Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 17

Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 17
VII. 6.-7- FREYJA 163. Honum reyndist öröugt aö gjöra skyldu sína gagnvart henni, eins og hann þó ásetti sér að gjöra. Heföi hjarta hans virkdega veriö snortiö at' innilegri velviid tii hennar þegar hann vaföi hana aö sér til að hugga liana í stað þess aö þvinga sig til þess meöan hjartanu sveiö undan sviknum vonum, er ekki ómögulegt að honum heföi tekist aö endurlífga ást hennar. Eöa heföi hún með kvenn- legri blíöu reynt aö hlynna að inni deyjandi ást hans, gat skeö að œfi þeirra heföi önnur orðiö. En þegar hún neyddist til aö hrœða hann til aö giftast sér, dó ást hennar til hans eilífum dauða. Hún hefði fyrirlitið hann of mikið til þess að vilja giftast hon- um úr því sem komið var hefði hún sjálf verið verulega mikilhœf kona. Nú hugsaöi hún um þaö eitt, aö ná sér niSri á honum. Nellie átti ekki stóra sál. Fátœk, en falleg, fœdd og alin upp und- ir þeim kringumstæðum, sem hún var, var sannarlega ekki mik- iis að vœnta. Enskur málsháttur segir, , ,aö ungir menn sái og eigi aö sá, villisæði. “ Og of margir halda aö þaö sé sanpleikur, og breyta því samkvæmt. Herbert Ellvvood iðraði þess alla æfi, og svo hafa tleiri gjört. Ellwood ásetti sér að bœta úr broti sínu og verða Nellie góö- ur maöur, en hún var skapstór og skapbráð, og þar sem ástin mildaði úr engu, af því hún var ekki tii, stjórnaöi hún því lítið, enda varð það ásteytingar steinn allra hans góðu áforma, Hann heföi feginn viljað kenna henni, mennta hana, en hún hélt sig eine góða fyrir hannnú, og hún hefði verið áður en þau giftust. Hún skildi ekki hversu miklu örðugra það er fyrir konu að tryggja eiginmann en fyrir unga, ógifta, fallega, glaðlynda stúlku, að ná ást manna. En tíminn leið, þar til árangur ástalífs þeirra kom í ijós, og Imelda litia fæddist. Þetta varð um tíma sameiningar éfui milli ungu hjónanna, því barnið var í alia staði elskulegt. En eftir því sem Nellie varð frískari gaf hún sig meira og meira við barninu. Hún var nú ekki framar hin áhyggjulausa léttlynda stúlka, heldur kvartsár nöldrunarsöm og heiisulítil kona. Lífið var orðið Ellwood itgurleg byrði. Eina ánægjan hans var elsta barnið þeirra, það endurgalt ást hans með því að fagna heimkomu hans og klifra upp I kjöltu hans. En einnig þetta.semhefði átt að vera sameiningarefni,

x

Freyja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyja
https://timarit.is/publication/33

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.