Freyja - 01.01.1905, Blaðsíða 30
•76.
FREYJA
VII. 6.-7
auSæfi sem enn eru hulin í iðrum jarðar mundi ég ckki gjcra það.
Og aldrei skal ég gjöra sjálfa mig að hlut, sem einhver geti kallað
sinn og farið ineð að vild sinni. Nei! Ég skal eiga sjálfa mig með
líkama og sál, þangað til ég dey. “ /
„Margrét, Margrét! Ég skil þig ekki, “ sagði linelda og starði
undrandi og óttaslegin á vinstúlku sína. „Hvernig getur þú talaí
um ást og hjónaband, sem tvo fjarskilda hluti, og lofað annað
en lastað hitt? Ég hefi þó ekki farið viit í því að álíta þig hrein-
hjartaða og góða stúlku? Nei, Margrét mín góð. Þú getur ekki
talað um göfgi og blessun ástarinnar án þess að finna til og viður-
kenna helgi hjónabandsins, sem helgar alla sanna ást. “
Margrét hvítnaði upp, varirnar titruðu.eldfjörið í augum henn-
ar dofnaði og tárin drógu sig saman og féllu fyrst með hægð en svo
í þéttum skúrniður á hendur hennar. ,,Hefi ég gjört þjg hrædda,
Imelda mín?“ sagði hún í lágum og þýðum málróm. ,,Þegar þú
hefir litið eftir ástaridinu innan vébanda hjónabandsins eins ná-
kvæmlega og lengi og ég hefi gjört, muntu komast að raun um það,
að af öllu því, sem ófullkomið er í heiminum, sá hjónabandið þó
ófullkomnast. ‘ ‘
,,Hvað viltu þá að komi í þess stað?“
,,Ég veit ekki. Ég hefi hugsað um það sólarhringum saman
en ekki fundið neina úrlausn. Þoka liðinna alda gjörir útsýnið ó-
glöggt, og langvarandi siðvenjur halda hugum vorbm föngnum. “
,,Mig minnir að þú værir að gefa mér í skyn að þú ættir unn-
usta. Ég skil ekki hvernig þú, með allri þeirri fyrirlitningu, sem
þú hefir fyrir karlkyninu fórst að fá ást á nokkrum manni. “•
„Imelda mín, “ sagði Margrét og glaðnaði yfir henni, eins og
þegar rofar til sólar á regnþrungnu lofti. ,,Ég er náttúrunnar
barn og það er náttúrueðli vort sem krefst ástarinnar, og svo er
Wilbur Wallice ólíkur iiestum öðrum mönnum. “
,,Svo þú elskar hann þá?“
,, Já, af öliu hjarta. ‘‘
,,Og hvernig — ó, hvernig—!“ stamaði Imelda, en gat ekki
komið spurningu sinni, viðvíkjandi því, hvað hún œtlaði að gjöra,
ef hún vildi ekki giftast honum, í viðunanlegan búning.
,,Ég skil þig, “ sagði Margrét brosandi. „Ilann hefir aldrei