Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 28
Læknishúsið gamla á Blönduósi, þar sem stofnfundur Skáksambands
íslands var haidinn. Það var reist 1901. Fjær er lægri viöbygging, sem
var sjúkraskýli, byggt 1923 í tíð Krístjáns Arinbjarnar.
í skákfélaginu, var Jón Sigurðsson, 27 ára gamall starfs-
maður klæðaverksmiðjunnar Gefjunar, hafði þar titil-
inn litunarmeistari. Jón er annar tveggja sem enn er á lífi
af þeim er þarna voru á ferð fyrir nær 60 árum. Jón fékk
það embæti á stofnfundinum að skrá fundargerðina,
þótt ekki færi hann með fullt umboð félags síns með at-
kvæðisrétti. Jón var í tölu beztu skákmanna á Akureyri
á þessum árum og hinum næstu og auk þess áhugasamur
í félagsmálum. Hann var kjörinn varaforseti sambands-
ins á aðalfundinum 1926, sem haldinn var á Akureyri.
Fyrir 20 árum, á 40 ára afmæli Skáksambands íslands,
var Jón gerður að heiðursfélaga ásamt fyrsta forseta
sambandsins, Ara Guðmundssyni, sem var þá enn á lífi.
Jón Sigurðsson, aldursforsetinn meðal núlifandi heið-
ursfélaga sambandsins, er orðinn 87 ára gamall og hefur
átt heima suðvestanlands nær 40 ár. Hann vann hjá
Kaupfélagi Borgfirðinga í 7 ár, síðan var hann lengi
starfsmaður verksmiðju J.B. Péturssonar í Reykjavík og
fékkst einnig við húsvörzlu og innheimtustörf. Heilsa
hans hefur nokkuð látið undan síga, og dvelur hann nú
í íbúðastofnun aldraðra við Dalbraut. Ég gekk til hans
á dögunum og spurði, hvort hann minntist ekki ennþá
Blönduósferðarinnar vorið 1925.
Jú, víst hafði hún ekki liðið honum úr minni, ekki í
hinum stærri dráttum. Hann sagði að Sigurður Hlíðar
hefði haft forgöngu um ferðina vestur til Blönduóss.
Hann hefði látið boð út ganga meðal skákfélagsmanna
á Akureyri og beðið þá að gefa sig fram, sem hefðu
áhuga á að taka hesta á leigu og riða vestur héruð um
Jónsmessuleytið, á mörkum vors og sumars. Nokkrir
gáfu sig fram, og varð hópurinn 5 manns. Þeir voru: Sig-
urður E. Hlíðar dýralæknir, Ari Guðmundsson banka-
maður (forseti bráðabirgðastjórnar), Hannes Arnórsson
ljósmyndari, Ingvar Guðjónsson útgerðarmaður og Jón
Sigurðsson. Tveir þessara manna voru Húnvetningar að
uppruna, Hannes frá Bjarnastöðum í Vatnsdal og Ingvar
28
frá Neðra-Vatnshorni í Línakradal. Báðir voru þeir út-
nefndir til fullgildra fundarmanna á stofnfundinum
ásamt Sigurði, því að þrír menn skyldu þar hafa atkvæð-
isrétt af hálfu Akureyringa.
Þeir ferðafélagarnir lögðu af stað árla dags 22. júní og
riðu sem leið lá upp Öxnadalinn. Þar bættist sjötti mað-
ur í hópinn, Skafti Guðmundsson búfræðingur frá
Gerði, sem var fulltrúi Skákfélags Hörgdæla (bróðir Ara
Guðmundssonar, nú 90 ára). Áfram var haldið yfir
Öxnadalsheiði og langleiðina yfir um Skagafjörð, áður
en þeir tóku gistingu á Víðimýri. Fengu þar bezta beina.
Voru þá 45 km ófarnir til Blönduóss og var þangað
komið upp úr hádegi daginn eftir. Þann sama dag var
stofnfundurinn haldinn á heimili læknishjónanna,
Kristjáns og Guðrúnar Arinbjarnar. Kristján læknir var
fulltrúi skákfélags staðarins, og svo voru þarna komnir
tveir mætir Skagfirðingar: Sigurður Á. Björnsson hrepp-
stjóri á Veðramóti og Gísli Magnússon á Frostastöðum,
og var Sigurður aðalfulltrúi Taflfélags Sauðárkróks.
Hér á við að skjóta inn örstuttri greinargerð um fund-
arstörfin, samkv. skýrslu Sigurðar Hlíðar í 2. tbl. ísl.
skákblaðs. Ari Guðmundsson stýrði fundinum og Joni
Sigurðssyni var falin fundarritun. Miklar umræður urðu
um sambandslagafrumvarpið, sem var þarna til lokaaf-
greiðslu. Þótt ekki væri að öllu leyti gengið til móts við
þær óskir, sem talið var að Taflfélag Reykjavíkur hefði
um lagasetningu, var þess vænst að þetta aðalfélag ís-
lenzkra skákmanna gæti senn gengið í skáksambandið á
grundvelli hins sanna félagslyndis, en svo væri ráð fyrir
gert að í sambandinu skipaði jafnréttishugsjónin æðsta
sæti. — Sett voru þau skilyrði fyrir upptöku í sambandið
að félög hefðu ekki lög eða reglur, sem færu í bága við
sambandslög, að félagsmenn þeirra væru a.m.k. 10 tals-
ins og greitt yrði 1 kr. inntökugjald fyrir hvern þeirra, en
þó hæst 50 kr. Árgjald skyldi einnig verða 1 kr. fyrir fé-
lagsmann. Á aðalfundi sem halda skyldi í tengslum við
skákþing íslands, skyldi hvert sambandsfélag eiga 1 full-
trúa fyrir hverja 20 félaga eða brot úr þeirri tölu, sem
stærra væri en helmingur. Stjórnina skyldu skipa 3
menn: Forseti, ritari og gjaldkeri og þrír til vara. Stjórn-
arkosning fór þannig: Ari Guðmundsson var kosinn
forseti, Kristján Arinbjarnar ritari og Jóhann Havsteen
á Akureyri gjaldkeri. Frásögn sinni í ísl. skákblaði lýkur
Sigurður Hlíðar með þessum orðum: Fundurinn fór vel
fram, og naut hlýleika og gestrisni læknishjónanna við.
Jón Sigurðsson sagði mér að þeir aðkomumenn hefðu
fengið gistingu í kvennaskólahúsinu á Blönduósi. Og um
hádegið næsta dag, sem var sunnudagur og Jónsmessa,
sátu þeir matarveizlu hjá læknishjónunum, svo að ekki
gerðu þau endasleppt við skákfulltrúana úr austurvegi.
Að loknum málsverði og drukkinni hestaskál stigu
Eyfirðingar og Skagfirðingar á bak reiðskjótum sínum
og héldu nú austur um Norðurárdal á Skaga og Koluga-
fjall til Sauðárkróks. Var þá orðið kvöldsett og gisting
tekin á hótel Tindastóli (að því er Jón minnir). Næsta
dag riðlaðist hópurinn. Sumir fóru fram Skagafjörð og
aftur til baka yfir Öxnadalsheiði, en Jón og Ari héldu
austur í Hjaltadal og gistu næstu nótt á Reykjum. Þaðan
riðu þeir svo daginn eftir fjallveginn milli Hjaltadals og
Hörgárdals í Eyjafirði. Hann liggur meðfram aðaljökl-