Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 16

Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Side 16
um skákunnendum og ferill hans og örlög svo tengd íslandi. Hann fæddist í Leningrad 1937, læröi mannganginn 5 ára gamall og hefur síðan ekki losnað úr faðmi skákgyðjimnar. Frami hans varð ör og var hann því snemma talinn undrabarn í skákinni og þótt vegur hans á tindinn hafi verið grýttur, er skrá um sigra hans á sovéskum og al- þjóðlegum vettvangi lengri en svo að hér sé rúm fyrir þau býsn. Helstu kennileiti á ferli hans má þó nefna. Eftir ágæta frammistcðu á alþjóðlegu móti í Búkarest 1953 varð hann alþjóðlegur meistari og heims- meistari unglinga varð hann tveim árum síðar, eða 1955. Það ár varð hann ofarlega á meistaramóti Sovét- ríkjanna en síðar átti hann oft eftir að sigra í því móti og verða skák- meistari Sovétríkjanna. Árangur hans á Sovétmeistaramóti 1955 veitti honum rétt til þátttöku í millisvæða- mótinu í Gautaborg og hófst þar at- laga hans að heimsmeistaratitlinum en það tók hann 14 erfið ár að kom- ast á tindinn, því að heimsmeistari varð hann 1969 eftir einvígi við Tigr- an Petrosjan. Spassky hlaut stórmeistaratitil sinn 1956 eftir frammistöðu sína í Gautaborg, þá aðeins 18 ára. Heimsmeistaratitlinum hélt Spas- sky í 3 ár eða þar til Fischer hrifsaði kórónuna í Reykjavík 1972 í Einvígi aldarinnar, en sú saga er íslending- um kunn. Eftir 1972 tefldi Spassky lítið um hríð af ýmsum ástæðum, en leið hans lá aftur til íslands árið 1977, þar sem hann háði annað einvígi við V. Hort. Sigur Spasskys i einvíginu var áfangi á leið hans að heimsmeist- aratitlinum á ný en þrátt fyrir tvær atrennur hefur hann ekki endur- heimt kórónuna og e.t.v. er þrá hans eftir æðstu metorðum farin að dofna. Á Olympíumótinu í Þessaloniku í Grikklandi tefldi Spassky fyrir Frakkland á 1. borði og átti stærstan þátt í velgengni Frakka á mótinu. Vlastimil Hort Fæddur 12.01144 Alþjóðleg ELO-stig: 2560 Eins og flestir framúrskarandi skák- meistarar, lærði Hort mannganginn barnungur. Hann var aðeins 6 ára gamall þegar foreldrar hans komu honum á sporið, og árangurinn lét ekki á sér standa. Sextán ára gamall var hann orðinn unglingameistari Tékkóslóvakíu, og tefldi með Ólym- píuliði lands síns i Leipzig 1960. Ári siðar var Hort útnefndur alþjóðleg- ur skákmeistari og 1965 var hann orðinn stórmeistari. Framfarirnar voru örar, og 1967 tók hann í fyrsta skipti þátt í millisvæðamóti. Þar náði hann prýðilegum árangri, varð í 6—8. sæti. Síðan hefur Hort alltaf verið í hópi allra fremstu skákmanna heims og unnið marga sigra og mikla. í skákstíl Horts er varla veik- an blett að finna. Hann býr yfir mikilli byrjanaþekkingu, og enda- taflstækni hans er frábær.Hið eina sem aftrað hefur Hort frá atlögum að sjálfum heimsmeistaratitlinum er skapgerðin. Hann hefur aldrei viljað gefa sig skákinni fullkomlega á vald, heldur njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Hann er mikill áhuga- maður um leiklist, málamaður góð- ur og hrókur alls fagnaðar á manna- mótum. Oft hefur Hort talað af vandlætingu um þá skákmenn sem hann nefnir „skákmunka“, menn sem fórna öllu fyrir frama á skák- sviðinu. Hort er hagfræðingur að mennt en hefur aðallega unnið við blaðamennsku þegar hann hefur ekki verið önnum kafinn við skák- ina. Hort kom fyrst hingað til lands árið 1972 og tefldi á Reykjavíkur- skákmótinu, sem haldið var í Glæsi- bæ. Þar varð hann í 1.—3. sæti ásamt Friðriki Ólafssyni og rúm- enska stormeistaranum Gheorgiu. Næst lá leið hans hinað til lands árið 1977, er hann tefldi einvígi við Spas- sky á Hótel Loftleiðum. Þar tapaði Hort með eins vinnings mun, vann eina skák og tapaði tveim. I úrslita- skákinni féll Hort á tíma með gjör- unnið tafl, og hefði margur meistar- inn brugðist ókvæða við slíku slysi. En Hort tók þessu eins og sannur heiðursmaður, og kvað betri mann- inn hafa farið með sigur af hólmi. í sárabætur náði Hort sér í heims- met, er hann tefldi maraþonfjöl- tefli við 550 manns. Eftir óslitna göngu sem stóð í 24 klukkutíma og 20 mínútur var Hort búinn að vinna 477 skákir, gera 63 jafntefli og tapa 10 skákum. Hann hlaut því 508/2 vinning af 550 mögulegum eða 92%. Enn kom Hort til íslands 1978 til þátttöku í 8. Reykjavíkurskákmót- inu. Þar varð hann í 3—6. sæti ásamt Friðriki Ólafssyni, Larsen og Lom- bardy. Það fer ekki á milli mála að sein- asta áratuginn hefur Hort verið í hópi allra sterkustu stórmeistara og teflt sem slíkur í ótal afar sterkum mótum vítt og breitt um heimabyggðina, oftast með ágætum árangri. Margeir Pétursson Fæddur 15.02!60 Alþjóðleg ELO-stig: 2540 16

x

Afmælismót Skáksambands Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót Skáksambands Íslands
https://timarit.is/publication/2052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.