Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 11

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 11
All. 6.-7. FREYJA «57- Melsted, Bjarna Sœmundssyni [nú kennara viö Hinn almenua mcnntaskóla l Reykjavík], Guðmundi lækni Björnssyni, og mörgum fleiri. Haustiö 1892 fór Kuchler til Höganas í Svíþjóð, og var þar hálft ár sem heimakennari hjá sœnskum aöalsmanni, er Nordenfelt hét. Þar leiö honum mjög vel, og þar gat hann náö enn meiri þekkingu í sænsku. En vori8 1893 fór hann aifarinn heim til Þýzkalands, þó hann í fyrstu œtlaSi sér aö setjast alveg a5 í Dan- mörk og fá þar stöð u. En fyrir þá sök, a8 hann haföi stundaö nám viö danskan há- skóla, en ekki þýzkan, gat hann lengi fram eftir ekki fengið kenn- araembætti viö hina æ8ri skóla á Þýzkalandi, nema því að eins, aö liann stundaði nám.og tæki embœttispróf við þýzkan háskóla. En þetta var honum ömögulegt, þar sem hann var alveg félaus. Arið 1893 komst hann í þjónustu herra Karls Badeker í Leip- zig, þess, er gefið hefir út hinar nafnkunnu leiðsögu-bækur, sem viö hann eru kenndar. Varð Kuchler rttstjóri hinnar ensku útgáfu leiðsögu-bókarinnar. Sendi herra Badeker hann til Englands til þess, aö hann gæti fullkomnað síg í ensku, og dvaldi hann íLund- únum frá því í maímánuði og þar til í októbermánuöi árið 1893. Settist hann síöan aö í Leipzig og dvaldi þar í sex ár, og var allan þann tíma í þjónustu herra Badekers. Vann hann níu stundir á dag viö ritstjórnar-störf, en kvöldunum varði hann til að rita bœk- ur þær, er út komu eftir hann á þeim árum. Og er óhætt að segja, aö hann starfaði að jafnaði 12—rI5 klukkustundir á dag. 1. nóv. 1893 kvœntist hann og gekk að eiga ungfrú Magdalenu dóttur Schuberts læknis í Zwonitz á Saxlandi. Þau höfðu þekkst frá barnœsku og trúlofast haustið 1892. Þau eiga tvær dætur, heitir hin eldri Magdalena (í höfuðið á móður sinni,) en hin yngri Thea. — Meöan þau bjuggu í Leipzig, heimsóktu ýmsir Islending- þau, meðal hverra að var, Bjarni Jónsson (frá Vogi,) sem vai gest- ur þeirra í þrjá mánuði, Þorleifur kennari Bjarnason, Halldórjóns- son [bankagjaldkeri í Reykjavík] og Hannes ritstjóri Þorsteinsson. Hefir hús þeirra hjóna jafnan verið opið fyrir íslenzkum ferðamönn- um, og þeim ætíð veriö tekið með opnum örmum gestrisninnar, því þau eru höfðingjarí lund.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.