Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 53
Áskell Örn Kárason:
Skák í skj óli
Skák er í eðli sínu félagsleg íþrótt.
Félag tveggja eða fleiri þarf til að
tefla skák. Svo skákin veki áhuga og
athygli sem keppnisíþrótt og verðugt
viðfangsefni þarf félag fleiri en
tveggja. Til þess þarf nokkurt fjöl-
menni.
Þegar við lítum í kringum okkur í
heiminum blasir við að skákin
blómgast einkum í stórborgum.
Moskva, London, New York . . . Á
íslandi hafa öngvar stórborgir verið
en skáklíf þó dafnað með ágætum.
Fyrr meir tefldu menn á hverjum bæ
í Húnavatnssýslu og þurfti ekki stór-
borg til. Á seinni árum hefur orðið
vart þeirrar þróunar að menn eru
feimnir við að tefla opinberlega hér
á landi nema helst í Reykjavík. Sem
sagt stórborgarskák, einnig hér hjá
okkur. Einföld skýring á þessari þró-
un er vandfundin, en nærtæk sú
hugsun að skákiðkendum hafi
fækkað og grundvöllur fyrir skák-
iðkun í fámennari byggðarlögum því
raskast. Önnur tilgáta er sú að tóm-
stundum sé nú fremur en áður varið
í skipulegu starfi klúbba og félaga. f
fámenni verður þá örðugra að upp-
fylla lágmarkskröfur um aðstöðu og
félagatal sem þarf til að halda skipu-
legu skákstarfi gangandi. Þá má
færa fyrir því rök að aukin áhersla á
skákina sem keppnisíþrótt og útrás
þjóðrembu („hin mikla skákþjóð ís-
lendingar“, smáþjóðin sem er stór-
veldi í skákheiminum“), hefur
a.m.k. að einhverju leyti dregið úr
gildi hennar sem almenningsíþrótt-
ar. Þannig verður þess álits vart að
aðeins sá sem sannanlega er snilling-
ur eða í það minnsta efni í snilling
eigi að tefla á kappmótum. Hinir
eiga bara að horfa á.
Nú má vera að samanburður á
skáklífi á höfuðborgarsvæðinu og
landsbyggðinni segi okkur meira um
framfarir í þéttbýlinu en afturför
sveitamanna. Hér gildir líka reglan
um að þangað leitar auðurinn þar
sem mikið er fyrir. Knáir taflmenn
leita sér frama og vegsemdar í höfuð-
borginni og flytja með sér dýrmæt
skákstig úr heimahéraði.
Eins og nú er komið málum telst
það orðið meiriháttar fötlun fyrir
skákmann að vera búsettur utan
Suðvesturhornsins.
Svo er nú það. Hvað ætli sé þá til
úrbóta, eða er þeirra þörf? Vitað er
að sú þróun og ástand sem hér er lýst
hefur lengi verið hyggnum mönnum
áhyggjuefni og margt borið á góma
hin síðari ár. Yfirstjórn skákhreyf-
ingarinnar hefur nokkuð fjallað um
ástandið og gert vissar tilraunir með
úrbætur. Helgarskákmótin góð-
kunnu í umsjá Jóhanns Þóris hafa
einnig verið skipulögð með það í
huga að gefa landsbyggðarskák-
mönnum aukin tækifæri. Gallinn er
sá, að þrátt fyrir góðar tilraunir er
ekki merkjanlegt að skipulagt skák-
starf hafi aukist að mun, jafnvel
dregið úr því. Sem þýðir að betur má
ef duga skal.
Mig langar hér að lauma að
nokkrum hugmyndum til úrbóta.
Þær eiga það allar sameiginlegt að
kosta nokkurt fé og gætu jafnvel
orðið til þess með óbeinum hætti að
skerða möguleika höfuðborgarskák-
manna að einhverju leyti. Það er
kannski helsta ástæða þess að þær
munu ekki teljast nema í meðallagi
raunhæfar.
— Gerður verði út erindreki á veg-
um S.í. eða opinberra aðilja sem
ætlar sér að leiðbeina og hvetja
til stofnunar félaga og skipulegs
skákstarfs sem viðast á landinu.
Þannig sé veitt fræðsla og ýmis-
konar hagnýt fyrirgreiðsla í efn-
um svo sem skákstjórn og skák-
mótahaldi, öflun tækja og
áhalda, fyrirkomulagi unglinga-
starfs.
— Undinn sé að því bráður bugur
að efla skólaskákina og er þá
brýnast að auka fræðslu til kenn-
ara. Ofangreindur erindreki gæti
hugsanlega nýst í þessu máli.
Vinna verður markvisst að því að
skólaskákin sé grunnurinn sem
skáklíf ungmenna byggist á.
„Skáklíf ungmenna“ er það hrá-
efni sem „öflugt skáklíf" mótast
úr.
— Reglubundið skákmótahald
verði skipulagt úti á landi, þ.á m.
landshlutamót sem gefi eftir-
sóknarverð réttindi (t.d. þátttöku
í landsliðsfl.), deildakeppni og
að Skákþing íslands fari ekki
alltaf í öllum flokkum fram í
Reykjavík. Nauðsynlegt er að til-
viljanir eða skyndilegur stundar-
áhugi stjórni því ekki eingöngu
hvenær mót skuli haldin úti á
landi, heldur sé um þetta gerð
áætlun til lengri tíma. Til eru
fleiri hugmyndir um nýjungar í
mótahaldi sem mögulegt er að
hrinda í framkvæmd ef áhuginn
er nægur.
Heimamenn, sveitavargurinn
sjálfur, verður að sýna aukinn
dugnað. Vonandi kemur hann
með auknum möguleikum. E.t.v.
er nauðsynlegt að setja svæða-
sambönd á laggirnar.
Er þetta nokkurt mál?
53