Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 11
Avarp
borgarstjóra
Forráðamenn íslensku skáklistarinnar hafa glatt
okkur oft á undanförnum árum með stórgóðum
mótum. Þar hefur leikmönnum erlendra herstjóra
af betri gerðinni lostið saman við andstæðinga, sem
stýrt hefur verið af okkar snillingum. Þessi mót hafa
auðvitað verið misjöfn af styrk og fjölda, en oftast
átt það sammerkt að vera skemmtileg. Sum þeirra
hafa verið með þeim sterkustu, sem völ er á hverju
sinni, og allt upp í mesta stórvirkið, sjálft heims-
meistaraeinvígið. Afleiðing af allri þessari viðleitni
hefur m.a. orðið sú, að í hugum margra erlendra
manna, sem minna hafa þekkt til Reykjavíkur en
vert vceri, er nafn borgarinnar iðulega tengt skák-
inni. Hefursú óformlega skáknafnbót oftaren ekki
orðið til þess, að slíkir menn hafa ákveðið að afla
sér meiri fróðleiks um þennan stað, og jafnvel gert
reka að þvíað komast hingað. Auðvitað er allt slíkt
þakkarvert ogfengur að þess háttar landkýnningu.
En hitt vegur þó hér eftir sem hingað til þyngra, að
mótin eru tilþess fallin að glæða vilja og elju hinna
fjölmörgu skákáhugamanna hér á landi. Ég er
þannig ekki í vafa um, að til slíkra móta hafa þeir
ungu meistarar, sem mestar vonir eru bundnar við
nú, sótt bæði fróðleik og hvatningu.
Það mót, sem nú er haldið, sómir sér vissulega
við hlið hinna fyrri og er glæsilegt tákn um þrótt-
mikið starf Skáksambands íslands í 60 ár. Hér má
margt þekkt nafnið sjá, sem hefur löngum átt fast
sæti í efstu röð sterkra alþjóðlegra móta. Og enn
eykur það ánægjuna, að í hópnum eru nokkrir
þeirra stórmeistara, sem við höfum haft hvað mesta
reynslu af síðustu viðburðaríku skákáratugina. Það
er jafnvel svo, að við íslendingar þykjumst eiga
orðið dálítinn hlut í sumum þeirra. En jafnframt
fögnum við sérstaklega þeim, sem eru rétt að byrja
að rækta vináttu við íslenska skákmenn og þjóð
þeirra.
Sú breiðfylking efnilegra skákmanna, sem
sprottið hefur fram á undanförnum árum hér á
landi, fær nú að kljást við verðuga andstæðinga,
sem fengur er í að leggja af velli, þótt ekki sé nema
vegna sigurgleðinnar einnar saman. En hitt er
einnig mikilvægt, að þeir og allir aðrir skákáhuga-
menn fá hér enn gott tækifœri til að blaða í holdi
klæddum kennsluritum í skák, af bestu gerð.
Ég get auðvitað ekki almennilega leynt því, að ef-
tirvænting mín eins og margra annarra tengist
nokkuð velgengni „okkar manna“. En samt sem
áður óskum við óhikað okkar góðu „andstæðing-
um“ og gestum velgengni og leikgleði. Skáksam-
bandi íslands og forráðamönnum þess eru færðar
þakkirfyrir áræði og dugnað og þann myndarskap,
sem þeir sýna á þessum merku tímamótum í sögu
þess.
Davíð Oddsson
11