Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 15

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 15
FREYJA 95 AFLEIÐING AF JAFNRÉTTI KVENNA í WYOMING. Það væri bæði réttlátt og "agnlegt ef ýmsir óvinir kvennfrelsisins vildu kynna sér áhrif og afleiðingar þess í þeini ríkjum sem hafa reynt það í heilan fjórðungaldar.Mótmæli þeirra mundu hjaðna fyrir ljósi reynzlunn- ar og sannleikurinn er í öllum til- fellum margfalt betri en ailar rök- semdir, sem aðeins eru byggðar á líkum, hversu sterkar og sennilegar sem þær kunna að vera. Síðan árið 1860 hefur Wyoming staðið fremst í röð frelsis ogjafnrétt- isvinanna. Ekki þess frelsis og jafn- réttis seui séu einkaréttindi sterkara kynsins, heldur jafnrétti fyrir konur og karla jafnt. Látum oss þá rann- saka hvað þetta jafnrötti liefur leitt af sér fyrir konurnar sjálfar og fö- lagslífið í Wyoming. Fyrirmörgum mörgum árum, jxjgar slikt voru ó- heyrð býsn, galt IFyoming sktíla kennurum sínum sama kaup fyrir vinnu, hvort sem það voru konur eða karlar. Þetta gekk mótmæla og fyrirhafnarlaust þegar konur voru farnar að taka almennann þátt í lög- gjöfinni. Það vakti engu minni undrun og fordóma annara ríkja, þegar Wyoin. leyfði konum að sitja I tylftardóm- um en þegar þeim var veittur at- kvæðisrétturinn. Árið 1882 kom ég til Wyoming og hitti þann mann, sem útvaldi þann fyrsta tylftardóm sem konur sátu fyrst í, í því ríki, og var hann stoltur af því atvikr En vinur okkar beggja sagði mér, að hann hefði gjört mjög nauðugur það sem hann síðan skoðar merk- asta atriði æfl sinnar. Svona gengur það stundum. Það er örðugt að stífia framfara straum- ana. Fyrir 15 árum birtist grein í öll- um andstæðings blöðum kvennfrels- isins, þess efnis, að áhrif kvenna á stjórnina væri siðspillandi og ein- ungis vondar konur gæfu kost á sör í kviðdóm. Undir gretnina var rit- að ,,helzti borgari Laromes.“ En er farið var að grennslast eftir hver vœri þessi „helzti borgari," komst það upp, að maður þessi var glæpa- maður og hafði samkvæmt tylftar- dóms úrskurði dregið járnkeðjumeð áföstum járnbolta eftir götum Lar- ome bæjar. En tylftardómsnefnd sú samanstóð af bæði konum og körl- um. Eftirfylgjandi grein er úr árcið- anlegum skýrslum eftir C. B. Colby í Nebraska og sýna þær glögglega þverrandi glæpi með vaxandi áhrif- um kvenna í ríkis3tjórninni. Á síðast liðnum áratug óx fólks- talan í Bandaríkjunum um 24.6 % Á sama tírna fjölgaði fólkinu í Wy- oming um 127.9%. Á þessu tímabili óx glæpamannatalan í hinumöðrutn ríkjum Bandaríkjanna um 40.3% sem er voðaleg fjölgun í samanburði við fólkstöluna. En þrátt fyrir svo rnikla mannfjöigun í Wyoming, minkaði taia glæpamanna tiltölulega. Sýnir það ótvíræðlega batnandi sið- ferðis ástand. Árið 1880 voru aðeins 74 glæpamenn í öllum fangahúsum Wyoming ríkis til samans, þar af voru 72 karlinenn og 2 konur. Árs- skýrslurnar frá 1900 sýna sömu tölu

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.