Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 20

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 20
100 JTMJSYJA ton. Hann stanzaði nugnablik og leit í úttina til hennar án þess þó að sjá hana gegnuni gluggann. Það var eins og luinn væri að hugsa um að snúa heim þangað, en þrt sneri hann því af og hélt áfram fáein Tet. En þá stanzaði liann eins og hann væri óráðinn í hvað gjöra skylcli, en þ i réði liann af að halda áfram. Rósalía varð svo yfirkomin af þessari ó- væntu en kærkomnu sýn, að hún hneig niður í næsta stólinn. Þeir Elrov og sir Arthur sáu hvað henni leið, en þeir vissu ekki af hverju geðs- hræring hennar var sprottin í þetta sinn og létu hana því eiga sig, með því líka að þeir voru ekki þangað komnir til að hugga hana eða láta bugast af sorgum hennar. Það var æðisleg hugmynd sem ílaug í gegnum huga hennar, en hún innibatt hennar einustu von, og þar sem ekki var nema um tvennt að velja, hana, eða æfilanga óhamingju sem var þúsundsinnum hrylli- legri en hinn hryllilegasti dauðdagi, þá hætti hún öllu á þessa veiku von. „Hún neitar þér varla,“ endurtók sir Arthur. Elroy stóð u]>p og færði sig að henni.Hún horfði á hann og si kulda- glampann tindra úr augum hans, sem sýndi að liann stóð þar sein sig- urvegari en ekki elskhugi. Rósalía hljóp að glugganum, henti sér út, en kom ómeidd og standandi niður. Svo hljóp hún með öndina í hálsin- um niður stfginn se.n lág út að alfaraveginum og hrópaði: „Róbert! Róbert!“ Kafteinn Pemberton heyrði kallið og leit við til að átta sig á livað- an það kæmi. Þess varð heldur ekki langt að bíða að hann fengi að vita það, því Rósalfa tieygði sér í fang hans og hrópaði: ,,0, frelsaðu mig! frelsaðu mig! Ilann er þarna. 0, l&ttu þá ekki ná mér.“ * „Ná þér, ástin mín,“ endurtók liobert og horfði hugfanginn í augu ástvinu sinnar. „Þú átt ekki nógu marga óvini í þessum bæ til að taka þig frá mér,“ bætti hann við. „Þeir Lincoln, Elroy og friðdómarinn stóðu höggdofa og vissu ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir sáu ekki manninn sem Rósalía hafði séð og datt því ekki í hug að þetta væri annað en æðisleg tilraun til að sleppa, sem þeir álitu þó ómögulegt. Samt áttuðu þeir sig vonbráðar gripu hatta sína og hlupu út á eftir henni og komu út á stíginn um það leyti sem þau Rósalía og Róbert gengu af stað. „Ó, þeir koma! þeir koma!“ hrópaði Rósálfa. „Vertu óhrædd, þeir skulu ekki taka þlg frá mér, ástin mín,“ svar- aði Róbert. „Karmel kemur á morgun og kannske i kvöld, og þá er okkur ó- hætt, því hann fullvissaði mig um að hann gæti frelsað þig,“ bætti Ró- bert við. í þessu náði Elroy þeim.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.