Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 27
Baldur Pálmason
Byrjunin: Staður og stund
Á Blönduósi 23. júní 1925
Vordagurinn getur verið fagur við Húnaflóa, og þannig
var hann laugardaginn 23. júní 1925. Mikið sólfar og
sunnanstæður þeyr lék um sveitir og þorp í 15—18 stiga
hita.
Sem Blönduósingur verð ég að biðja forláts á því, að
ekki kem ég fyrir mig, hvað ég var að bjástra þennan til-
greinda dag. Það hef ég mér til afsökunar, að ég var þá
á miðju sjötta aldursári einungis.
Ekki er ósennilegt að ég hafi verið á stjái niðri i pláss-
inu eins og oft og einatt, enda þótt ég ætti heima uppi
með brekkunni. Trúlega hef ég þá orðið var mannaferða
kringum læknishúsið, ekki manna úr næstu sveitum í
læknisvitjun, því að þá hefði ég e.t.v. kannast við, heldur
ókunnugra manna með öllu, komna langt að með marga
hesta til reiðar. Ég þekkti lækninn þónokkuð vel, hann
Kristján Arinbjarnar, sem búinn var að eiga heima á
Ósnum í 2—3 ár sem héraðslæknir Austur-Húnvetninga.
Hann hafði látið mig fá lyf, þegar ég var eitthvað lasinn,
og komið oftar en einu sinni heim í torfbæinn til okkar
mömmu, til þess að skoða mig. Því að nokkuð var ég
kvellisjúkur á þeim árum. Og ég bar mikla virðingu fyrir
lækninum, vegna þess að hann var bæði góðmenni og
góður læknir. (Og ég get bætt því við innan sviga, að ég
ber ætíð greinileg merki um handaverk hans, frá því er
hann skar burt úr mér botnlangatotuna fjórum árum
seinna heldur en vorið, sem hér er til umræðu). Kristján
læknir var fyrirmannlegur að ytra útliti, hár og grann-
vaxinn, ljós að yfirbragði og frjálsmannlegur í fram-
göngu. Guðrún læknisfrú var einnig mjög glæsileg kona
og góð. Voru þau hjón í miklum metum meðal Húnvetn-
inga. Ekki áttu þau þó ættartengsl þar um sveitir, því að
Kristján óx upp í Reykjavik, sonur Arinbjarnar Svein-
bjarnarsonar bókbindara og bókaútgefanda, en frú
Guðrún var dóttir Ottós Tuliniusar kaupmanns og út-
gerðarmanns á Akureyri. Þess er vert að geta hér um
Ottó Tulinius, að hann var meðal stofnenda Skákfélags
Akureyrar árið 1919, og hefur Guðrún sagt frá því á
prenti, að faðir sinn hafi löngum setið að tafli með kunn-
ingja sínum á sunnudögum að vetrarlagi, þegar hún var
að alast upp.
En það voru þessir aðkomumenn, þessir gestir læknis-
hjónanna á Blönduósi júnídaginn góða. Hverjir voru
þeir, og hvaða erindi áttu þeir? Þetta voru Eyfirðingar og
Skagfirðingar, 8 að tölu, fulltrúar þriggja taflfélaga þar
um slóðir. Fimm taflfélög, öll norðanlands, höfðu lýst
sig samþykk drögum að sambandslögum, sem Skákfélag
Akureyrar hafði haft frumkvæði um að semja árið áður
(1924) og dreifa meðal skákfélaga fyrir norðan og sunn-
an. Elzta og stærsta taflfélag landsins, Taflfélag Reykja-
Greinarhöfundur, Baldur Pálmason, var gjaldkeri Skáksambands
íslands 1958—66.
víkur, hafði ekki fallizt á drögin, vildi t.d. ekki una því
að skákþing íslands, sem haldið hafði verið á snærum
þess síðan 1913, yrði framvegis haldið jöfnum höndum
utan Reykjavíkur og innan. Forvígismennirnir á Akur-
eyri héldu þó striki sínu, komu upp bráðabirgðastjórn
fyrir sambandið með Ara Guðmundsson bankamann
fyrir formann eða forseta og ákváðu að koma upp mál-
gagni. Var Þorsteinn Thorlacius bókhaldari á Akureyri
fenginn til að ritstýra því, og kom fyrsta hefti þess út í
maí 1925, mánuði fyrir Blönduósfundinn, undir nafninu
íslenskt skákblað. Þar lætur einn aðalhvatamaður skák-
sambandsmálsins, Sigurður Einarsson Hlíðar dýra-
læknir, í ljós þá skoðun að tilfinnanlega hafi vantað und-
irstöðu eðlilegrar framþróunar skáklistarinnar hérlend-
is, og með sambandsstofnuninni fáist sá tengiliður milli
skákmanna á landi hér, sem verði mestur aflgjafi.
Ekki er ósennilegt að fyrsti aðalfundur — og eiginleg-
ur stofnfundur — Skáksambands íslands hafi verið
ákveðinn á Blönduósi, til þess að auðvelda skákmönnum
að sunnan að sækja hann, ef þeir hyrfu að því ráði að
gerast stofnaðilar. Svo fór þó ekki. Félögin, sem fulltrúa
áttu á stofnfundinum voru: Skákfélag Akureyrar, Skák-
félag Hörgdæla, Taflfélag Sauðárkróks og Skákfélag
Blönduóss. Þegar að fundinum kom, munu tvö önnur
félög hafa lýst samþykki sínu við sambandslagadrögin
og því talizt meðal stofnfélaga: Skákfélag Siglufjarðar
og Skákfélag Hvammstanga — en þau sendu ekki full-
trúa á fundinn.
Einn Akureyringanna, sem lagði leið sína ríðandi vest-
ur yfir Öxnadalsheiði og Vatnsskarð i fylgd félaga sitma
27