Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 15
KEPPENDUR
Á 60 ÁRA AFMÆLISMÚTI S.1.1985
Arthur Jusupov
Fæddur 13.02!60
Alþjóðleg ELO-stig 2590
Artur Jusupov er stigahæsti skák-
maður þessa móts. Hann er af hinni
ungu kynslóð sovéskra stórmeistara,
fæddur 13. febrúar 1960 og er því á
líku reki og þeir félagarnir Margeir
Pétursson og Jón L. Árnason.
(Nánar tiltekið er hann aðeins tveim-
ur dögum eldri en Margeir. Þeir eiga
báðir 25 ára afmæli á meðan á mót-
inu stendur).
Jusupov skaut upp á stjörnuhimin
skáklistarinnar með glæsilegum
sigri á Heimsmeistaramóti unglinga í
Innsbruck 1977, þá aðeins 17 ára
gamall. Eins og aðrir er vinna mót
þetta var hann útnefndur alþjóðleg-
ur meistari fyrir afrek sitt. Jusupov
sannfærði skákheiminn um að sigur
hans í Innsbruck var engin tilviljun
því ári seinn er hann enn gjaldgengur
í Heimsmeistaramóti unglinga í Graz
og hreppir nú annað sætið með 10 v.
af 13, sem í flestum tilvikum hefði
dugað til sigurs, en landi hans,
Sergey Dolmatov að nafni gerði bet-
ur og náði 10 Vi v. og þar með titlin-
um af Jusopov. I árslok 1978 fær svo
Jusupov eldskírn sína í hinni öflugu
úrslitakeppni sovétmeistaramótsins.
Hann lendir í miðjum hóp keppenda
og má vel við una, aðeins 18 ára
gamall og lítt sjóaður í mótum sem
þessum, þar sem meðalstig kepp-
enda eru sjaldnast undir 2500 og
ofan í kaupið, allflestir með stór-
meistaranafnbót! En nú fara vonir
þær sem bundnar voru við Artur
Jusupov að rætast. f úrslitakeppni
Sovétmeistaramótsins 1979 hreppir
hann 2. sætið á eftir Geller. Næstu
menn fyrir neðan Jusupov eru Bala-
sjov og hinn 16 ára gamli Gari Kas-
parov og enn neðar á töflunni má sjá
nöfn frægra kappa t.d. Vaganjan,
Beljavski og sjálfan Mikail Tal.
Meðalstig keppenda á móti þessu
voru 2533.
Jusupov var svo sannarlega kom-
inn í gang. 1980 sigrar hann um
sumarið á Vestursjávarmótinu í
Esbjerg og deilir öðru sætinu um
haustið á öflugu stórmóti í Urbas í
Búlgaríu. Fyrir árangur þennan var
hann í árslok 1980 útnefndur stór-
meistari í skák, aðeins tvítugur að
aldri. 1981 hægði piltur örlítið á
ferðinni, en kom tvíefldur til leiks
1982 og sigraði með glæsibrag á
sovéska svæöamótinu í Erevan og
tryggði sér þar með þátttökurétt á
millisvæðamótinu í Toluca seinna á
árinu. í Toluca hafnaði hann í 4.—7.
sæti, vinning á eftir sigurvegurunum
þeim Portich og Torre. Jusopov var
valinn í Ólympíulið Sovétmanna sem
keppti og sigraði í Luzern 1982.
Hann náði frábærum árangri og
hlaut 8 vinninga í 10 skákum. Hann
hefur verið fastamaður í landsliðinu
síðan. í Evrópukeppni landsliða í
Plovdin 1983 tefldi hann allar skák-
irnar í úrslitakeppninni og fékk 5 Vi
v. af 7.
Á síðasta ári í Sarajevo í Júgó-
slavíu deildi hann 3. sætinu með Van
der Wiel á öflugu stórmeistaramóti
sem þeir Kortchnoi og Timman
unnu. Hann var í Sovétliðinu sem
mætti heims-úrvalinu í London í
sumar og í sigurliði Sovétmanna á
Ólympiumótinu í Þessaloniku.
Það er ljóst að skákunnendum er
mikill fengur að komu þessa kunna
stórmeistara og verður gaman að
fylgjast með framgangi okkar
manna i viðureigninni við kappann í
mótinu.
Óttar Felix Hauksson
Boris Spassky
Fæddur 30.0F37
Alþjóðleg ELO-stig: 2580
Ekki ætti að vera þörf á því hér að
hafa mörg orð um stórmeistarann og
fyrrverandi heimsmeistara Boris
Spassky, svo kunnur er hann íslensk-
15