Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 5

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 5
FREVJa VII. 6. 7. 151- festa og tilbreytingarley'i eru þau or3, sem einna bezt útskýrahug- sjónir austurlandaþjóöanna. I þeirra augum er allt gamalt tryggt og eftirsóknarvert, en allt nýtt ótryggilegt. qg andstyggilegt. Andleg framsóknarþrá eins og hún er þekkt og skilin meöal Ameríkana er meö öllu óþekkt tilfinning hjá austurlandaþjóöun- um. Ottinn hefir kyrkt alla framsóknar og þekkingarlöngun, og fáfrœöin hefir ekki einungis gjört þær tilfinningarlausar og kæru- lausar fyrir frelsinu, heldur og óverðugar fyrir það. Hinir ryk- grónu hjáguöir þagga niöur rödd rannsóknarinnar, og jafnvel varir œskulýðsins verða aö mylkja in köldu þurru brjósf löngu horfinna alda. Frelsiö á þar heldur ekki heima. Frelsið er af saxneskum rótum runniö. Jafnvel Frakkar kunnu ekki að hylla það, þrátt fyrir hina miklu stjórnarbyltingu þeirra, eins vel og nágrannar þeirra hinumegin við sundið. Það var á Englandi að Voltaire fann griðastað þegar hann slapp við Bastilíuna í París. George Fox hefði hvergi annarstaðar en á Englandi fundið gróðrarstöð fyrir hina nýju kenningu sína Tke light within (Ljósið innifyrir). Mayflower hefði aldrei orðið sögustjarna nema fyrir fólkið sem á því iórfrd Englandi. Frelsið —bæði andlegt og líkamlegt --trú- frœðislegt og stjórnfrœðislegt er áreiðanlega saxneskt að eðli og uppruna. Ef vér snúum oss að hinu andlega atgjörfi austurlandaþjóð- anna þar sem þær hafa virkilega skarað fram úr, finnur maður brátt að þœr hafa ímyndunarafl og skáldskaparlist, þar sem vér höfum rökfræði og hugsunarfræði. Austuylöndin eru vagga allra umfangs- mestu trúarbragða heimsins. Lögfræði og stjórnfrœði hefir aftur á móti átt rót sína að rekja til germönsku og latnesku þjóðanna. Skáldskaparfegurð, málsnilld og mælska eru eigileikar sem austur- landaþjóðirnar eiga fram yfir oss, sem búum á vesturhluta hnatt- arins. Þœr þarfnast rökfrœði og rannsóknargáfu vorrar, en vér þurfum að auðga ímyndunarafl vort. En ímyndunaraflið er barn næðisins, en í Amerfku er það ekki til. Hraði eimvélarinnar gjörir oss kalda og virkilega, og hinn þrotlausi skarkali og fleygingsumferð á götum vorum deyfir hjartað. Vér erum einatt á hraðri ferð og höfum engan tfma til að hugsa.

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.