Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 25

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 25
FREYJA 105 þeir komust yfir sundið, fundu þar hesta eins og þeim hafði verið tilvís- að, sti"u á bak og riðu se.n leið lá á fund majdrsins. í þessum stað voru engir uppreistarmenn, en hermenn þeir sem héldu eynni og nágrenninu voru mest megnis innlendir sjálfboðar, sem eins og áður hefur verið sagt, voru miklu grimmari en Bretar sjálfir. Þeir höfðu farið hvern leiðangurinn á fætur öðrum á hendur bændum, sem hlvnntir voru föðurlandsvinunum.og sýndu þá oft í þeim ferðum fá- dæma grimmd og hörku. Það var enn þá ekki fullrayrkt þegar Elroy kom þangað sem ferð hans var heitið. Hann stökk þegar af baki og barði að dyrum. Að vörmu spori kom maður til dyranna sem hann þekkti að var I þjónustu O’narra. Elroy bað hann segja húsbónda sfnum að hann vildi finna hann hið allra bráðasta. Þjónninn bað Elroy fylgja sér inn f lftið hlið- arherbergi og bíða þar, þangað til majórinn, sem nú væri á tali við annann mann, gæti sinnt honum. „Segðu majórnum að Elroy Pemberton vilji finna hann upp á mjög áríðandi erindi,“ sagði Elroy. Þjónninn játti því og fór svo út. Elrov var f all æstu skapi út af biðinni en varð þó að una við svo búið. Hann ýmist gekk uingólf cða settist aftur en eyrði þó aldrei lengi í sama stað. Loks kom þjónninn með þá kærkomnu frétt að majórinn biði hans. Meðan Elroy Pemberton sat á ráðstefnu með major O’Harra kom fyrir annað atriði sem er vel þess virði að kynnast þvf, bæði vegna mannanna sjálfra sem hlut áttu að máli og áhrifa þeirra á aðal þráð sög- unnar. Fám mínútum eftir að þjónninn fylgdi Elroy á fund hershöfðingj- ans komu tfu brezkir hermenn með tvo fanga. Þeir fóru fram hjá húsi majórsins og héldu á bak við lágviðarrunna. Þar stóðu sex hús saman með litlu millibili. Umhverfis þessi hús stóðu um hundrað tjffld, sem hvert um sig rúmaði vel tuttugu manns. Þarna var þá allstór hópur af konunglegum hermönnum. í miðju þorpinu stóð stórt tvíloftað steinhús, sem nú var orðið gam- alt. Þdð hafði einhverntíma f fyrndinni verið bóndabýli, en nú var það haft fvrir fangahús og þess vegna höfðu verið settar járnslár fyrir glugg- ana. Að þessu húsi fóru hermennirnir með fangana. Fangarnir voru bræður, fiskimenn og sterkir föðurlandsvinir. Þeir hétu Mark og Harry Radcliff. Þeir voru báðir stórir og hraustir menn drengilegir og að öllu vel að manni, sólbrunnir í andliti og hraust- legir. Hendur þeirra voru bundnar á bak aftur og fæturnir undir kviðinn á hestum þeirra, sem hinir brezku hermenn teymdu undir þeim. Það var auðséð að fangarnir voru I æstu skapi. Hatur og hefndar-

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.