Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 22

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 22
102 fliKlJA Sir Arthur var svo yfirkominn af heif't og bræði að hann gat með engu móti lokið við hótanir sinar; hann labbaði því af stað heimleiðis titrandi af geðshræringu. Elroy haltur, og með bl&tt auga skreiddist þá upp og labbaði í liægðum sínum á eftir tengdaföður sinum tilvonandi, og tautaði fyrir munni sér: „Þú skalt l&ta lífið fyrir þetta, og þú skalt finna að þú slærð mig ekki án þess að fá það að fullu borgað.“ „0, ég veit að þú er fantur, herra Elroy. Máske þú vildir láta mig kunngjöra heiminum livað dánumannlega þú fcrð að því að fastna þér konu. Jæja kunningi, ef þig langar svo mjög til að sjá mig láta lítið, þá ráðlegg ég þér að fara heim og láta þig dreyma um gálgann fyrst,“ sagði llóbert háðslega. „Komdu, Elroy, við skulum ekki láta sjá okknr í illdeilum hérna á alfara vegi. En bráðum skal þessi fantur skifta við þá sem hann þorir ckki að deila við,“ sagði baróninn. „Heldur þú að þeir reyni að myrða þig?“ spurði Rósalía óttasleg- in. „Ekki á meðan monn eru hengdir fyrir morð, til þess skortir þá hugrekki. Auðvitað senda þeir lögregluna á mig. Við skulum nú halda til Andrews fyrst um sinn. En látum okkur sjá! Þarna kemur þá Kar- mel og með honum ný von,“ sagði Eóbert. XXV. KAPITULI. A'ýr hrekkur. Róbert Pemberton var ekki sá eini sem tók eftír komu njósnarftns né sá eini sein koma hans hafði áhrif á. Sir Arthur sá hann líka og það var auðséð að honum þótti ekkert vænt um komu lians. „Hver er þessi maður sein ríður þarna heim til Andrews!“ spurði hann með skjálfandi róm. „0, það er Karmel njósnari,“ svaraði Elroy. „Svo er það. En 'þvt er hann hér. Ég vildi að djöf...tæki hann,“ sagði baróninn með ákafri geðshræringu. „Hvað gctur hann gjört okkur? Getur ekki lögrcglan tekið hanu eins og hvern annann mann?“ „Tekið hann?“ endurtók baróninn. „Jú, það er einmitt það. Ég verð að láta taka hann. Við skulum koma heim og hugsa um þetta á leiðinni," sagði baróninn. Þeir gengu hratt heim. Elroy sá að baróninn var liræddur, en af hverju, vissi hann ekki. Honum var ómögulegt að skilja í því, að

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.