Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 26

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 26
ÍOG íltEYJA þorsti hálf afinyndaði hinn mennilega svip þeirra, og það var auðseð, að hefndarþorsta þeirra yrði ekki fullnægt með öðru en blóði fjand- manna þeirra. „Má ekki taka af þeim handjárnin?“ spurði einnaf varðmSnnunum þcgar búið var að taka fangana af baki. „Eg vildi heldur láta ljónsinnu lausa en þessa náunga. Við erum sannarlega búnir að hafa nóg fyrir þeim,“ svaraði foringinn. „Hvar náðuð þið þeim?“ spurðu þeir sem fyrir voru. „Nokkrar mflur innan Jersey landamerkja. Þetta eru mennirnir sem drápu af okkur tvo menn í vikunni sem leið.“ „Gott! Þeir vcrða þá hengdir." „Það vona ég.“ Ofanskráður atburður vildi þannig til. Nokkrir brezkir hermenn höfðu riðið út sör til skemmtunar, en allar sllkar ferðir voru í raun og veru ránsferðir. Komu þeir þá heim að kotbæ einum, þar bjó ekkja með börnum sfnum, þremur sonnm og tveimur gjafvaxta dætrum. Her- mennirnir ætluðu að ræna þeim, en í því komu þessir brajður við sjötta mann og frelsuðu þær. Það var við þetta tækifæri að þeir drápu hina tvo brezku hermenn, og fyrir þetta tvennt áttu þeir nú að deyja, því það eitt, að frelsa stúlkur úr klóin brezkra hcrmanna var í þeirra aug- um næg dauðasök. „Iivar er varðmannaforinginn?“ spurði foringi þeirra sem komu með fangana. „Eg skal kalla á hann,“ sagði einn af þcim sem fyrir voru, og með það fór hann. Eftir skamma stund kom varðliðsforinginn, hann var drembilegur og illmanulegur á svipinn og virtist vera talsvert mikið slunkaður, og það bætti lítið skaplyndi hans sem annars var full-illt. „0, þarna hafið þið tvo fanga,“ sagði varðmannaforinginn stam- andi og starði hálf blindum auguin á mennina. „Þessir menn eru mjög hættulegir og verða að látast inn og það strax,“ sagði foringi þeirra sem kom með fangana. „Setja þá inn herra minn, heyrirðu það aulinn þinn,“ sagði varð- mannaforinginn drafandi. „Já, hcrra minn,“ sagði hermaðurinn auðmjúklega, þvf ekki mátti sýna einkennishúningnum fyrirlitningu og það þó að f honum liefði ver- ið svín. „Eg var svo hraíddur um að missa þessa menn, að ðg gleyiudi að kalla þig herra, herra minn,“ bætti hann við. „Herr«! herra-' hel.aulinn þinn. Ef þú gleymir að herra mig, skal ég láta strýkja af þér húðina. herra minn!!“ sagði varðmannafor- inginn háðslega, „Eg meinti ekkert illt herra minn og bið íyrirgefningar á þessari

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.