Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Page 17
Margeir Pétursson er 24 ára nýút-
skrifaður lögfræðingur. Það er með
ólíkindum hverju Margeir hefur
getað afkastað undanfarin ár, því
auk námsins hefur hann skrifað
mikið og reglulega um skák í
Morgunblaðið og teflt manna mest á
mótum út og suður, austanhafs og
vestan. Noregur og Júgóslavía virð-
ast t.d. vera í miklu uppáhaldi hjá
Margeiri og þar hefur hann teflt ár-
lega nú síðustu ár og sigrað oft á
sterkum alþjóðlegum mótum, t.d. í
Hamri 1979 og 1981, Bela Crkva
1982, Gausdal 1983 og 1984 og loks
í Smederveska Palanska í Júgóslavíu
nú í sumar.
Alþjóðlegur meistari varð Margeir
1978 og náði áföngunum í þrem
heimsálfum, í Lone Pine í Banda-
ríkjunum, Gausdal í Noregi og á
Ólympíumótinu í Buenos Aires í
Argentínu. Stórmeistaraáfangar
hafa oftar en einu sinni verið innan
seilingar hjá Margeiri, en heilladís-
irnar snúið við honum baki á sein-
ustu stundu, en því hlýtur að fara að
linna.
í íslensku Ólympíusveitinni hefur
Margeir verið frá 1976 og stóð sig t.d.
mjög vel á seinasta Ólympíumóti í
Saloniki í Grikklandi.
Margeir hefur tekið þátt í öllum
Reykjavíkurskákmótunum frá 1978
og hann var í íslensku sveitinni á
Heimsmeistaramóti ungmenna í
Chicago 1983, en sveitin náði, eins
og margfrægt er, 2. sæti á eftir Sovét-
mönnum.
Einn er þó sá titill innlendur sem
Margeir hefur árangurslaust gert at-
rennu að, en það er íslandsmeistara-
titillinn í skák. Honum hafði næst-
um tekist að hreppa hnossið er hann
var aðeins 15 ára, en þá lenti hann í
1.—4. sæti en missti af titlinum í
aukakeppni.
íslandsþingið 1984 er enn í fersku
minni. Þar lenti Margeir í 2.—3. sæti
með 10 vinninga (af 13), en Jóhann
Hjartarson sigraði með 10Vi vinn-
ing.
Önnur meiriháttar mót inniend
hefur Margeir unnið, hann er t.d. nú-
verandi skákmeistari TR, sigraði í
seinasta helgarmóti í Grundarfirði
og svona mætti lengi telja.
Nú í janúar sl. tefldi Margeir á
svæðismótinu í Gausdal í Noregi
með frábærum árangri.
Þótt fyrsti áfangi stórmeistara-
titils hafi að vísu naumlega smogið
honum úr greipum enn einu sinni,
stóð hann uppi sem sigurvegari í
lokin ásamt Norðmanninum Simen
Agdestein. Þeir hlutu báðir IVi
vinning og á Margeir nú möguleika á
að komast á millisvæðamót fyrstur
íslendinga í meira en tvo áratugi, en
1962 vann Friðrik Ólafsson sér rétt
til þátttöku á millisvæðamótinu í
Stokkhólmi.
Þeir Margeir og Agdestein tefla
einvígi um sæti á millisvæðamótinu
í Reykjavík 4.—9. febrúar.
Margeir er nú stigahæstur ís-
lenskra skákmanna með 2535 ELO-
stig.
Þ.G.
Jóhann Hjartarson
Fæddur 08.02!63
Alþjóðleg ELO-stig: 2530
Jóhann Hjartarson er 21 árs gamall
lögfræðinemi. Hann vakti strax at-
hygli á Skákþingi íslands 1978, þá 15
ára gamall nýliði.
Hann var þá alltaf í toppbarátt-
unni og hefði náð verðlaunasæti ef
ekki hefði komið til óvænt tap í síð-
ustu umferð. Samt var isinn brotinn
og 17 ára gamall varð Jóhan íslands-
meistari árið 1980.
Strax árið eftir náði hann sínum
fyrsta áfanga að alþjóðatitlinum,
það var á síðasta Lone Pine mótinu.
Næstu áfangar að titlinum hafa þó
látið bíða furðu lengi eftir sér og það
var ekki fyrr en á heimsmeistaramóti
sveita 26 ára og yngri í Chicago 1983
að næsti áfangi kom. Þá var aðeins
áfanginn á lokuðu móti eftir, en nú
í janúar sannaði Jóhann tvímæla-
laust rétt sinn til titilsins með því að
ná öðru sætinu í Hamri og efsta sæt-
inu í Gausdal í Noregi.
Jóhann hefur þrisvar verið í íslensku
Ólympíusveitinni og þá má nefna að
hann hefur unnið marga sigra með
Búnaðarbankasveitinni sigursælu,
en hana hefur Jóhann leitt undan-
farin fjögur ár.
Alþjóðlega Búnaðarbankamótið
1984 varð svo mót Jóhanns, þar sigr-
aði hann með glæsibrag heilum
vinningi fyrir ofan næsta mann, og
tók þar ekki aðeins lokaáfanga að al-
þjóðlega meistaratitlinum heldur
einnig 1. áfanga að stórmeistaratitli.
En Jóhann lét ekki þar við sitja held-
ur hélt sigurgöngu sinni áfram og var
í 1.—3. sæti á 11. Reykjavíkurskák-
mótinu og þá var 2. áfangi að stór-
meistaratitli í höfn og tæplea langt
að bíða eftir lokaáfanganum.
Það kom lika í ljós þegar stigalisti
Fide 1984 kom út að Jóhann hafði
heldur betur tekið stórt stökk upp á
við og hækkað um 105 stig og enn
hefur Jóhann hækkað um 10 stig á
nýútkomnum stigalista Fide.
Jóhann er núverandi íslands-
meistari í skák, en hann sigraði á Is-
landsþinginu í september 1984 eftir
harða keppni við hina íslensku titil-
hafa.
Lengi leit út fyrir að Jóhann næði
lokaáfanga að stórmeistaratitli á
Ólympíumótinu í Saloniki í Grikk-
landi 1984 en þá tefldi hann allar 14
skákirnar og stóð sig mjög vel, hlaut
8 vinninga, en þreyta í lokin varð
vafalítið til þess að hann missti af tit-
linum 1 það skiptið.
í janúar sl. tefldi Jóhann á svæðis-
mótinu í Gausdal í Noregi. Þar var
hann lengi í forystu og lenti loks í 4.
sæti með 6V2 vinning.
Blikk&StáL
Bíldshöfða 12 - Sími 686666
17