldri og ættaður frá Suður Jótlandi. Árang- ur Hansens er glæsilegur undanfarin ár og er þar fyrst að nefna Evrópu- meistaramót unglinga 1981 sem hann vann og var þá útnefndur al- þjóðlegur skákmeistari. Danmerkurmeistaratitilinn vann Hansen 1983, var í fyrsta sæti á Multitabsmótinu á Sjálandi ásamt ungverska stórmeistaranum Adori- an og Norðurlandameistari í Es- bjerg. Á Norðurlandamótinu náði Hansen fyrsta áfanga að stórmeist- aratitli en það hefur engum dönsk- um skákmanni tekist, að Bent Lar- sen undanskildum, siðan Svend Hamann vann áfanga í Barcelona 1973. Á meistaramóti Danmerkur 1984 voru þeir Hansen og alþjóðlegi skák- meistarinn Ole Jakobsen jafnir en einvígið um Danmerkurmeistara- 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.