Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Qupperneq 39
Guðmundur G. Þórarinsson:
Heimsmeistara-
einvígið 1972
Vangaveltur
Nú eru liðin rúm 12 ár frá því að
heimsmeistareinvígið í skák fór fram
í Reykjavík 1972 og mikið vatn runn-
ið til sjávar.
Þegar Þráinn Guðmundsson,
varaforseti Skáksambandsins, kom
að máli við mig og bað mig að skrifa
dálitla grein um einvígið á þessu 60
ára afmælisári S.í. fann ég glöggt
hve langur þessi tími er orðinn.
Myrkur gleymskunnar færist óðum
yfir atvik og atburði, fjarlægðin
verður meiri og meiri og því æ erfið-
ara að draga fram ýmis tilvik, sem
hvergi hafa komið fram, en hafa sitt
gildi og jafnvel höfðu áhrif á gang
mála á sínum tíma.
Margir munu segja að meira hafi
verið rætt og ritað um Heimsmeist-
araeinvígið 1972 en flesta aðra skák-
viðburði. Atburður þessi varðveitist
því betur en flestir aðrir. Um einvígið
voru ritaðar margar bækur í mörg-
um löndum auk fjölmargra greina,
sem víða hafa birst. Þetta má allt til
sanns vegar færa. Hins vegar finnst
okkur mörgum, sem upplifðum
þetta einvígi, tókum beinan þátt í
atburðunum og tókumst á við
vandamálin, að flestar þessar frá-
sagnir séu aðeins yfirborðið, aðeins
reykurinn af réttunum.
Ekki þarf það nú endilega að vera
rétt, því sínum augum lítur hver á
silfrið, en hitt væri áreiðanlega
ávinningur, ef þeir, sem beinlínis
tengdust einvíginu, settust niður og
rituðu á blað blað frásagnir af atvik-
um, sem þeim lifa í minni.
Nú er rétt að fram komi, að þeir
Guðlaugur Guðmundsson og Þráinn
Guðmundsson hafa dálítið skrifað
um einvígið en of lítið.
Reyndar batt ég alltaf miklar vonir
við, að Guðlaugur mundi skrifa
meira. Vafalaust er hann ritfærastur
okkar, sem sátum í stjórn Skák-
sambandsins á þessum tíma. Hann
er raunar þjóðkunnur af bókum sín-
um, sem hann hefur ritað á þeim fáu
stundum, sem hann hefur getað
slitið lausar frá annasömu starfi á
öðrum vettvangi. Guðlaugur hefir
því bæði hæfnina og þekkingu á
málefninu til þess að geta ritað um
einvígið.
Þráinn hefur svipsinnis drepið
niður penna en of sjáldan. Þráinn
hefur nú unnið meira að málefnum
skáklistarinnar á íslandi en flestir
aðrir og þekkir sögu einvígisins mjög
vel. Því gæti hann margt um þetta vel
ritað. En Þráinn gæti líka haft frum-
kvæði að því að safna í útgáfu Skák-
sambandsins greinum um einvígið
frá þeim ýmsu aðilum sem að einvíg-
inu komu.
Mér dettur strax í hug að nefna
nokkur nöfn. Væri t.d. ekki ávinn-
ingur að fá menn eins og Ásgeir Frið-
jónsson, Hilmar Viggósson og Guð-
jón Stefánsson til að skrifa nokkur
orð? Allir þessir menn gjörþekktu
gang mála. Þessir menn voru meðal
þeirra, sem mestan hita og þunga
báru í dagsins önn.
Hvað með Guðmund Arnlaugs-
son? Mig minnir nú reyndar, að hann
yrði að gangast undir þau skilyrði
þegar hann tók að sér aðstoðardóm-
arastarfið að skrifa ekki um einvígið.
Hvað með Friðrik Ólafsson, Jó-
hann Þóri Jónsson, Baldur Möller,
Hómstein Steingrímsson, Feystein
Jóhannsson, Sæmund Pálsson,
Kristínu Benediktsson, Gísla Gests-
Menntamálaráðherra Magnús Torfi Ólafsson setur heimsmeistaraeinvígið í Þjóðleikhúsinu að
öðrum keppandanum R. Fischer fjarverandi.
39