Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 51

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 51
Frá Maraþonfjöltefli Horts í Valhúsaskóla 1977. (Ljósm. Sigurjón Jóhannsson) í fyrsta sinn um árabil var Seltjarnarnes annað og meira en bara „svefnbær“. Úti í regnúða næturinnar sáust menn koma víghreifir með töflin sín undir armin- um. Áhorfendur skorti ekki heldur, sumir hverjir komnir af vínveitingahúsum borgarinnar. Þeir virtust una sér vel við að virða fyrir sér fjöltefliskónginn og fórnardýr hans. Þegar morgunsólin tók að baða Nesið geislum sínum stóð Hort enn á báðum fótum, gagnstætt hrakspám ým- issa, búinn að slá ævagamalt met Svíans Stáhlbergs, 400 skákir í fjöltefli. Þrátt fyrir yfirlýsingu um 444 skákir, hélt Tékkinn sínu striki og tilkynnti að hann hefði sett stefuna á 550 skákir. Hort var jafnan fagnað með lófataki þegar hann gekk í salinn eftir örstutta hvíld. Hann brosti breitt og virtist ánægður. Hélt síðan áfram að tefla eins og vél. Mönnum taldist til að hann hefði alls leikið 15000 leiki. Síðustu skákinni lauk kl. 9.45 um morguninn, eftir 24 klst og 20 mín samfellda taflmennsku. Þá var kappinn orðinn kampakátur og skemmti áhorfendum með gam- anorðum. Þrjú heimsmest höfðu verið sett. Hver skák tók að meðaltali aðeins 2 mínútur og 40 sekúndur, sem einnig var heimsmet. Alls vann Hort 477 skákir, gerði 63 jafntefli og tapaði 10 skákum. Viningshlutfallið því 92,5%, ögn lakara en hjá Stáhlberg, enda fyrirstaða vafa- lítið meiri. Fjórða heimsmetið má segja að hafi einnig verið sett. Hort tefldi við 0,25% íslensku þjóðarinnar, slíkt hlutfall af þátttöku heillar þjóðar í einu fjöltefli er met sem seint verður slegið. Enn streymdu menn að, sumir velútsofnir með töflin sín, tilbúnir til atlögu. Þeirra beið þó aðeins að taka þátt í fagnaðarlátum og húrrahrópum er gullu við til heiðurs Vlastimil Hort, mesta fjöltefliskóngi allra tíma. Fjar- stæðukennd hugmynd, aprílgabb, var orðið að veru- leika. Til minningar um þennan heimssögulega atburð og eftirminnilegu skákraun var ári síðar festur upp minnis- skjöldur úr kopar á hlið Valhúsaskóla, sem lengi mun halda nafni hins hugdjarfa meistara, heiðursmannsins Horts, á lofti. Eftirmáli Daginn eftir hélt bæjarstjórn Seltjarnarness boð inni og þar var Hort sýndur margvíslegur sómi. Magnús Er- lendsson, forseti bæjarstjórnar afhenti honum forkunn- arfagra og hagalega skorna hvaltönn á skreyttum harð- viðarpalli með silfurskjöldum að gjöf frá Seltirningum. Jón Birgir Pétursson, fréttastjóri DB og aðalfulltrúi þess á mótsstað, afhenti Hort fagran rósavönd. í einni rósinni var fagurlega gerður gullhringur með bláum safírsteini, skreyttur skákmynstri úr hvítagulli. Forseti skáksam- bandsins afhenti stórmeistaranum skjal til staðfestingar heimsmetunum. Loks gekk fram óboðinn gestur, Frank Michelsen, úrsmiður, og færði Hort sérstaklega vandað svissneskt armbandsúr að gjöf, og kvaðst vona að í hvert sinn sem hann heyrði það hringja, minntist hann íslands. Við öll þessi miklu og óvenjulegu vinahót hafði hörku- tólið Hort ekki lengur vald á tilfinningum sínum, hann hreinlega „stóðst ekki lengur mátið“ og þakkaði fyrir sig hrærðum rómi. PELSINN Kirkjuhvoli, sími 20160. 51

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.