Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 36

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 36
116 FliKYJA sagði samvizkan. 0g af því að Hari var góður drengur, reyndi hann ekki að þagga niður Jxissa aðvörun- arrödd. Heldur sneri hann aftur og hljóp sem mest hann mátti alla leið heim. Honum fannst heldur tóm- iegt heima, þó fór hann inn, tók sér sðgubók og fór að lesa. Eftir litla stund tókst honum að gleyma leikn- um, vonbrygðum sýnum Og leikhús- inu. Þcgar kl. var 9 kom Hari út og fannst honum hann þá finna sterka reykjarlykt. Hljóp liann þá allt í kringum húsið en sá ekkert grun- samt. Þá hljóp hann út að hesthúsi en það var stór loftbygging, hest- arnir voru í öðrum endanum en kýr í hinum. Upp á loftinu var geymt gripafóður. Þegar Hari sá þar ekkert að, fór han n heirn afur. Þó eyrði liann ckki lengi, þvf hon- um fannst reykjarlyktin vaxa. Svo idjóp hann bráðlega út aftur og þá sá hann loga upp úr þakinu á hest- húsinu. Það voru sex hestar inni og þeir urðu að brenna inni nema því að eins að honum tækist að frelsa þá. Hann fiýtri sér inn í hesthúsið, þar. var þá svæla svo mikil að hann sá ekki handa sinna skil. Hestarnir voru trilltir, og frýsuðu og stöppuðu fótunum. Með miklum erf- iðismunum tðkst honum að leysa einn og einn hest í einu og leiða þá út. Því ekki var til neins að sleppa þeirn lausum því þeir hefðu aldrei ratað út. Loks voru allir hestarnir komnir út nema einn, en það var líka bezti hesturinn og hann var innstur. Allt þakið á þeim endanum stóð í björtu báli og eldurinn kom- inn ofan í loftið svo logandi eldi- brandar féllu hingað og þangað nið- ur um það. Það var ekki árennilegt að fara þarna inn, en þó gjörði Hari það. Hesturinn var kominn að köfnun af reyk og hita. Þá tókst Hara að renna frá hlera, sem var rétt lijá höfðinu á hestinum, við loftið og birtuna tókst honum svo að leysa hann og koma honum út. I þessu kom mannhjálp, því undir eins og nágrannarnir sáu eldinn fiýttu þeir sér þangað. Tókst þeim að hindra útbreiðslu eldsins svo ekkert brann nema þessi eina bygging. Lofuðu þeir Hara mjög fyrir dugnaðinn, því án hans hefðu hestarnir brunnið inni. Hann frelsaði að minnsta kosti á annað þúsund dollara virði af eignum föður síns með því að vera heima. Foreldrar hans höfðu í skaðabæt- ur ánægjuna og rcynzluna fyrir því að þau máttu trúa drengnum sinum fyrir öllu. En enginn var sælli en Hari sjálf- ur, að losna við þá samvizkunögun, sem eignatjón föður hans og endur- minningin um kvalafullann dauð- daga hestanna hefðu bakað honum hefði hann látið bugast af freisting- unni og farið að heiman þetta eftir- minnilega kvöld. Iíann fann til þess, að „dyggðin er sín eigin verðlaun.“ Börnin mín góð! Látið skyldurn- ar aldrei víkja fyrir skemmtunum, því sú skemmtun sem situr í fyrir- rúmi fvrir skyldu m yðar getur orð- ið yður of dýr. Yðar einlæg Amma.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.