Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 23

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 23
titilinn vann Hansen sannfærandi með þrem vinningum gegn engum. Á heimsmeistaramóti unglinga sem haldið var í Finnlandi síðastliðið haust sigraði Hansen með 10 Vi vinn- ing af 13 mögulegum og fær annan áfanga að stórmeistaratitli. íslenski skákmaðurinn Karl Þorsteins, var þriðji á sama móti en þátttakendur voru 49 talsins. Á svæðamótinu í Gausdal nú í janúar hafði Hansen ekki árangur sem erfiði en timinn bíður þessa unga skákmanns á þeim vettvangi. Danskir skákunnendur binda miklar vonir við framtíð Hansens og árangur hans hefur vakið almenna athygli. í oktober 1983 telfdu þeir Larsen og Hansen tvær skákir með hálfrar klukkustundar umhugsunar- tíma á skák í Det Nye Teater í Kaup- mannahöfn. Áhorfendur sem voru 800 talsins frá allri Danmörku sáu þar Hansen vinna fyrri skákina og Larsen tapa þeirri síðari eftir grófan afleik í vinningsstöðu. Curt Hansen hefur traustan skák- stíl, teflir nákvæmt í vörn og sókn og hann getur einnig sópað að sér vinn- ingum eins og árangurinn á heims- meistaramóti unglinga sýnir ljós- lega. Á.B.J. John van der Wiel Fæddur 09.08!59 Alþjóðleg ELO-stig 2500 John van der Wiel er hollenzkur stórmeistari 25 ára gamall og núver- andi skákmeistari Hollands. Bezti árangur hans á síðasta ári var þriðja til fjórða sæti með Jusupov í Sara- jevo á eftir Korchnoi og Timman. Árið 1982 vann van der Wiel skák- mótið í Novi Sad en í því tóku þátt 14 skákmeistarar, meðal annarra Ribli, Smejkal og Romanishin. Van der Wiel þykir tefla djarft og andstæð- ingum sínum kemur hann á óvart með því að brydda upp á nýjungum í byrjunum sem er árangur af þolin- móðri heimavinnu. Við fáum nú að kynnast þessum hollenzka skákmanni á afmælismóti S.í. en landi hans Timman er vel kunnur hér á landi af þátttöku í Reykjavíkurmótum og skrifum í tímaritinu Skák. Á.B.J. Guðmundur Sigurjónsson Fæddur 25.09!47 Alþjóðleg ELO-stig: 2485 Um langt árabil hefur Guðmundur Sigurjónsson verið einn okkar öflug- asti skákmaður eða allt frá árinu 1965 þegar hann varð fyrst íslands- meistari aðeins 17 ára gamall, en þann titil hefur hann hlotið þrisvar sinnum, 1965, 1968 og 1972. Guðmundur hefur tekið þátt í öll- um Reykjavíkurskákmótunum, nema því fyrsta og eftir glæsilegan sigur á því móti 1970 hlaut hann al- þjóðlegan meistaratitil. Næstu ár helgaði Guðmundur laganámi og tefldi lítið, en eftir að hann hafði lokið lögfræðiprófi 1973 gerðist hann atvinnumaður í skák með þeim árangri að hann var útnefndur stór- meistari árið 1975 eftir frægan sigur á jólaskákmótinu í Hastings. Næstu ár tefldi Guðmundur mjög mikið bæði í Evrópu og Ameríku, ávallt með góðum árangri, en af ný- legum sigrum Guðmundar má nefna alþjóðlega mótið í Brighton 1982. Aðdáendur Guðmundar frá fyrri tíð þykjast nú um stundir sakna hins hvassa sóknarstíls hans frá yngri ár- um og telja hann jafnvel of friðsam- legan á stundum, en hitt er þó sönnu nær, að Guðmundur hafi agað stíl sinn með árunum. Þátttaka Guðmundar á svæða- mótum er kapituli út af fyrir sig. Þau eru nú orðin fjögur svæðamótin sem hann hefur teflt í en fyrir ótrúlega duttlunga örlaganna hefur hann á seinustu stundu misst af sæti á milli- svæðamóti þar sem sigur í seinustu umferð, t.d. í Búlgaríu 1975 og ekki síður í Svis 1979, hefði fleytt honum áfram. Guðmundur hefur teflt fyrir ís- lands hönd á öllum Ólympíumótum síðan 1966 nema á Möltu 1980 og verið oft á fyrsta borði. Guðmundur tefldi á öllum stór- mótunum hér heima árið 1984 nema í Grindavík og var þar í forystusveit þótt herslumuninn hafi skort til sigurs. Á seinasta Olympíumóti í Salon- iki í Grikklandi hlaut Guðmundur 60% vinninga. Karl Þorsteins Fæddur 13.10!64 Alþjóðleg Elo-stig 2400 Þótt Karl Þorsteins sé rétt orðinn tvítugur á hann þegar að baki eftir- tektarverðan skákferil, er skipar 23

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.