Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Qupperneq 19
Bent Larsen
Fæddur 4.3!35
Alþjóðleg ELO-stig: 2520
Bent Larsen hefur jafnan verið
þekktur fyrir að fara eigin leiðir,
jafnt við skákborðið og utan þess.
Margir undruðust er hann tók þá
djörfu ákvörðun að hætta námi í
verkfræði og leggja i staðinn út á
hina vafasömu braut atvinnu-
mennskunnar í skák. En borgaralegt
líf og viðjar hversdagsleikans hafa
aldrei fallið að lífssmekk Larsens,
hann vill vera sinn eigin herra, frjáls
sem fuglinn fljúgandi.
Skákunnendur hér á íslandi
kynntust Larsen fyrst af eigin raun,
er hann lagði Friðrik að velli í einvígi
um Norðurlandameistaratitilinn í
skák árið 1955. — Fáir töldu að Lar-
sen hefði nokkuð að gera í hendurn-
ar á Friðriki sem nýlega hafði unnið
frægan sigur í Hastings. En raunin
varð önnur — Larsen tefldi af mikilli
útsjónarsemi, og siðustu skákina,
hreina úrslitaskák, vann hann á svart
eftir að hafa komið andstæðingnum
á óvart í byrjun.
Nú lá leiðin rakleitt á toppinn,
hver sigurinn rak annan og á Ólym-
píuskákmótinu í Moskvu 1956 varð
Larsen efstur allra 1. borðs manna.
Sjálfur heimsmeistarinn Botvinnik
varð að gera sér 2. sætið að góðu og
slapp naumlega við tap gegn Larsen
í skák þeirra innbyrðis. Á næstu ár-
um dró nokkuð úr afrekum Larsens,
hann var þá að velta verkfræðinni
fyrir sér, en 1964 var hann enn á ný
kominn í röð hinna fremstu i heimin-
um. Það ár varð hann í 1.—4. sæti á
millisvæðamótinu í Amsterdam,
ásamt Tal, Smyslov og Spassky. í
áskorendaeinvígjunum sem á eftir
fylgdu, vann Larsen Ivkov 5Vr.2Vi,
en tapaði fyrir Tal, 4 '/2:5 Vi.
Árin 1967—70 voru ein óslitin
sigurganga, því að á þessu tímabili
vann Larsen 8 skákmót í röð og er
slíkt fáheyrt ef ekki einsdæmi. Eng-
inn annar skákmeistari gat státað af
slíkum afrekum og í „keppni aldar-
innar“, er Sovétríkin og heimsliðið
mættust í 10-borða keppni, sat Lar-
sen við háborðið og fékk þar 2 Vi
vinning af 4.
Á millisvæðamótinu á Palma de
Mallorca 1970 varð Larsen í 2. sæti á
eftir Fischer, og var þar með aftur
kominn í útsláttareinvígin. Eftir að
hafa sigrað Uhlmann 5Vr.l'A varð
Larsen fyrir sinni beiskustu reynslu á
skákferlinum, en hann tapaði 6:0
fyrir Fischer. Eftir þetta fór litlum
sögum af danska snillingnum um
skeið, en 1976 tókst honum enn á ný
að komast í áskorendaeinvígin. Þar
tapaði hann 3 ‘/2:6 Vi fyrir Portisch
og þótti tefla nokkuð fyrir neðan
styrkleika.
Bent Larsen hefur jafnan verið
mikill hatursmaður hinna svoköll-
uðu stórmeistarajafntefla og teflir
óhikað til vinnings í hverri skák.
Þessi hugsunarháttur hefur fallið
áhorfendum vel í geð, og er m.a. ein
ástæðan fyrir því að fáir eru meiri
aufúsugestir á alþjóðlegum skák-
mótum en einmitt Larsen.
Seinast kom Larsen til íslands árið
1978 og tefldi þá á 8. Reykjavíkur-
skákmótinu. Hann hlaut þar 8 vinn-
inga og lenti í 3.—6. sæti en jafnir
honum að stigum urðu Hort, Friðrik
Ólafsson og Lombardy.
Bent Larsen kemur á þetta mót nú
nær beint frá svæðismótinu í Gaus-
dal í Noregi þar sem hann lenti í 3.
sæti á eftir þeim Margeir Péturssyni
og Simen Agdestein frá Noregi og
hafa þau úrslit vafalaust orðið hon-
um nokkur vonbrigði, en Larsen er
þekktur að öðru en að leggja árar í
bát og vafalaust hugsar hann keppi-
nautunum á þessu afmælismóti SÍ
þegjandi þörfina.
Helgi Ólafsson
Fæddur 15.08156
Alþjóðleg ELO-stig: 2515
Helgi Ólafsson, 28 ára gamall blaða-
maður, tók skákbakteríuna í Vest-
mannaeyjum þar sem hann bjó fram
á unglingsár. Eftir gosið flutti hann
til höfuðborgarinnar og var fljótlega
viðurkenndur sem einn öflugasti og
hæfileikamesti skákmaður landsins.
Veturinn 1975—76 vann hann
bæði Haustmót TR og Skákþing
Reykjavíkur en varð að láta sér
nægja annað sætið á Skákþingi ís-
lands. íslandsmeistaratitillinn lét
ekki lengi á sér standa, hann kom
1978 eftir einvígi við Hauk Angan-
týsson og aftur hreppti Helgi þá
nafnbót 1981, en mótið þá var sterk-
asta íslandsmót sem haldið hafði
verið.
Helgi hefur löngum verið tíður
gestur á skákmótum í Bandaríkjun-
um og þangað sótti hann alþjóðlega
meistaratitilinn sem hann var sæmd-
ur 1978. Til hans vann Helgi með
frammistöðu sinni á mótum í New
York 1976 og Lone Pine 1978.
Nokkrum sinnum hefur herslu-
muninn vantað upp á að Helgi næði
endanlega að slá í gegn á alþjóðleg-
um vettvangi. Á svæðamótinu 1979
komst hann í úrslit en lasleiki stöðv-
aði framgang hans þar. Á Reykjavík-
urskákmótinu 1982 var hann í efsta
sæti þegar mótið var hálfnað en eftir
tap gegn Alburt fann hann sig ekki
aftur og endaði í meðallagi.
Síðustu tvö árin hefur Helgi frem-
ur lítið teflt á mótum með venjuleg-
um umhugsunartíma, en hefur aftur
á móti náð þeim mun betri árangri á
19