Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 10

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 10
90 FREYJA þar sem vellíðan sumra hlutaðeig'- enda er algjörlega troðin undir fdt- um. En í fiestum tilfellum skeður það á allt annan liátt, og á oftast í'ót sína að rekja til tveggja orsaka sem eru, óhamingjusamt hjónaband áaðrahöndog næstum ófáanlegur lijónaskilnaður eftir Canadiskuin lögum á hina. Það er því miður mannlegri vizku ofvaxið að búa til þau lög, sem tryggiöllum hamingju i hjónabandinu, nð heldur er með mannlegum lögum mögulegt að þröngva nokkrum persónum til að clskast og búa saman i ást og cin- drægni, þó hægt sé að neyða þau til að vera saman, oft og einatt sjálfum þeim og öðrum til skaða. En það er ínögulegt að búa til lög, sem gjöri UPPLEYSiNG IIJÓNABANDSINS sanngjarnlega mögulega, þegar iilut- aðeigandi persónur koma sör saman um að vilja það, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu, að sambúðin væri orðin báðum óbærileg, eða þá til þess eru nægar ástæður að vcita öðrum hlutaðeiganda skilnað án lúns' samþykkis. Það er nokkurn- veginn víst, að skynsamleg lög í þá átt læknuðu margar slíkar rnein- semdii'. Og ef sumir þessara. háræru kennimanna, sem æpa svo hátt eftir fullnægingu úreltra steingjörfings- laga, leggðu krafta sína fram til að endurbæta lögin og setja þau í sam- ræmi við menningarkröfur tímans, gjörðu þeir heiminum mikið meira gagn, en mcð því að framfylgja lög- um, sem ekki eiga við. Það er yfir- gengilegt hvað fljótir sumir eru til að æpa, ef þeir þykjast hafa fundið einhverja lagalega bresti lijánáung- anum, og hvað þeir álita þann hinn sama glæpsamlegann, sem brotið hefur í bága við lögin, án þess þeim detti í hug að grennsiast eftir því, hvort iögin sjálf seu réttlát og við- eigandi. Undir núverandi Canadiskum lög- um er ómögulegt að fá hjónaskilnað nema fyrir alvarlegar sakir og með kostnaðarsömum lagarekstri gegn- um þingið, sem gildir einungis fyr- ir þá efnuðu. í fyrsta lagi: er þetta elcki ranglát aðgreining og er ekki þarna snurða á lagaþræðinum? Þvi skyldu lög landsins veita hjóna- skilnað með skilyrðum som gjöra öllum fjöldanum ómögulegt að hag- nýta þau, en mögulegt fyrir liiria efnuðu aðeins? Og í öðru lagi: Er ekki þessi strangleiki laganna óhjá- kvæmilega fremur spillandi en bæt- andi? Eg svara óhikað játandi. Af- leiðing sliks lagalegs strangleika hlýtur að hafa spillandi áhrif. Þar sem engar alvarletjar sakir eru, er hjónaskilnaður ófáanlegur ríkum og fátækum, þó persónunum sé al- veg ómögulegt að búa saman á vel- sæmisiegan hátt. Það er ógæfa þeg- ar hjónaband mislukkast og það er í fyllsta skilningi ómannúðlegt að bæta á þá ógæfu, með því að gjöra lilutaðeigandi persónum ómögulegt að skilja ef þær sjálfar óska þess, og með því þröngva þeim til eins af þrennu, sem er, 1) að búa sam- an þrátt fyrir ósamkomulagið og með þvi niðurlægja sig andlega og siðferðislega og skemma eða eyð- ileggja siðmenning barnanna, söu þau nokkur. 2) Skilja, og lifa sem óháð væru, sem börnin, séu þau tií,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.