Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 47

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 47
Þessir menn á sviðinu voru því ekki að leika sér, á bak við hvern leik á taflborðinu var djúp hugsun — áralangt erfiði, andvökunætur. Hér voru risar skákarinnar, full- trúar ólíkra þjóðfélagskerfa austurs og vestur að úthella hjartablóði sinu. Sigur færði hina æðstu upphefð, tap dýpstu niðurlægingu, en af hverju hér? Hvað er svona merkilegt við Reykjavík — ísland, þetta afskekkta, vindibarða eyland á norðurslóðum? Á þessu eylandi hafa vitsmunir og andlegt atgervi alltaf verið í hávegum höfð og hvað var þá eðlilegra en það, að íþrótt andans eins og skákin hefur verið nefnd, eða ævin- týri hugans, freistaði hóps eyjarskeggja svo mjög, að þeir börðust með kjafti og klóm fyrir því að fá að halda þetta mesta skákeinvígi allra tíma með hæstu peningaverð- launum sem þekkst höfðu. Þessi sértrúaði, ruglaði hópur neytti allra bragða, betl- aði og bað, hótaði og hræsnaði til að fá að eyða einu sumri launalaust við stólaburð, sölumennsku, funda- höld, dyravörslu, japl og jaml og fuður út og suður. Æra og eignir voru lagðar að veði og ekki spurt um laun heldur leikslok. Skákskútan Oft gaf á skáksambandsskútuna er siglt var hjá boðum eða snúið upp í sviptivindi sumarsins og á stundum er siglt var undan vindi lá við að bátinn fyllti. Stýrimaður skútunnar var þó einkar laginn við að beita seglum eftir vindi og oft dáðust áhorfendur að sigl- ingu hans sem satt að segja var nokkuð glannaleg á stundum. Þá gaf oft á bæði borð, en stýrimaður hafði lag á því að fá áhöfnina til að ausa fleytuna jafnóðum og sjálfur dró hann aldrei af sér í austrinum þeim. í áhöfninni var valinn maður í hverju rúmi. Annar stýrimaður var löglærður og hafði innhlaup hjá lög- reglustjóra, ef á þurfti að halda. Hann tók nokkuð djúpt í árinni á stundum er segl voru vindlaus og róa þurfti um sinn og duglegur var hann á síðkvöldum við að selja afla dagsins. Einn var sá í áhöfninni er sjóveiki hrjáði nokkuð er vind tók að ýfa og vildi hann þá helst halda til lands, en í logni naut hann sín vel, tók grunnt í árinni er hann reri, svo að sletturnar gengu um allt. Tveir óbreyttir hásetar voru skráðir á skútuna. Þeir gengu í flest verk sem háseta er siður og drógu margan málfiskinn, en drýgstir hygg ég að þeir hafi verið við austurinn. í byrjun næstu vertíðar var vinna þeirra metin að verð- leikum, er ný útgerðarstjórn rak þá í land áður en til launauppgjörs kæmi og var þeim það maklegt fyrir ýmis brek og barnaskap á seinustu vertíð. í landi hafði skákskútan útgerðarstjóra. Hans hlut- verk var allfjölbreytt, enda var hann á ferli á nóttu sem degi og þó aðallega á nóttunni þegar aðrir tóku sér hvíld. Útgerðarstjóri mátti ekki vamm sitt vita í nokkrum hlut, og hver gat þá verið að fárast yfir því þótt tímaskyn hans væri ekki ætíð rét stillt, þannig að stundum hafði skútan Iagt frá landi, er hann kom brunandi á jeppa sínum, ágætum farkosti, með vistir dagsins. í upphafi vertíðar föluðust margir eftir skiprúmi, Þrátt fyrír grímmilega keppni á skákborðinu voru þeir R. Fischer og B. Spassky góðir vinir. Áhöfnin á skákskútunni. bæði vegna ævintýraþrár og vonar um skjótfenginn gróða ef vel aflaðist. Margir vildu og gera tilraunir með ný veiðarfæri. Þar í hóp var t.d. lærdómsmaður einn, sem fyllti káetuna teikningum af veiðarfærum og útreikningum sem finna skyldu ný og áður ókönnuð fiskimið. Gallinn var sá, að maðurinn var sjóveikur og hætti sér aldrei út á rúmsjó og áhöfnin kunni ekki að lesa úr leiðarreikningum hans. Flestir aðrir fóru aðeins eina sjóferð, en stukku síðan í land. Einn var þó sá, sem snemma bættist í áhöfnina og aldrei hljóp í land, enda af sjósóknurum kominn langt fram í ættir. Vandséð er, hvernig skákskútan hefði siglt gegnum sumarið, ef áhöfninni hefði ekki bæst þessi ágæti liðsauki. Alltaf fann hann ný fiskimið, er þau gömlu voru upp- urin og er útgerðin var að fara á hausinn, eins og útgerð- um er títt, mátti reiða sig á þennan óskráða háseta og með hans hjálp var vél sett í skútuna er líða tók á vertíð. Eins og áður er getið var vorvertíð hafin á vélarlausu fleyi, sem hraktist fyrir veðri og vindum, en í húmi haust- kvöldsins freyddi um stefni hennar er hún sigldi undir fullu vélarafli til hafnar í vertíðarlok. Og er áhöfnin gekk frá borði í seinasta sinn var ekki laust við söknuð í hugum manna. Gleymdar voru vökunæturnar, hnútukastið, ágjöf og vosbúð, en í minningunni lifa bjartar nætur, djörf sigling og gleði að unnum sigri. 47

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.