Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 9

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 9
FREYJA 89 HJÓNA SKILNA DA R LÖGICANADA. Síðan 24. s. 1. hafa í blöðum bæ- arins byrst nokkrar deilugreinar út af fjölkvænis tilfellum, sem eiga að eiga sér stað meðal Islendinga i Selkirk. Hin fyrsta grein þess efnis kom út 24. s. 1. m. eftirmr. Herman frá Selkirk. ffefur sú grcin með þess- um orðum til kynna, að fjölkvænisö alltítt meðal ísl. þar: að i síðustu viku hefði hin fijrsta eftirtektaverða kaera viðolkjandi hjúskaparlíji Isl. í Selkirk. sem er gacjnstríðandi Cana- diskum lijjum, ver ið tekin fyrir, eftir að hafa sagt í sömu gr., að fjölkvœni orj óhdð dst ætti að fyrirlítast ogfót- um troðast. Út af ofannefndri grein og ritgjörðum sem út af henni hafa sprottið, vil ég biðja yður að leyfa mér að segja nokkur orð um þetta efni, í yðar heiðraða blaði. Það er ekki ólíklegt að einhver 6- regla eigi sér stað mcðal Isl. í Sel- kirk og jafnvel víðar. En það íi illa við af rev. mr. Herman, að gefa með grein sinni í skyn, að það séu einhver ósköp, og að það sé svo al- mennt, að heita megi þjóðareinkenni, eins og þessi orð:I síðustu viku hefði hin fyrsta eftirtektaverða kæra o. s. frc. benda til. Sé rev. mr. Herman kærandi eða hjálpi ldutaðeiganda til að hefjá kærur.a, hefði hann getað sagt kœran eða koerurnar, og þannig komist hjá að hafa í glósum um heilt byggðarlag. Samkvæmt sögusögn hans, er fjölkvæni eitt af mörgum öðrum göllum sem gefiðer til kynna að eigi sér stað meðal ísl. í Selk.Þetta bendir á, að þessi geistlegi herra annaðhvort skilji ekki til hlýtar livað orðið fjölkvæniþýðir, eða hann sé ekki vandur að þeim vitnisburði sem hann gefur samborgurum sín- um. Orðið, fjölkvæni, er hér mjög villandi, því liklegast er, að fjöl- kvæni hafi aldrei átt sér stað meðal íslendinga í Selkirk. Og fjölkvænis- tilfelli þau sem upp hafa komið f þessu landi, hafa að mestu eða öllu átt heima hjá öðrum þjóðflokkum en íslendingum. Fjölkvæni þýðir, að maður eða kona eigi fleiri en eitt ektapar í senn; en slikt getur orðið með samþykki allra hlutaðeigenda, eins og t. d. hjá Mormónum. En í þessu landi er það oftast gjört á laun við ektaparið án þess að liafa áður fengið löglegann lijónaskilnað, og í því tilfelli eru það svik, um Ieið og það er lagabrot í þessu landi, þar sem fjölkvæni er hér með öllu lög- bannað. Ég býst við að ekki einungis með að ísl. i Selkirk og annarsstaðiir lieldur og meðal flestra þjóða sé það til, að lijón komi sér saman um að skilja án þess að gjöra það á lögleg- an hátt, og taki sér svo annan maka, án þess að ganga gegnum hjónavigslu formúlur. Vera má, að hinn geistlegi herra hafl haft eitt- hvert slíkt dæmi í huganum. En mér virðist, sem hann hefði mátt staldra við, tii að grennslast eftir hvort á lögunuin væri ekkert van- smiði, áður en hann kastaði allri sðkinni á fólkið. Það er víst, að sum af þeim tilfellum eru alveg óafsak- anleg frá mannúðarinnar sjónarmiði

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.