Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 32

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 32
112 FlíEYJA þessa eftirminnilegu sögn Ulysses í Illíonskviðu, sanna, að Grikkir liafi h'aft einveldi. Þar standa þessi orð: „Stjórn hinna mörgu er ekki góð. Látum oss hafa einn stjórnara að- eins, — einn koriung — þann, sem Zeus gefur veldissprotann og vernd- arrétt í hendur.“ En þetta gildir alls ekki að því er ríkisstjórnina .snertir á þeira tíma. Ulysses, úr hvers ræðu þessi sctning er tekin, átti við stjórn á her sem sat um borg eina- Ulysses hafði í þettasinn enga ástæðu til að tala um ríkis- stjtfrnar fyrirkomulag. En hann hafði góða og gilda ástæðu til að ráðleggja einn yflr hershöfðingja yf- ir allann herinn sem sat um sömu horgina. Þannig sjáum ver að Grote í sögu sinni um Grikki misskilur anda þeirra á þeim tlma sein hann ritar um þ&. Það er skylda vor kvennfólksins að efa, rannsaka og hera sarnan verk allra sagnaritara, andlegra og verslegra.sem kenna og prédika þá heimspeki sem niður- lægir og smánar stöðu mæðra mann- kynsins, en heldur fram einveldi og kúgun, sem æskilegu og eftir- sóknárrerðu fyrir alda og óborna, á- yfirstandandi og ókomnum tímum, eða telja sjálfsagt .að það hafi átt sér hvervetna stað áþeim liernskualdri mannkynsins sem óvissan hylur í skauti sínu. Eins langt og mannlegt auga cyg- ir aftur I liuliðs djúp löngu liðinna alda og skynsemin getur dregið lík- irr af bernskualdri mannkynsins, sjáum vér konuna I sinni uppruna- legu tign, óháða og sjálfbjarga, treystandi á sinn eigin handafia og hyggjuvit. Móðureðli hennar kenndi henni að leita að einveru á stundum þjáninganna, og búa til heimili fyrir sig og afkvæmi sín.þar sem hún með þeim væri óhult fyrir óargadýrum skógárins, og hinum vilta veiðimanni sem lá og svaf á mörkum og skógum, hvar sem hann var staddur þögar nóttin föll á, og lifði á hrárri fæðu. Meðan lians fáu þarfir fráinknúðu lítið af framþróunar hælileikum karlmanns- ins, var konan í einverunni að læra og skilja hinn milka leyndardóm llfsins. Eyrst komu þjáningar henn- ar, svo ný sál. Hvílíkur leyndardóm- ur fvrir hana eina að ráða? Hversu miklafist og umönnun útheimti ekki þessi nýfæddi aumingi? Hve mikla fyrirhyggju og atorku til að draga fyrirfram að, allt sem sjúkdómur hennar og kröfur barnsins útheimtu ineðan móðirin hlaut að halda kyrru fyrir. Þar eð sambúð karla og kvenna var Stopul og af handahófi, var faðerni óþekkt með öllu. Um föðurinn, sem bar eðlilega enga ást. til afkvæmis sins, né ábyrgð á þörfuin þess, var aldrei spurt. Það þótti þá I alla staði fullnægjandi að þekkja nióðu:- ina og löglégt að bera nafn henn- ar og teljast til heimilis hennar. Stjórn og yfiráð konunnar stóð um margar aldir ómótmælt og viður- kennd að vera í alla staði eðlileg þar sem hún stóð og var kölluð „Matriarchate“ eða Mæðra-öldin. Hana má glögglega rekja til ary- önsku kynflokkanna, Germana og Persa, og sjást merki þess glögglega lijá ýmsum ósiðuðum kynttokkum

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.