Afmælismót Skáksambands Íslands - 01.02.1985, Page 32
Þetta þing var haldið í Osló, en árið eftir er aftur
haldið þing Norðurlanda í Gautaborg og þar keppir
Eggert að nýju.
Oslóarförin varð til þess að haustið 1928 kemur
hingað í heimsókn Karl Berndtsson sem þá var skák-
meistari Norðurlanda. Karl Berndtsson var búsettur í
Gautaborg og var talsverður áhrifamaður í skákinni.
Hann gaf út um langt skeið tímaritið Schackvárlden, -
sem var ágætt rit á sínum tíma, kom út mánaðarlega og
flutti skákfréttir víða að. Það er til á Landsbókasafni.
Berndtsson var Iíka kunnur skákmaður og hafði meðal
annars tekið þátt í alþjóðamótinu í Keczemet í Ungverja-
landi árið 1927, en þá var heldur sjaldgæft að skákmeist-
urum á Norðurlöndum væri boðið á slík mót.
Þessi heimsókn Karls Berndtssonar var mikill við-
burður enda, enda fyrsta reglulega skákheimsóknin sem
íslendingar fá. Hann tefldi fyrst fjöltefli við alla bestu
skákmenn reykvíkinga, og tóku bæði þáverandi og fyrr-
verandi íslandsmeistari þátt í fjölteflinu. Sýningin stóð í
8 stundir og vann Berndtsson 35 skákir, tapaði 11 en
gerði 3 jafntefli.
Næst á dagskránni var skákmót með forgjöf. Þar voru
þátttakendur 39 og stóð mótið í 5 daga. Ekki veit eg
nákvæmlega hvernig forgjöfinni var háttað, en svo virð-
ist sem keppandi hafi teflt við því fleiri menn samtímis
sem hann var öflugri, en þeir veikari, og sá sem forgjöf-
ina gaf þurfti að vinna allar skákirnar ti' bess að fá heilan
vinning. Meðal annars segist Berndtssc-a hafa teflt við
þáverandi og fyrrverandi ídandsmeistara samtímis með
tímatakmörkum — og hafði svart í báðum skákunum.
Úrslit á mótinu urðu þessi:
1.—2. Ingvar Jóhannsson (2. fl.) og Karl Berndtsson
4l3/i6 vinninga hvor: 3. Ásmundur Ásgeirsson 4 vinn-
inga. (Ingvar Jóhannsson fékk vinninga sina úr sex skák-
um: 5 unnar og eitt jafntefli. Karl Berndtsson hlaut sína
úr 38 skákum: 36 unnar, eitt tap og eitt jafntefli).
Síðan var teflt fimm manna mót þar sem tveir fyrsta
flokks menn tefldu með. Meistaraflokksmennirnir
tefldu samtímaskák við fyrsta flokks mennina, sem voru
spyrðaðir saman, en tefldu ekki hvor við annan. Úrslit
urðu þessi:
1. Karl Berndtsson 2 Vi vinning, 2. Jón Guðmundsson
(1. fl.) 2, 3. Brynjólfur Stefái son (meistarafl.) l'A,
4. Garðar Þorsteinsson (1. ' . 1 og Eggert Gilfer
(meistarafl.) /i.
í síðasta fjölteflinu voru 30 þátttakendur, afar öflugt
lið segir Berndtsson. Það stóð í 3/2 stund og vann
Berndtsson 15 skákir, tapaði 9 og gerði 6 jafntefli. Þeir
sem unnu Berndtsson í þessu fjöltefli fengu að tefla til
verðlauna á hraðskákmóti á eftir. Þar sigraði Árni Knud-
sen, en Einar Þorvaldsson skákkóngur Islands varð
annar.
í þessari frásögn hefur verið stuðst við grein sem
Berndtsson ritaði í tímarit sitt um íslandsförina. Hann
ber íslendingum vel söguna og ákaflega hrifinn af hinum
mikla skákáhuga, sem hefur greinilega komið honum á
óvænt, þrátt fyrir það sem hann kann að hafa frétt áður.
