Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 33

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 33
FfíEYJA 113 og þjóðum enn þann dag í dag. Nákvæmir sagnaritar sýna oss ótví- ræðlega að hinir sterknstu siðmenn- ingarstraumar allt í gegnum sög- una eigi rót sína að rekja til hinnar miklu sívakandi, sístarfandi, sí- hugsandi móðurástar. Það var kon- an sem myndaði hið fýrsta heimili sem mannkynið eignaðist. Það var í hellrum og holum jarðar eða í holum stóru trjánna, eða laufskál- um sem hlífðu henni og börnum hennar fyrir brennhita sólarinnar. Ivonan gjörði hina allra fyrstu ak- uryrkju tilraun; hún ræktaði korn, ávexti og jurtir, sein hún síðan lærði að nota í sjúkdóms tilfellum. Hún var sinn eigin læknir, og öll læknis- fræði sem lieimurinn þá þekkti varí hennar höndum. Hún tamdi kýr, og geitur og lærði að hagnýta mjólk þeirra til að uppfylla með henni þarflr barna sinna.Konan stilltiæfin- lega til friðar, ræktaði frændrækni og yfir höfuð allt heimilislíf, vináttu og skyldleikabönd og allt gegnum móðurástina. Nauðsynj.ir móðurstöð- unnar voru fyrstu orsakir til allra siðmenningar tilrauna. Svo í stað þess að gjöra konuna í alla staði ófullkomnari en karlmanninn and- legaog líkam'.ega og honuin óhæfari til að hugsa og sWfa, eins og svo margir rangeygðir ritböfundar hafa slegið föstu og prédikað inn f til- finningar fólks, er móðureðli hennar hin eina sanna frumhvöt og megin- afl sem knúði hana til að mynda sér fast heimili. Þannig er það auð- sælegt, að vér verðum að leita að morgunroða siðmenningarinnar til þessara fyrrstu, þó ófullkomnu til- rauna konunnar til að vernda sig og afkvæmi sín á sjúkdómstímum sín- um og ósjálfstæðis aldri þeirra. Það sem maðurinn græddi á þessum tima átti hann eingöngu að þakka barátt- unni fyrir tilveru sinni við óarga- dýr og samtimamenn sína. A því lærði hann að búa til hin fyrstu vopn ýmist úr grjóti eða trö. En konan setn þá eins og æfinlega var bundin við börn sín og háð sjúkdóm- um og þrautum sem móðureðlinuer samfara, varð framknúningsafl sið- menningarinnar. Tillögur karl- mannsins í þá átt, standast engan samanburð við framþróun konunn- ar á þessu bernskuskeiði mannkyns- ins. Hin ábyrgðarfulla staða kon- unnar, sem móðir, forsorgari og for- svarsmaður margra hjálparlausra barna, hóf hana að skynsemi, fyrir- hyggju og stjórnsemi hátt upp yflr manninn og gjörði hana að sjálf- kjörnum kennara og stjórnara mannkynsins. Má vera að oss sem nú lifum varði meiru að vita um þá mæðrastjórn sem enn þá er til í Norður-Afríku meðal hinna svo kölluðu Tauaregs. „Móðirin litar barnið“ er málsháttur þeirra.Barnið tilheyrir móðurinni en ekki föðurnum. Það er blóð móður- innar eða ætt og afstaða sem gefur barninu æskilega afstöðu í mannfö- laginu, en ekki blóð eða afstaða f?ið- ursins. Þegar landeignum var skift milli fólks af þessum þjóðflokki, vtir það æfinlega sett undir nafn kon- unnar. Lög Berbers gefa konunni fullt vald yfir eignum sínum. í Rhat bafa konur umsjón yflr öllum fasteignum í landinu. I Touaregs er

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.