Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 3

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 3
VII. 6. 7- FRYJEA 149. Allt konunni aS kenrsa. PrófeSsor Mathens i h tsk )Ia:iu:r> f Chicajío hefir veriö að "Tetinslast eftir trúarbrac'öalecn ástandi stúdenta almennt, og tii þ.-ss aö byggja þessa rannsókn sína á góðum rökutn skrifaöi hann hákyrkju presti einum og baö mn reynzlu hans og álit þessu viö- víkjandi og kom svar prestsins mjög nákvæmlega saman við eftir- tekt prófessorsins sjálfs í því etni. „Það eru sorgleg tákn tím- anna, “ segir presturinn, ,,hve fáir stúdentar sækja kyrkjur vorár og þó færri, sem skrifa sig í söfnuði,og verða þannig að nokkru and- legu liöi. Sex eða sjö stúdentar hafa skrifað sig í einn hinn fjöh mennasta og hœst standandi söfnuð í allri borginni, og aö þeir eru þar svo margir, kemur til af því aö kyrkja þess safnaðar—stór og vegleg, stendur mjög nærri fjölsóttasta háskóla borgarinnar. Það er ekki annað sýnilegt en að stúdentarnir gangi í kyrkjurnar eins og börn ganga á alþýðu skóla og taki svo burtfarar próf úr þeim undir eins og þeir eru fœrir um að leggja fyrir sig nökkurn alvar- legan lífs starfa. “ Þetta segir Próf. M. að sé allt konunni að kenna. Því síðan hún hafi farið að mennta sig, mynda félög (clubs) o. s. frv. hafi hún alveg hœtt að starfa í kyrkjunnar þarfir og innan kvrkjunnar vébanda. Oll kærleiks verk er hún áður hafi unnið í kyrjunnar nafni, og sem meðlimur hennar, vinni hún nú, sem meðlimur þess- ara félaga og í þeirra nafni. Verkahringur kyrkjunnar sé því eigin- lega búinn. Hefði konan gjört sig ánægða með að vera eins og hún var, kyr í eldhúsinu hjá pottum sínum og pönnum, vœri kyrkjan feitari en nú er hún. Það var konan, sem í aldin^arðinum Eden ónýtti skaparans verk til forna—á dögum Gyðinganna. Og svo virðist sem kristnin sé jafn ráðalaus með hana eins og Gyðingarn- ir voru. Hvað á að gjöra við hana? Old kraftaverkanna er liðin, svo þó einhverjum hefði komið til hugar að láta hana skifta um kyn, er það ekki hœgt. Skáldið Schiller getur þess í einu af kvæð- um sínum að einhverntíma í fyrndinni hafi guð verið aleinn að sveima í geimnum, og er honum tók að leiðast, hafi hann tekið sig til og skapað englana. En hann segir að englarnir hafi verið svo dauðhlýðnir og spakir að guði hafi leiðst jafninikið eftir sem áður.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.