Berndtsson varð boðið í ferðalag austur fyrir fjall. Þar
er honum einna minnisstæðust Grýla: „en underjordisk
springkálla, ett naturfenomen af underbaraste slag“ —
og lýsir gosum hennar. Þetta var í nóvembermánuði og
32
þeir ferðafélagarnir lentu í ýmsum hrakningum.
Bíllinn bilaði og þeir urðu að ganga langa leið. Síðar
lentu þeir í mikilli snjókomu og ófærð en komust að lok-
um til Selfoss. Þar voru til töfl á gistihúsinu svo að þeir
gátu stytt sér stundir meðan þeir biðu þess að veðrið
batnaði. Frá Selfossi var svo haldið niður á Eyrarbakka
og þar hittir Berndtsson héraðslækninn sem er mikill
áhugamaður um skák. Læknirinn átti bók Nimzowitsch
„Mein System“, hafði verið að lesa hana undanfarið, og
fundið á henni ýmsa galla. „jo men, sá kan det tillgá i all
tysthet, borta i ensliga trakter", skrifar Berndtsson.
Berndtsson var kvaddur með miklum virktum þegar
hann fór héðan eftir nærri mánaðardvöl. Honum var
haldið samsæti í „Margeretadottirs Pensionat“, eins og
Berndtsson kallar það, en það var í Kirkjuhvoli, og þar
hélt Skáksambandið stundum veislur í Iok íslandsþinga.
Þetta var hátíðlegt samkvæmi að því er Berndtsson segir,
fánar á borðum og margar ræður fluttar. Honum var
færður vindlakassi úr silfri með áletrun: „Heiðursgjöf til
Karls Berndtsson með þökk fyrir komuna 1928. Skák-
samband Íslandsí*
Eins og áður er sagt var heimsókn Karls Berndtssonar
merkisviðburður í íslensku skáklífi. Grein hans í Schack-
várlden var góð kynning á íslensku skáklífi, skrifuð af
mikilli vinsemd og þakklæti fyrir góðar viðtökur.
Eitt er það sem mönnum hættir til að gleyma í sam-
bandi við fyrri heimsóknir erlendra skákmanna til Is-
lands: íslandsferð var miklu meira og tímafrekara fyrir-
tæki þá en nú. Þá var ekki um annað að ræða en skips-
ferð til íslands, ferð sem tók hátt í viku hvora leið. I því
ljósi verður næsta heimsókn enn ótrúlegri en ella. Þá
gerði sjálfur heimsmeistarinn í skák sér ferð hingað til
lands.
1931: Alexander Áljekín (1892—1946)
Aljekín stóð á hátindi frægðar sinnar þegar hann kom
hingað til lands. Hann bar höfuð og herðar yfir alla
keppinauta sína, nema ef til vill Capablanca sem hann
hafði sigrað fjórum árum áður, öllum á óvænt, í ein-
hverju harðasta og lengsta einvígi skáksögunnar. Árið
1930 hafði hann unnið ótrúlegan yfirburðasigur á skák-
mótinu í Remo og frá íslandi fór hann beint til Júgó-
slavíu, þar sem hann vann annan mesta sigur ævi sinnar
á skákþinginu í Bled (Bad Veldes). Hann var ekki aðeins
heimsmeistari í skák, heldur hafði hann sett glæsilegt
met í blindskák þegar hann tefldi við 28 sterka skákmenn
samtímis í París 1928 ( + 23, -3, =3, IU/2 klukkustund).
En hvers vegna kom þessi frægðarmaður hingað til ís-
lands?
Það kann eg ekki að skýra og veit heldur ekki hver eða
hverjir beittu sér fyrir heimsókninni.
En um heimsóknina skrifar Pétur Zóphóníasson
(Mbl. 2. ágúst 1931):
„Hann kemur hingað að nokkru vegna þess skákorðs
sem af oss hefur farið, en líka vegna þess hve vel boðs-
gestir af Alþingishátíðinni létu af komu sinni hingað,
höfðu dáð svo land og lýð í viðtali við hann að hann lang-
aði til að koma hingað“.
Bæjarstjórn Reykjavíkur studdi að komu Aljekíns
með myndarlegu fjárframlagi.
Svo mikill styrkleikamunur var á Aljekín og íslenskum