Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 27

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 27
FREYJA 107 yfirsjón minni,“ sagði maðurinn. „Jæja, það er líka hollara fyrir þig þrjóturinn þinn. En hyersvegna komið þið með þessa inenn hingað?“ „Það eru fangarnir; eigum við að fara upp með þ&?“ ,.Vór skulum fara með þ&! Ekki þið, heldur ög — vér,“ svaraði varðmannaforinginn drembilega. Svo starði hann & fangana og spurði hvað margir þeir væru. Honurn var sagt að þeir væru tveir. „Til hvrers eru þ& þessir menn hór?“ „Hverjir, herra minn?“ „Þessir,“ sagði hann og benti íi þá bræður. „Það eru fangarnir, herra minn.“ Varðmannaforinginn tók nú eftir sjóndepru sinni og sagði her- mönnunum þvi að fara upp með fangana og staulaðist sj&lfur á eftir þeim. „Hana nú, stingið þiðþeim hérna inn,“ sagði luinn og benti þeim á herbergi með sterklegum eikar dyraumbúningi. Einn af hermönnunum hratt hurðinni upp og leit inn. Ilerlærgi þetta var I suðurenda hússins ineð einum glugga sem sneri móti suðri en nú voru járnslár fyrir honum. Þar voru livorki borð né stólar og ekkert af neinu tagi nema heyhrúga í einu horninu og lagði þaðan fýlu og sagga lykt. Hermennirnir hefðu að líkindum látið þá bræður í traustara hald ef þeir hefðu ráðið, en þeir þorðu ekki að óhlýðnast skipunum lierra síns, en spurðu hvort ekki ætti að setja þá I járn. „Jú, f þau sterkustu járn sem til eru,“ sagði liann. Þegar þeir voru búnir að setja járnin á fangana lézt varðmannafor inginn prófa þau eins og skylda hans bauð, en það var rétt til m&la- mynda, því hann var of drukkinn til að vita vel hvað luinn gjörði. tíamt bætti hann það upp með því að gefa þeiin sinn kinnhestinn hvror- um. Að því búnu fóru þeir út og lokuðu hurðinni vandlega á eftir sér. Þó koinin væri nótt, var ekki diininra en svo að þeir bræður sáu hvrer annann þar sem þeir sátu þöglir og alvarlegir á góllinu. „Mark, hver heldurðu að verði til að jarða föður okkar?“ sagði yngri bróðirinn eftir nokkra þögn. „Jarði hann,“ endurtók Mark og gnýsti töunum. „Ó, guð minu góður! slíkt eru eriiðar kringumstæður, Faðir okkar myrtur af brezk- um leigutólum. 0g við geturn ekki einusinni komið honum I jörðina. Ó að guð gsefi okkur styrk til að hefna hans,“ bætti hann við og skalf, svo járnin glumdu í gólfinu. „Það voru innlendir menn sem myrtu hann. Menn, fæddir og upp- aldir hér á okkar eigin Iandi,“ sagði Harry.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.