Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 35

Freyja - 01.06.1901, Blaðsíða 35
FREYJA 115 maður á kost á slíkum skemmtunum hér,“ svaraði Hari. Svona var það með alla, pilta og stúlkur unga og gamla. Þó ekki væri til nema einn dollar átti hann nú að fara. Öllum unglingum i L. fannst þessi vika ákaflega löng. Loks kom þó xnorgun hins langþreiða dags. Hari kepptist við verk sitt allann daginn til að konmst sem fyrst á samkom- una, sem átti að byrja klukkan átta en hann mátti ekki fara seinnenkl. hálf átta til að ná þangað nógu snemma. Þegar Hari með foreldrum sínum sat að kvöldverð, kom maður riðandi í loftinu með hraðskeyti þess efnis, að móðursystir Hara lægi fyr- ir dauðanum og bæði svstur síua og mann hennar að Knna sig sem allra fyrst. „Við verðum að fara strax svo við náum járnbrautarlestinni sem fer kl. 7 frá L. Þú getur keyrt okkur þangað, Ilari minn,“ sagði faðir hans. Þau bjuggu sig í snatri, Hari tók hestana út á meðan og hafði þi til. Með því að keyx-a hart tókst þeixn að ná Iestinni. Þegar þangað kom, kvöddu þau hjónin son sinn, og sögðu: „Við komum á ntorgun annað- hvort eða bæði, Vertu heima þang- að til við komum. Við trúum þér fyrir öllu.“ Á leiðinni heim mundi liann fyrst eftir leiknum og leikhúsinu. I ó- sköpunum að komast á vagnstöðv- arnar hafði hann glevmt því öllu saman, og jafnvel að biðja foreldra sína að lofa ser að fara. Hann vxirö óttalega gramur yflr þessu, honum fannst jafnvel að foreldrar slnir gjöra sér rangt til mcð þvl að biðja sig að vera heima. „Þau vissu að mig langaði til að fara,“ sagði hann við sjálfann sig, „og þó hugsaðist þcim ekki að bjóða mér að fara, og þó vann ög eins og hamur til að vera búinn mcð verkin mín áður.“ Hari var reglulega reið- ur því vonbrygðin voru svo átakan- loga sár. Hann var búinn að hlakka svorldan ósköp til jx:ss arna. Hann vissi líka að allir leikbiteður hans og jafnaldrar hans yrðu þar. Allt I einu glaðnaði yflr honum. Hann gat farið enn þá ef hann flýtti sér heim. Svo flýtti hann sér heim, lét hestana inn, hljóp inn I baðstofu, klæddi sig í snatri og hélt af stað gangandi. En svo mikið sem hann hlakkaði til að sjá leikinn fór hann sér ekki liart. Þessi orð hljdmuðu nú f eyr- unum á honum: „Vertu heima þang- að til við komum og passaðu heim- ilið. Við trúum þér fyrir öllu.“ Hari leit heim eins og hann bygg- ist við að sjá þar eitthvað að. En þar var allt með kyrrum kjöruxn. kvöldsólin glampaði á gl uggana og engin hreyfing sást á neinu. „Mér er ónættað fara,“ sagði hann við sjálfann sig, eins og til að þagga niður einhverjar mótbárur. En það tókst ekki. Hann labbaði niðurlút- ur og í hægðum sínum þangað til hann var koininn eina mílu. Þá stanzaði liann alveg. „Hvað getur það sakað þó ég fari?“ hugsaði hann. Skyldan býður þér að vera heima,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.