Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Qupperneq 49
Einar S. Einarsson:
Aprílgabbið
Árið 1977 var viðburðaríkt í íslensku skáklífi. Alla vega
var í nógu að snúast hjá svokallaðri skákforystu. Lengi
framan af ári stóð yfir áskorendaeinvígi þeirra Boris
Spasskys og Vlastimil Horts með alls kyns uppákomum.
Um haustið eignuðust íslendingar sinn fyrsta heimsm-
eistara er Jón Loftur Árnason vann frækinn sigur á
keppinautum sínum á heimsmeistaramóti sveina (17 ára
og yngri) suður í Cagnes Sur Mer í Frakklandi. í öðru
sæti varð Gary nokkur Kasparov. Þá var ráðist í kaup á
nýjum aðalstöðvum fyrir Skáksambandið að Laugavegi
71 og Friðrik Ólafsson tilkynnti um framboð sitt til for-
setaembættis í FIDE.
Áskorendaeinvíginu voru gerð mikil og góð skil í fjöl-
miðlum enda hið sögulegasta. Framlengja þurfti það tví-
vegis, þar sem keppendur voru jafnir að vinningum,
bæði að loknum 12 og 14 skákum. Um tíma mátti segja
að hvorugum teflenda vegnaði betur, heldur báðum ver,
því baráttan var heldur bragðdauf og svo var eins og þeir
kepptust við að leggjast í rúmið. Mátti varla á milli sjá
hvor var hinum drenglundaðri keppnismaður, einkan-
lega utan skákborðsins.
Meðan á frestun einvígisins stóð, þann 1. apríl, birtist
stór forsíðufrétt í DAGBLAÐINU, j.ess efnis að þá síðar
um daginn byði stórmeistarinn Hort 400—500 íslending-
um til fjölteflis í Laugardalshöll. Hygðist kappinn
freista þess að setja þar fjórfalt heimsmet á sviði skáklist-
arinnar. Tefla við fleiri í einu, fleiri alls, á styttri tíma og
með hærra vinningshlutfall en áður hafði þekkst. Fylgdi
sögunni að ýmsir fyrirmenn myndu tefla í fyrsta hópi.
Skáksambandið var sagt standa fyrir þessu til að hressa
upp á rýra sjóði sína vegna frestunar einvígisins. Þá
myndi þessi heimsmetstilraun auka enn á hróður íslands
í skákheiminum. Birt var mynd af kappanum í Loftleiða-
sundlauginni þar sem hann kvað sig „vel undir átökin
búinn“.
Allt var þetta mjög trúverðugt, enda hlupu margir
skákunnendur apríl daginn þann.
Þegar Hort voru sögð þessi tíðindi þótti honum þetta
hin athyglisverðasta hugmynd og bað menn trúa því að
þetta færi hann létt með ef sá gállinn væri á honum.
Nú skipast málin svo að Vlastimil Hort tapar 15. skák-
inni í einvíginu mjög slysalega, fellur á tíma með gjör-
unna stöðu. Áður hafði hann tapað 3. skákinni sömu-
leiðis á tíma í jafnteflisstöðu. Sextánda skákin varð svo
jafntefli og þar með hafði Spassky unnið einvígið, eftir
um tveggja mánaða viðureign.
Að vonum fékk þetta mikið á Hort, en „skák er eins
og lífið og lífið eins og skák“, trúiði því, voru hans orð.
Nú var um að gera að fá sér viðfangsefni við hæfi til að
dreifa huganum og til að sýna hvers hann væri megn-
ugur.
Hvernig væri að slá nokkur heimsmet í fjöltefli og
hvar væri betri aðstaða til þess en á íslandi? Þar myndi
vart skorta þátttakendur.
Gildandi heimsmet á þessu sviði átti Svíinn Gideon
Stahlberg, sem 1940 tefldi við 400 manns á 36 klst. í
Buenos Aires og hlaut 379 vinninga eða 94,75%. Heims-
metið í því að tefla við flesta samtímis átti Bandaríkja-
maðurinn Judy Acres, sem 21. apríl 1973 tefldi við 179
skákmenn í einu í Portland í Oregon. Met þessi voru
skráð í heimsmetabók Guinnes.
í framhaldi af þessu var haft samband við Jónas rit-
stjóra Kristjánsson og spurt hvort þeir Dagblaðsmenn
vildu ekki leggja í púkkið, enda væri þetta ansi góð hug-
mynd, sem þeir hefðu „fundið upp“ sjálfir.
Er skemmst frá að segja að málið komst þegar á fullan
skrið og tveim dögum síðar mátti lesa á forsiðu blaðsins
frétt undir risafyrirsögn „Setjum heimsmet með Hort!
Öllum manngangsmönnum boðið upp á ókeypis tafl við
Hort. Stórmeistarinn Vlastimil Hort reynir að hnekkja
heimsmeti í fjöltefli í Valhúsaskólanum á Seltjarnarnesi.
Stefnt er að þátttöku 500 manns í þessum heimsviðburði,
sem fram fer á vegum Skáksambands íslands. Fjölteflið
hefst kl. 9 í fyrramálið, laugardag. Dagblaðið greiðir
þátttökugjald fyrir alla þá sem taka þátt í fjölteflinu“
Var nú tekið til óspilltra málanna við að skipuleggja
Maraþon-fjölteflið og lögðu þar auk Dagblaðsmann-
anna nemendur og kennarar Valhúsaskóla hönd á plóg,
að ógleymdum Ólafi H. Óskarssyni, skólastjóra. Að-
stæður voru hinar ákjósanlegustu, niðurgrafið svið sem
í hringleikahúsi þar sem hægt var að koma fyrir 50 borð-
um í tvöföldum hring. Auk þess var komið fyrir sam-
felldri borðaröð út um alla ganga og inn í nokkrar skóla-
49