Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Blaðsíða 61
Frá viðureigninni við Argentínu.
Margeir vann sína skák fyrst og maður andaði léttar
er Guðmundur hafði ýtt sínum andstæðingi áreynslulítið
út af borðinu.
Jafntefli var a.m.k. í höfn, góður árangur gegn Argen-
tínu!
Skákir þeirra Jóhanns og Jóns L. voru æsispennandi
og gleggstu menn sáu ekki betur en á andstæðingana
hallaði jafnt og þétt. Jóhann var svo fyrri til að sigra —
og það fallega — og skömmu siðar var Jón orðinn leiður
á þófinu og knúði andstæðinginn til uppgjafar, 4—0 og
stórsigur í höfn.
Margeir glotti óvenjudjöfullega á leiðinni heim og Jón
L. sagði fleiri brandara en venjulega er komið var heim
í matsal hótelsins, þar sem sporléttur Grikki þjónaði
okkur af stakri prýði allan tímann, þótt kunnátta hans
í öðrum málum en grísku takmarkaðist við „Jes, plís“.
En í mótsblaðinu næsta dg var haft orð á því, að litla ís-
land hefði óvænt skotist upp á sviðið — og milli línanna
mátti lesa að það yrði nú ekki lengi, en næstu 7—8 um-
ferðir sátu okkar menn samt þar sem fastast og börðust
við hvert stórveldið í skák eftir annað: Bretland, Hol-
land, Ungverjanland, Tékkoslóvakíu, Rúmeníu og
Sovétríkin.
Kvennaliðið íslenska, en í því voru þær Guðlaug Þor-
steinsdóttir, Ólöf Þráinsdóttir og Sigurlaug Fiðþjófs-
dóttir, lenti strax í 1. umferð í kröppum dansi. Myndin
hér að neðan er einmitt frá viðureigninni við hið geysi-
sterka lið Rúmena, en rúmensku stúlkurnar unnu til
silfurverðlauna á seinasta Ólympíumóti. Vafalaust hafa
þær ætlað að vinna litla ísland stórt ekki síst þar sem
þær eru allar stórmeistarar kvenna í skák.
Fyrsta umferð í kvennaflokki. Rúmenia—ísland.