Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 59

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Síða 59
Þráinn Guðmundsson Myndir frá Makedóníu 999 NI Eitt meginverkefni Skáksambands íslands hefur löng- um verið að senda sveitir á Ólympíuskákmótin, sem haldin eru annað hvort ár. Fyrirtæki þetta er dýrt en sjóðir Skáksambandsins oftast léttir og oft hefur megin- hluti þess fjár, sem úr hefur verið að spila á Ólympíuári farið til þess verkefnis, en verðug verkefni innanlands þá setið á hakanum að dómi sumra hér áður fyrr. Stjórn Samtakanna á hverri tíð hefur þó ætíð sett metnað sinn í að taka þátt í þessari miklu skákhátíð og það hefur ætíð verið keppikefli hinna sterkari skák- manna að vera valdir í Ólympíuliðið. í nóvember 1984 var enn komið að Ólympíuskákmóti, hinu 26. í röðinni og að þessu sinni í fyrsta skipti í föður- landi Ólympíuhugsjónarinnar Grikklandi, nánar til- tekið í Þessaloniku, næststærstu borg Grikklands. Til leiks mættu 88 þjóðir í opna flokknum og 50 kvennasveitir, þar á meðal tvær sveitir norðan af íslandi. Ekki er ætlunin að rekja á þessum vettvangi gang keppninnar — gleði hennar og sorgir — og árangur Is- lendinganna mun enn í fersku minni: Karlasveitin tefldi við flestar bestu sveitir heims og var í toppnum lengst af og náði glæsilegum árangri, ef til vill þeim besta sem ís- lenskt Ólympíuskáklið hefur náð, þótt duttlungar Sviss- neska kerfisins hafi rétt einu sinni sett strik í reikninginn í lokin — reyndar ekki síður hjá kvennaliðinu, sem lenti í seinustu umferð á móti afar sterkum andstæðingum vegna góðrar frammistöðu í næstu umferðum á undan. Nei, ætlunin er að bregða upp nokkrum svipmyndum frá þessari glæsilegu skákhátíð — að margra dómi þeirri glæsilegustu síðan á Kúbu 1966, er Castro bauð til 17. Ólympíumótsins í Havana. Það var samdóma álit manna að aðstaða öll og fram- kvæmd 26. Ólympíuskákmótsins í Þessaloníku hafi verið með miklum ágætum og ef rétt er hermt mikil framför frá olympíumótunum á Möltu og í Luzern. Grikkir munu ekki síst hafa lagt sig fram vegna þess að mótið var liður í baráttu sem stefnir að því að Ólympíuleikar og Ólympíumót framtíðarinnar verði ætíð í Grikklandi. Segja má, að Grikkir hafi unnið eina lotu í þeirri baráttu, því að á FIDE-þinginu var ákveðið að Olympíuskákmótin færu fram í Grikklandi fjórða hvert ár a.m.k. fram til aldamóta. Þessaloníkumenn hafa komið sér upp aðstöðu til að halda alþjóðlegar sýningar og er sýningarsvæðið með fjölda sýningarhalla, veitingahúsa o.fl., nánast eins og sér þorp, sem í nóvember var breytt í Ólympíuþorp. í fyrstu umferð mætti karlaliðið liði Túnisbúa og lenti í halfgerðu basli og ekki var mikil gleði í íslensku herbúð- unum með jafnteflið 2—2. Öllu léttara var yfir mönnum, er haldið var heim á hótel að loknum biðskákum við Hondurasbúa úr annarri umferð, en sú viðureign vannst með 4—0. Það var þó ekki fyrr en í 3. umferð sem vísþending gafst um hvað í vændum var. Þá tefldi liðið við Argen- tínumenn og eins og sjá má á myndum hér með tefldi Margeir á 1. borði, — Helgi var enn að þæfa skák sína við Túnisbúann Bouazis —, Jóhann á 2. borði, Jón L. Árnason á því þriðja og Guðmundur Sigurjónsson á 4. borði. Argentínumenn eru þekkt skákþjóð, sem okkur hefur gengið heldur illa gegn, er við höfum lent á móti þeim á fyrri Olympíumótum, en nú gekk okkur allt í haginn. Frá mótssvæðinu í Þessaloniku. 59

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.