Freyja - 01.06.1901, Page 28

Freyja - 01.06.1901, Page 28
108 FREYJA „Ég veit það, en þeir eru konungssinnar í anda. Ó, að guð gæii okkur hefnd. Komdu og seztu hjá mör, Harry; við megum ekki tala svona hátt.“ Harry stóð upp til að færa sig, en rak um leið fótinn í eitthvað, sem þ<5 var fast í gólfinu, þegar hann kom á mitt gólfið laut hann niður til að sjá hvað það var og rak þá upp lágt hljóð af undrun. „Hvað er um að vera, Harry?“ ,,Hör er leynihurð með járnhring í og ög get opnað hlerann. Það er þreifandi myrkur niðri.“ „Lokaðu hleranum strax; kannske við höfum gagn af þessari upp- götvun síðar.“ XXVI. KAPITULI. Gildran. Þegar þau Rósalía og Róbert komu til Van Ruters, kom Karmel úr hesthúsinu. Þar urðu hvorir öðrum fegnir og hver öðrum af ferðum sín- um. Einnig sagði Rósalía þeim frá þvi sem fyrir liana hafði komið síð- an fundum þeirra bar síðast saman. „Nú ert þú þá sloppin, Rósalía mín. Þér er óliætt að reiðaþigá mig góða mín,“ sagði njósnarinn. Manni er æflnlega huggun að loforði þess manns sem reyndur er að drengskap og orðheldni. Þau Rósalía voru búin að fá næga þekkingu af Karmel til að vita að hann lofaði ekki öðru en þvi, er hann treysti sér til að efna. En þrátt fyrir það voru þau ekki ugglaus. Samt reyndu þau að gleyma sorgum sínum og sýnast gliið. ■ Þau svstkinin gjörðu allt sem þau gátn til að gleðja og hressa gesti sína. Þau bjuggust við að baróninn mundi senda þangað lögregiulið til að ná Rósalíu,cn er svo leið klukktími að enginn kom,settust allir niður til kvöldverðar. Svo leið kvöldið að enginn kom tilað vitja Rósalíu. „Getur það skeð að baróninn slepy.i Rósalíu svona mótspyrnir laust,“ sagði Róbert. „Heldurðu að hann hatt séð mig?“ spurði Karmel. „Ekki get ég annað hugsað.“ „Þá bíður hann í þeirri von að ég fari, en honum skal ekki verða kápan úr því klæðinu. Ég þarf að sjá hann áður en ég fer héðan alfar- inn,“ sagði Karmel. „Er okkur þá óhætt?“ spurði Rósalfa. —(Framhald næst.)

x

Freyja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.