Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 13

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 13
FREYJA 03 var Saklaus, það var ég viss um,hún hafði sjálfsagt orðið að hlýða vilja föður síns. Er ekki mögulegt að prestur hafi komist eftir ástum okk- ar? Eg, sem var maður á liezta altlri fann til svölunar af því, að mega trúa mðður minni fyrir vandræðum mínum. Var þá ekki eðlilegt að hún hefði liaft eins mikla þörf á trúnað- ar manni, og til að létta á hjarta sínu sagt móður sinni frá öllu saman. Svoleiðis finnst mér það. Eg veit að henni hefur verið þröngvað til að eiga séra Pétur og að hún hefurver- ið ófarsæl í hjónabandinu og að með hjónabandi hennar, varð ég einnig ófarsæll. Eg vcit að við erum bæði lánleysingjar sitt í hvoru lagi. Eger líka viss um að presti gekk ekki annað en hefnigimi til að þröngva barni sínu til að giftast manni, scm hún hafði óbeit á. Eg finn til þess, að syndir feðranna hafa hér virki- lega komið fram á börnunum. Mig langaði til að sjá Stfnu enn þá. En við nánari umhugsun, það er að segja, þegar skynsemin var tekin við stjórninni, sá ég að það var það lang heiinskulegasta sem ég gat niögulega gjört. Samkvaemt lög'im var hún annars manus kona, og það var heimskulegt og jafnvel illmann- legt að vilja bæta eitri í þann súra lífs-bikar sem hún varð að drekka, svo ég réði af að sjá hana þá ekki né heldur hef ég séð hana nokkurn- tíma síðan. Þegar ég kom heim, var eius og faðir minn hefði sagt allt til reiðu er til húsagjörðar þurfti. Egbyrjaði næsta morgun og vann eins og varg- ur frá 16 til 18 ki.tíma á dag allt sumarið. Svo fór að lokum að faðir minn fór að áminna mig fyrir illa meðferð á sjálfum mör. Eg lét sem ög heyrði ekki áminningar hans og hélt áfram. 0g þegar ög nú lít aftur held ég að einmitt þessi vinna hafi frelsað mig frá því að verða brjál- aður. Það gekk mciri hluti ársins f að byggja og ganga viðunanlega vel frá öllu. En þegar þvf varlokið, var Ifka úti um rósemi mína. Einhver óútmálanleg óþrevja fékk vald yfir mér, svo ég fann glöggt, að mér var ómögulegt að festa yndi á Islandi. Eg fann að ég var útlagi og vildi feginn fiýja sjálfan mig, en eins og gefur að skilja, hefur mér ekki tek- ist það. Það var eitt sunnudagskvöld snemma í júlí, að margt fólk hafði komið til að sjá nýja húsið. Faðir minn var framúrskarandi gestrisinn, það láaldrei betur á honum en þe.gar sem flestir gestir voru. Allir gestirn- ir voru farnir. Eg koin inn í setu- stofuna og þar sátu þau foreldrar mfnir í sama legubekknuin, sem ég og móðir mín sátum saman f fyrir þrem árurn siðan, þegar hún sagði: ,Allt sem við getum gjört er að vona og bíða.‘ ,Vonin og biðin létu sér til skammar verða í mínu tilfelli.1 Mör varð hálf ósjálfrátt að segja þessi orð, enda roðnaði móðir mín og leit nndan, en faðir minn leit upp brosandi og sagði: ,Eg hef þá ioksins getað bvggt sómasamlega, eða tókstu ekki eftir hversu allir luku lofsorði á handa- verk þín.‘

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.